Þroskaþjálfinn - 2024, Blaðsíða 10
18 19
fræðslu og förum yfir næstu skref í okkar vinnu.
Vinna er hafin við gerð fræðsluefnis í þjónandi
leiðsögn fyrir nýtt starfsfólk og endurmenntun
þeirra sem hafa tekið námskeið til að viðhalda
þekkingu og færni. Þannig að það er skemmtileg
og fjölbreytt vinna í gangi hjá okkur í Skagafirði
en auk þessarar vinnu er stefnan sett á að sækja
reglulega ráðstefnur um þjónandi leiðsögn er-
lendis. Nú þegar hefur hópur starfsfólks í Skaga-
firði og Húnavatnssýslum farið á ráðstefnu sem
var haldin í Hollandi 2018 og í Bandaríkjunum
2022 sem er ómetanlegt í þessari vegferð.
Heimildir:
Guðrún Hanna Kristjánsdóttir, forstöðumaður
skammtímadvalar á Sauðárkróki, munnleg heimild.
Þjónandi leiðsögn, bæklingur sem gefinn var út af
sveitarfélaginu Skagafirði.
Heilsuvernd hjúkrunarheimili (e.d.). Þjónandi leið-
sögn. https://www.hlid.is/thjonandi-leidsogn
Þroskaþjálfafélag Íslands (2015, 20. nóvember).
Þjónandi leiðsögn. https://www.throska.is/is/um-
felagid/radstefnur-namskeid/thjonandi-leidsogn
Ragnheiður María Rögnvaldsdóttir er forstöðu-
þroskaþjálfi búsetukjarna á Sauðárkróki.
Mín fyrstu kynni
Þegar ég heyrði fyrst af þjónandi leiðsögn var ég
starfandi í skólasamfélaginu, hugmyndafræðin
heillaði mig ekki og ég gat ekki séð fyrir mér
hvernig hún nýttist í vinnu með einstaklingum
sem meðal annars voru með erfiða og ofbeld-
isfulla hegðun. Vegna þessa kynnti ég mér að-
ferðina ekki frekar á þeim tíma. Það er því svo
gaman að hugsa til þeirra viðhorfsbreytinga sem
áttu sér stað hjá mér þegar ég skipti um vinnu
og hóf störf í búsetuþjónustu fyrir fatlað fólk.
Ég var svo lánsöm að sitja fyrsta námskeiðið hjá
Kristni Má Torfasyni, sem er frábær námskeiðs-
haldari og brennur fyrir þjónandi leiðsögn. Það
að sitja og hlusta á hvernig við nýtum okkur sjálf
sem verkfæri í okkar vinnu heillaði mig.
Með því að beina sjónum að markmiðum þjón-
andi leiðsagnar og nýta verkfærin, sem eru nær-
vera, augu, hendur og orð, komumst við skrefi
nær því að mynda tengsl við einstakling. Verk-
færi þessi finnum við hjá okkur sjálfum og eru
þau auðveld í notkun enda hlutir sem við notum
daglega til að tengjast þeim sem eru í kringum
okkur. Við nýtum verkfæri okkar til að aðstoða
aðra við að taka á móti og veita umhyggju, upp-
lifa öryggi og vera virkir þátttakendur í eigin lífi.
Ég tók eftir því hjá sjálfri mér að ég varð með-
vitaðri um hvernig ég nýtti röddina, hvernig ég
nálgaðist íbúa og fór að gefa meira af mér til
þeirra og starfsmanna.
Góð og gefandi samskipti
Þjónandi leiðsögn er fyrir alla og miðar að því að
gera samskipti góð og gefandi. Hugmyndafræðin
byggist á grunnhugmyndum um gagnkvæm
tengsl. Þjónandi leiðsögn gerir kröfur um að
horfa inn á við og nýta það góða sem býr innra
með hverjum og einum. Jafnframt að finna
lausnir og leiðir til að gefa af sér skilyrðislausa
umhyggju og hlýju í garð annarra. Hugmynda-
fræðin er byggð á einstaklingsmiðaðri nálgun
þar sem tilgangur og markmið samskipta okk-
ar er að með samveru verði til jákvæð upplifun
sem einkennist af kærleika, hlýrri nærveru og
þátttöku í samfélaginu (Þroskaþjálfafélag Ís-
lands, 2015).
Í vinnu okkar þurfum við að hafa í huga að
allir einstaklingar eiga sína sögu, minningar,
styrkleika og veikleika. Þetta hefur áhrif á sam-
skipti ásamt tilfinningum, óskum og löngunum.
Þjónandi leiðsögn leggur áherslu á að horfa á
styrkleika einstaklinga og mæta þeim með virð-
ingu og skilyrðislausri umhyggju í öllum þeim
aðstæðum sem upp geta komið (Heilsuvernd
hjúkrunarheimili). Það er mikilvægt að við
séum tilbúin að fylgja þeim á t.d. bocciamót,
þorrablót, viðburði í samfélaginu, vera þeim
innan handar í læknaferðum og sjúkrahúsinn-
lögn, því þá erum við að byggja upp traust og
skapa minningar saman sem geta hvort tveggja
verið góðar eða slæmar.
Reynslusaga
Mig langar að koma með reynslusögu sem lýs-
ir svo vel þeim árangri sem náðst hefur með
þjónandi leiðsögn. Um er að ræða vinnu með
einstakling sem hefur flóknar greiningar og
sýndi af sér erfiða hegðun.
Í mörg ár var búið að reyna ýmislegt, m.a.
„timeout“, stjörnukerfi, hunsun á óæskilegri
hegð un og hrós þegar vel gekk. Það komu góð
tíma bil og svo mjög erfið og krefjandi. Ekkert af
því sem prófað var skilaði þeim árangri sem við
hefðum viljað sjá. Starfsfólk var að verða úrræð-
alaust og vart varð við aukinn kvíða við að mæta
til vinnu. Um þetta leyti kynntist ég þjónandi
leiðsögn og varð heilluð, ákveðið var að byrja að
vinna eftir hugmyndafræðinni. Starfsfólk var allt
sátt við að prófa þetta en óhjákvæmilega vöknuðu
líka spurningar eins og hvort viðkomandi ætti
að fá að gera það sem hann vildi? Ætti hann að
stjórna? Áttum við bara að sitja og standa eftir
hans höfði? Allt voru þetta spurningar sem áttu
rétt á sér en starfsfólk var sammála um að prufa
til að sjá hvort það gæti bætt líðan og dregið úr
óæskilegri hegðun viðkomandi.
Ferðalagið með þjónandi leiðsögn hófst og
starfsfólk fór að tileinka sér verkfæri og grunn-
stoðir hugmyndafræðinnar. Starfsfólkið hafði
grunnstoðirnar alltaf hugfastar; að viðkomandi
væri öruggur og upplifði sig öruggan, að hann
fengi umhyggju og kærleika, tækifæri til að sýna
okkur umhyggju og kærleika og fengi að taka
þátt í öllu sem okkur datt í hug að hann gæti
haft áhuga á og gaman af. Við sýndum honum
þessa þætti, sama hvernig hann hegðaði sér og
hvernig honum leið. Til þess að fara eftir þess-
um grunnstoðum notuðum við verkfærin. Við
pössuðum okkur að tala rólega, snerta af nær-
gætni, horfa blíðlega og vera alltaf til staðar,
sama hvað. Við vorum meðvitaðri og horfðum
í hans skynjun og þarfir og mættum honum þar
sem hann var staddur. Það tók tíma að hverfa frá
gömlum siðum og venjum og stundum gerðum
við mistök, en við héldum ótrauð áfram, og
lærðum af reynslunni. Í byrjun veittum við
viðkomandi umhyggju og hlýju án þess að ætlast
til að fá neitt endurgoldið, fórum að sýna meiri
og markvissari nánd og góðvild. Horfðum á að
þessi hegðun viðkomandi gæti stafað af óöryggi
og söknuði eftir fjölskyldu sinni. Við lögðum
okkur fram um að mynda jákvæð tengsl við
hann og sýna honum kærleika öllum stundum,
sama hvað. Við umvöfðum viðkomandi kærleik
og hlýju og sýndum honum skilyrðislausa ást,
oft var þetta erfitt og krefjandi en var sannarlega
þess virði. Breytingarnar sem áttu sér stað eftir
að við hófum að vinna eftir þjónandi leiðsögn
með viðkomandi voru miklar. Viðkomandi og
starfsfólki fór að líða betur, það dró verulega
úr óæskilegri hegðun og ný jákvæð hegðunar-
mynstur mynduðust. Viðhorf starfsmanna gjör-
breyttist, starfsfólk varð meðvitaðra um hvernig
það gat látið viðkomandi líða betur. Viðkomandi
fannst gott að fá knús og honum fannst gott þegar
við sögðum að okkur þætti vænt um hann og að
hann væri fallegur og góður. Við betrumbættum
allt skipulag í kringum þjónustuna og í því fann
hann öryggi. Einnig vorum við mun duglegri
að finna viðfangsefni út frá hans áhugasviði.
(Guðrún Hanna Kristjánsdóttir, forstöðumað-
ur skammtímadvalar á Sauðárkróki, munnleg
heimild, 8.2. 2024.)
Í dag er viðkomandi einstaklingur að stíga sín
fyrstu skref í sjálfstæðri búsetu og verður spenn-
andi að fylgjast með þeirri vegferð.
Fleiri mentorar og ferðir á ráðstefnur
Fram undan er að halda áfram þeirri flottu vinnu
sem við vorum byrjuð á fyrir tíma Covid, en eins
og með svo margt þá dró úr þessari vinnu og
aðrir þættir fengu óhjákvæmilega forgang. Í dag
eru fjórir starfsmenn á námskeiði til að verða
mentorar og þá verða að jafnaði tveir á hverri
starfsstöð. Nú í apríl verður haldinn svokallað-
ur mentora-dagur þar sem við hittumst, fáum