Þroskaþjálfinn - 2024, Blaðsíða 26
50 51
Niðurstöður rannsókna um notkun á
Beanfee
Nýlega gerðu mastersnemar í hagnýtri atferlis-
greiningu hjá Háskóla Íslands rannsóknir þar
sem skoðað var hvernig notkun Beanfee virkar
á nemendur með langvarandi hegðunar- og
námsvanda. Í þeirri fyrstu voru fjórir drengir á
yngsta stigi grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu
þátttakendur. Truflandi hegðun var mæld með
hlutbilaskráningu og námsástundun með heil-
bilaskráningu. Margfalt grunnskeiðssnið yfir
þátttakendur sýndi að truflandi hegðun minnk-
aði (66,9% að meðaltali) og námsástundun jó-
kst (150% að meðaltali) í kjölfar innleiðingar
á einstaklingsmiðaðri Beanfee-íhlutun (Silja
Dís Guðjónsdóttir, 2022). Niðurstöður annarr-
ar rannsóknarinnar leiddu í ljós umtalsverðan
samdrátt í hegðunarvanda fjögurra nemenda
með langvarandi hegðunar- og námsvanda á
miðstigi úr stórum grunnskóla á stórhöfuð-
borgarsvæðinu. Meðaltíðni truflandi hegðunar
lækkaði úr 52,2 tilvikum á 15 mínútna athugun-
um á grunnskeiði niður í 5,2 tilvik á 15 mínútna
athugunum þegar Beanfee var beitt (90% lækk-
un að meðaltali). Námsástundun var 21% að
meðaltali fyrir alla þátttakendur á grunnskeiði
og jókst upp í 73% eftir að íhlutun var innleidd
(349% hækkun að meðaltali) (Helga Magnea
Gunnlaugsdóttir, 2023). Niðurstöður rannsókn-
anna benda til þess að einstaklingsbundin notk-
un á Beanfee, sem kennarar stjórna í samvinnu
við nemendur og foreldra þeirra, geti dregið
umtalsvert úr viðvarandi truflandi hegðun og
stuðlað að námsástundun nemenda í kennslu-
stofum á grunnskólastigi.
Frumtilraunir til beitingar á Beanfee með full-
orðnum benda til að efnisleg umbun sé ekki ein-
föld í útfærslu fyrir fullorðið fólk þar sem full-
orðnir eru fjárhagslega sjálfstæðir, öfugt við flest
börn og ungmenni. Hins vegar, eins og Helgi
bendir á, er ekki útilokað að hægt sé að nota
forritið fyrir fullorðna því hvatning á borð við
afreksmerki virðist almennt virka vel sem hvatn-
ing fyrir fólk á öllum aldri til að breyta hegðun
sinni eða lífsstíl, en sem dæmi má þar nefna af-
reksmerki, hrós og hvatningu sem heilsuúr og
tölvuleikir senda frá sér til notanda tækjanna
(Helgi S. Karlsson, munnleg heimild, 12. mars
2024).
Áhættugreining og leyfishafar
Beanfee-smáforritið fór nýlega í gegnum áhættu-
greiningu kennsluhugbúnaðar hjá Sambandi ís-
lenskra sveitarfélaga og kom ágætlega út í þeirri
greiningu sem stafrænn vettvangur fyrir hegð-
unarþjálfun. Markmið með áhættugreiningu á
stafrænum kennslubúnaði er meðal annars að
vernda nemendur sem viðkvæman hóp, finna
heppileg kennsluforrit til kennslu, halda skrán-
ingu yfir kennsluforrit sem notuð eru í skólum
landsins og efla ábyrga notkun á stafrænu ör-
yggi í kennslu. Því hefur Beanfee ehf. nú þegar
hafið sölu á smáforritinu til sveitarfélaga lands-
ins en í apríl 2023 innleiddi Hafnarfjarðarbær
Beanfee-smáforritið. Verður það notað á öllum
þjónustustigum sveitarfélagsins sem verkfæri
til að vinna með hegðunar- og námsvanda inn-
an verklags Brúarinnar og farsældarlaganna
svokölluðu, en Brúin er verklag sem eflir þjón-
ustu og stuðning við börn í leik- og grunnskól-
um sveitarfélagsins. Kópavogsbær hefur einnig
nýlega fjárfest í aðgangi að Beanfee-hugbún-
aðinum. Verður hann nú í boði fyrir börn og
ungmenni innan Kópavogs til úrvinnslu mála
á stigi tvö og þrjú, samkvæmt lögum um sam-
þættingu þjónustu í þágu farsældar barna (nr.
86/2021). Skólakot, kennsluúrræði fyrir börn og
unglinga, er annar dyggur Beanfee- notandi og
beitir Beanfee-inngripum í sínum daglegu störf-
um með nemendum á sínum vegum. Þá hefur
BUGL fengið að prófa forritið en þá var Beanfee
notað til að hvetja börn til bursta í sér tennurnar,
fara í bað eða sturtu, stunda reglulega hreyfingu
eða sprauta sig reglulega með insúlíni (Hafnar-
fjörður, 2023; Helgi S. Karlsson, munnleg heim-
ild, 12. mars 2024; Rannís, 2022; Samband ís-
lenskra sveitarfélaga, e.d.).
Það er því óhætt að segja að smáforritið Bean-
fee sé afar góð viðbót við þau verkfæri, inngrip
og matstæki sem mæla og efla félags- og tilfinn-
ingafærni nemenda og kenna þeim með virkum
hætti að breyta hegðun sinni á jákvæðan hátt.
Hægt er að fræðast nánar um Beanfee-hugbún-
aðinn á http://www.beanfee.com eða með því að
senda fyrirspurn á helgi@beanfee.com.
Heimildir:
Beanfee. (e.d.). Beanfee. https://beanfee.com/
Hafnarfjörður (2023, 12. apríl). Bærinn innleiðir Bean-
fee. https://hafnarfjordur.is/baerinn-innleidir-bean-
fee/
Helga Magnea Gunnlaugsdóttir (2023). Effects of
the Beanfee token economy software on students’
persistent problem behavior and lack of academic
engagement [meistararitgerð]. Skemman. https://
skemman.is/handle/1946/43390
Morris, E.K., Smith, N.G. og Altus, D.E. (2005). BF
Skinner’s contributions to applied behavior analysis.
The Behavior Analyst, 28(2), 99-131.
Rannís (2018, 5. júní). Tækniþróunarsjóður úthlutar
700 milljónum til nýsköpunarfyrirtækja og frum-
kvöðla. https://www.rannis.is/frettir/taeknithrounar-
sjodur-uthlutar-700-milljonum-til-nyskopunar-fyr-
ir-taekja-og-frumkvodla
Rannís (2022, 26. janúar). Hugbúnaður til atferlisþjálf-
unar – Beanfee-verkefni lokið. https://www.rannis.is/
frettir/taeknithrounarsjodur/hugbunadur-til-atferlist-
hjalfunar-beanfee-verkefni-lokid
Rannís (2022, 9. júní). Vorúthlutun Tækniþróunarsjóðs
2022. https://www.rannis.is/frettir/taeknithrounarsjod-
ur/voruthlutun-taeknithrounarsjods-2022
Samband íslenskra sveitarfélaga (e.d.). Áhættugrein-
ing kennsluhugbúnaðar. https://stafraen.sveitarfelog.is/
ahaettugreining-kennsluhugbunadar-forsida/
SATIS (2019). Um SATIS-samtökin. https://atferli.is/
um-samtokin/
Silja Dís Guðjónsdóttir (2022). Effects of the Bean-
fee token economy software on students’ persistent
problem behavior and lack of academic engagement
[meistararitgerð]. Skemman. https://skemman.is/
handle/1946/42452