Þroskaþjálfinn - 2024, Blaðsíða 27

Þroskaþjálfinn - 2024, Blaðsíða 27
52 53 Fjölsótt málþing Þroskaþjálfafélags Íslands um landsáætlun í málefn- um fatlaðs fólks sem haldið var á Reykjavik Natura 2. febrúar 2024 var bæði áhugavert og upplýsandi en rætt var um landsáætlun um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks frá ólíkum sjónarhornum, sem og af ólíkum aðilum. Um tíma- mót er að ræða þar sem þetta er í fyrsta sinn sem sett er fram heild- stæð stefnumótum í málefnum fatlaðs fólks á Íslandi. Því var það einstaklega viðeigandi að fjalla um málefnið á málþingi okkar, enda stendur efnið þroskaþjálfum nærri. Markmið áætlunarinnar er að fatlað fólk fái not- ið fullra mannréttinda, mannfrelsis og sjálfstæðis til jafns við annað fólk, þegar kemur að búsetu, atvinnu, menntun og öðru því er til almennra mannréttinda telst. Á málþinginu komu fram ýms- ir fulltrúar ólíkra hagsmunaaðila sem tóku þátt í vinnuhópum um gerð áætlunarinnar. Fjallað var um inntak vinnu þeirra og hvaða áhrif hún muni hafa á framtíð- ina. Þá var jafnframt boðið upp á pallborðsumræður og fyrirlestra. Allar glærur frá málþinginu má finna á heimasíðu félagsins og er fólk hvatt til að kynna sér inni- hald þeirra. Um er að ræða stórt og metnaðarfullt verkefni og mikilvægt að fagstétt okkar sé vel með á nótunum þegar kemur að áætlun þessari: https://www.throska.is/is/um-felagid/thi/ frettir/category/1/vitundarvakning-horfum- til-framtidar-landsaaetlun-i-malefnum-fatlads- folks Erla Björgvinsdóttir Erla Björgvinsdóttir Málþing Þroskaþjálfafélags Íslands Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks – vitundarvakning – horft til framtíðar Bekkurinn var þétt setinn á málþinginu. Fyrirlesarar á málþinginu Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, formaður verk efnastjórnar og aðstoðarmaður félags- og vinnu markaðsráðherra, og Soffía Dóra Jóhanns- dótt ir, lögfræðingur í félags- og vinnumarkaðs- ráðuneytinu, ræddu um landsáætlunina, ferl- ið, hvernig það byrjaði og hvar við erum stödd núna. Hjá þeim kom fram að samráð við gerð lands áætlunar var mjög víðtækt. Þrjátíu og þremur greinum samnings Sameinuðu þjóð- anna um réttindi fatlaðs fólks hefði verið skipt á milli ellefu vinnuhópa. Í hópunum voru full- trúar Þroskahjálpar, Geðhjálpar, ÖBÍ, Stjórnar- ráðsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hóp- arnir mótuðu tillögur og lögðu til forgangsröðun. Lands áætlun var svo kynnt á fundum um allt land og á þeim fundum bættust síðan við einhverjar til- lögur.  Laufey Elísabet Löve, lektor á menntavísinda- sviði Háskóla Íslands og doktor í fötlunarfræði, fjallaði um hugtökin í samningnum og fræði- Fundarstjórinn Vigdís Hafliðadóttir stjórnaði pallborðsumræðum. Soffía Dóra Jóhannsdóttir og Guðrún Ágústa Guð­ mundsdóttir fengu mikið lófaklapp að lokinni kynningu.

x

Þroskaþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.