Þroskaþjálfinn - 2024, Blaðsíða 9
16 17
bókin var gerð með það að markmiði að vera
fræðsla fyrir starfsfólk Hafnarfjarðar í málefn-
um fatlaðs fólks. Hún skiptist í kafla og er þannig
uppbyggð að hún skiptist í uppruna þjónandi
leiðsagnar, svo kemur kjarni þjónandi leiðsagnar,
þá er ítarleg umfjöllun um grunnstoðirnar fjórar
og eins verkfærin fjögur. Handbókin endar svo
á nokkrum reynslusögum frá starfsstöðvum
Hafnarfjarðar og allar myndir í henni eru frá
starfsstöðvunum. Einnig var notast við bæk-
linginn sem forstöðumenn gerðu árið 2017
við gerð handbókarinnar. Allt fræðsluefni sem
tengist þjónandi leiðsögn er aðgengilegt fyr-
ir starfsfólk Hafnarfjarðar á workplace-síðu
Hafnarfjarðarbæjar.
Könnun í þjónandi leiðsögn
Til að halda utan um starfið og hvernig gangi að
vinna með hugmyndafræðina um þjónandi leið
sögn gerir vinnuhópurinn árlega könnun með-
al starfsmanna um gang mála. Niðurstöðurnar
gefa upplýsingar um stöðuna og á hvað þurfi
að leggja áherslu á næsta ári. Vinnuhópurinn
fer svo yfir niðurstöður könnunarinnar á fundi
með mentorum starfsstöðvanna. Þetta er mjög
gott tól til að meta stöðu hugmyndafræðinnar
á hverri starfsstöð fyrir sig ásamt því að bera
saman svör milli ára, bera kennsl á mögulega
vankanta og ráðast í úrbætur.
Ráðgjöf fyrir starfsfólk
Teymið er einnig til staðar fyrir starfsfólk
Hafnar fjarðar, óski það eftir að fá fræðslu eða
ráðgjöf inn á sína starfsstöð. Til þessa hefur
ein starfsstöð óskað eftir fræðslu og ráðgjöf frá
teyminu og gafst það vel.
Kynning á teyminu
Vinnuteymið í þjónandi leiðsögn samanstend-
ur nú af fjórum yfirþroskaþjálfum/deildarstjór-
um. Teymið er þverfaglegt og er gott að fá ólík
sjónarhorn í þá vinnu sem er unnin í þágu íbúa,
þjónustunotenda og starfsfólks Hafnarfjarðar-
bæjar.
Þorsteinn Már Bogason er yfirþroskaþjálfi á
Svöluhrauni 19 og hefur starfað þar sem þroska-
þjálfi frá 2016 og er í viðbótardiplómanámi í
fötlunarfræði. Þorsteinn kom inn í vinnuhóp-
inn í þjónandi leiðsögn árið 2021, en hefur verið
mentor síðan 2017.
Ragnheiður M.
Rögnvaldsdóttir.
Þorsteinn Már Bogason.
Lea Margrét Thoraren sen er deildar stjóri á heim-
ili fyrir fatlaða í Berjahlíð 2 og hefur starfað þar
frá 2019. Hún er með B.Sc.-gráðu í sál fræði og
meistaragráðu í mannauðsstjórnun og vinnu-
sálfræði og hóf störf í teyminu í byrjun árs 2022.
Lea Margrét
Thoraren sen.
Petra Ingvars
dóttir.
Unnir Jónsdóttir.
Petra Ingvarsdóttir er deildarstjóri í íbúða kjarn-
anum á Öldugötu 45, en þar hefur hún starfað
frá því að hann var opnaður árið 2021. Petra er
með BA-gráðu í félagsráðgjöf ásamt viðbótar-
diplómu í fötlunarfræði og hefur verið í teyminu
frá því 2020.
Unnur Jónsdóttir er yfirþroskaþjálfi í skamm-
tímadvölinni Hnotubergi og hefur starfað þar
síðast liðin átta ár. Unnur er einnig með meistara-
próf í lýðheilsu. Hún hefur verið í vinnuhópnum
síðan yfirþroskaþjálfar/deildarstjórar tóku við af
for stöðu mannahópnum sem sat í vinnuhópnum
árið 2018.
Upphaf þjónandi leiðsagnar í Skagafirði var
þegar Kristinn Már Torfason, sem hefur stýrt
inn leiðingu þjónandi leiðsagnar á Akureyri, var
fenginn til að vera með kynningu á starfsdögum
starfsfólks um málefni fatlaðs fólks á Norður-
landi vestra haustið 2016. Mikil ánægja var með-
al starfsfólks með þessa kynningu og í framhaldi
Öflugt starf og góð reynsla í Skagafirði
Ragnheiður María Rögnvaldsdóttir
af því fór af stað vinna við að skipuleggja inn-
leiðingu þjónandi leiðsagnar. Haustið 2018 var
Kristinn Már fenginn til að halda fyrstu nám-
skeið þjónandi leiðsagnar fyrir starfsfólk innan
fjölskyldusviðs ásamt námskeiði fyrir mentora.
Í dag eru starfandi mentorar í búsetuþjónustu,
Iðju – skammtímadvöl og í stuðnings- og stoð-
þjónustu sem er dagdvöl aldraða, heimaþjón-
usta og liðveisla.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar sam-
þykkti á fundi sínum 29. maí 2019 að þjón andi
leiðsögn yrði grundvallarþáttur í hug mynda-
fræði og aðferðum fjölskyldusviðs í þjónustu
við fatlað fólk og aldraða ásamt valdeflingu
(Þjónandi leiðsögn, bæklingur). Þess má geta að
Skagafjörður er leiðandi sveitarfélag í þjónustu
við fatlað fólk á Norðurlandi vestra og stýrir
þjónustu við fatlaða í Húnavatnssýslunum. Inn-
leiðing og vinna eftir hugmyndafræði þjónandi
leiðsagnar og valdeflingar á því einnig við á þeim
svæðum.