Þroskaþjálfinn - 2024, Blaðsíða 17
32 33
Karen Ósk Thomsen Sigurðar-
dóttir heiti ég og er fjórða árs nemi
í þroskaþjálfadeild HÍ. Ég útskrif-
aðist með BA-gráðu síðasta vor og
stefni að brautskráningu nú í vor
með starfsleyfi sem þroskaþjálfi.
Ég hef verið beðin að skrifa hér
stutta umfjöllun um BA-verkefnið
mitt, sem kallast Leiðir að að
gengilegu starfsumhverfi: Hvernig
starfsfólki þykir mikilvægt að að
stoðarfólk þess starfi. Ég hef unnið
í mörg ár á aðgreindum vinnustað
fyrir fólk með þroskahömlun og
hafa áherslur mínar og metnaður
í gegnum námið mikið snúið að
eigin vinnustað. Ég er í dag starf-
andi forstöðumaður vinnu og
virkni á vinnustað mínum og langaði mig að gera
BA-verkefni sem myndi nýtast á vinnustaðn um.
Upphaflega hugmyndin var að gera handbók
með fræðslu og leiðum fyrir aðstoðarfólk til að
móta aðgengilegt starfsumhverfi fyrir starfs-
fólk aðgreinda vinnustaðarins. Handbókin átti
að fela í sér skýrt upphaf og endi, en tók hins
vegar töluverðum breytingum við vinnsluna og
breyttist frá því að verða handbók í það að verða
að samráðsvettvangi fyrir starfsfólk og aðstoðar-
fólk á aðgreinda vinnustaðnum.
Leiðbeinandi minn við gerð verkefnisins,
Lauf ey Elísabet Löve, kom með þá hugmynd
við upphaf verkefnisins að ég myndi vinna það í
sam ráði við starfsfólk aðgreinda vinnustaðarins,
sem ég svo gerði. Ég bauð fimm starfsmönnum
með þroskahömlun þátttöku í samráðshópi með
mér og þáðu fjórir þeirra boðið, tveir karlar og
tvær konur, á þrítugsaldri til áttræðs. Tveir þátt-
takendur hafa reynslu af því að
vinna á almennum vinnumark-
aði og einn hefur unnið á öðrum
aðgreindum vinnustað. Markmið
samráðshópsins var að upplifun
þátttakenda, sem sérfræðinga í
sínu starfi, myndi móta efnistök
hand bókarinnar. Gengið var út frá
rannsóknarspurningunni: Hver er
upplifun starfsfólks með þroska-
hömlun á hindrunum á að greind-
um vinnustað?
Í heildina urðu samráðsfundir
fjórir talsins þar sem rædd voru
ýmis aðgengismál innan vinnu-
staðarins. Umræður innan hóps-
ins um að þátttakendum þætti
mikilvægt að vinnan þeirra væri
gerð aðgengileg voru mjög gagnlegar og vörp-
uðu ljósi á mikilvægi samspils aðstoðar og um-
hverfis, hvernig aðstoð fólk fær og hve gott það
er þegar fólk sem veitir aðstoð er reiðubúið að
bera kennsl á möguleikana sem felast í daglegu
lífi. Það að geta veitt fólki góða persónumiðaða
aðstoð felst ekki síst í því að aðstoðarfólk þjálfi
með sér færni í að hugsa út fyrir kassann, til þess
að geta séð möguleikana til innihaldsríkrar þátt-
töku í daglegu lífi (Mansell og Beadle-Brown,
2012). Oft getur þó verið misræmi á milli þess
hvernig aðstoðarfólk hefur tamið sér sjálft ýms-
ar daglegar athafnir og þess að vera tilbúið að sjá
og fara aðrar leiðir að viðfangsefnunum út frá
þörfum notenda þjónustunnar.
Þátttakendur í samráðshópnum voru einnig
spurðir hvað ætti að kenna nýju aðstoðarfólki
sem kæmi til starfa á vinnustaðnum. Áhugavert
var að það sem kom einna skýrast fram hjá þátt-
Leiðir að aðgengilegu starfsumhverfi:
Hvernig starfsfólki þykir mikilvægt að
aðstoðarfólk þess starfi
Karen Ósk Thomsen
Sigurðardóttir
Karen Ósk Thomsen Sigurðardóttir takendunum var að þeim þætti mikilvægast
að aðstoðarfólki væri kennt að starfa af góð-
mennsku, virðingu og kurteisi. Þegar þau voru
síðan innt eftir því hvort það væri eitthvað fleira
sem þyrfti að kenna nýju aðstoðarfólki kom upp-
talning á verklegum þáttum starfsins, eins og t.d.
að læra færni til að geta aðstoðað fólk við að fitja
upp á prjóna, fella af o.s.frv. Í raun mætti túlka
svör þeirra á þann hátt að þeim sé mjög mik-
ilvægt að upplifa góðmennsku og virðingu, að
starfsfólk mæti því ávallt með hlýju, vinsemd og
skilyrðislausri umhyggju í takt við t.a.m. þjón-
andi leiðsögn (Siepkamp o.fl., 2018) og virkan
stuðning (Mansell og Beadle-Brown, 2012).
Mikilvægt sé því að aðstoðarfólk hafi þau gildi
í heiðri við framkvæmd þjónustu. Er hér átt við
það að ef aðstoðarfólk þarf að veita félagslegan
eða verklegan stuðning í vinnu þá framkvæmi
það stuðninginn með kærleika og góðmennsku.
Hvað varð síðan úr allri vinnunni okkar í sam-
ráðshópnum? Gaman er að segja frá því að í lok
ágúst byrjuðum við að halda saman vikulega
samráðsfundi ásamt öllum sem sækja vinnu og
virkni á vinnustaðnum. Samráðsfundina köll-
um við starfsmannafundi og eru þeir haldnir á
mánudögum. Fundirnir eru mislangir en oftast
um 30 mínútur. Almenn ánægja er með fundina
og hafa þeir verið mjög vel sóttir. Alltaf er haldin
auðlesin fundargerð og í byrjun hvers fundar er
síðasta fundargerð lesin. Á starfsmannafundun-
um er farið yfir ýmis málefni, til dæmis aðgeng-
ismál á vinnustofunum, verkefni og dagskrána
fram undan, vinnureglur, skipulag og kosningar
um vettvangsferðir eða annað uppbrot á hvers-
deginum. Fólk er mjög duglegt að nýta starfs-
mannafundina til þess að koma með ábendingar
um það sem það myndi vilja breyta, bæta eða
bara til að deila með hópnum persónulegum
hugðarefnum sínum. Í lok hvers fundar er síð-
an alltaf farið yfir verkefnalista, ný verk færð á
listann og verk sem er lokið strikuð út. Frá því
að við hófum þessa fundi höfum við komið
mörgu í verk sem hefur ratað á verkefnalistann.
Skemmtilegast er að við höfum skapað saman
formlegan samráðsvettvang, þar sem öllum gefst
kostur á að koma sínum sjónarmiðum og hug-
myndum á framfæri, og með því gefst okkur öll-
um tækifæri til þess að hafa markviss mótandi
áhrif á vinnustaðinn okkar.
Heimildir:
Mansell, J. og Beadle-Brown, J. (2012). Active supp-
ort: Enabling and empowering people with intellect-
ual disabilities. Jessica Kingsley publishers.
Siepkamp, P. V., McCrovitz, A. M. og Vincent, M.
(2018). Defining gentle teaching. Gentle teaching
international. https://gentleteaching.com/about/
print/