Þroskaþjálfinn - 2024, Blaðsíða 16
30 31
40/1991) skýra frá skyldum sveitarfélaga til að
koma til móts við þarfir íbúa þeirra, þar á með-
al eldri borgara. Þar kemur fram að sveitarfélög
skuli stuðla að eðlilegu heimilislífi eldri borg-
ara og að þeir geti umgengist aðra. Sú þjónusta
sem sveitar félög eiga að tryggja er til dæmis
heimaþjón usta, félagsráðgjöf og heimsending
matar. Þjónusta sem telst umfram ákvæði laga
þessara fer fram í samræmi við lög um málefni
aldraðra (nr. 125/1999).
Lög um málefni aldraðra (nr. 125/1999) byggj-
ast að miklu leyti á læknisfræðilegu sjónarhorni.
Í þessum lögum er mikið fjallað um heilbrigð-
isþjónustu við aldraða, hjúkrunarheimili, færni-
og heilsumat og fleira í þeim dúr. Í lögunum er
jafnframt tekið fram að öll þjónusta við eldri
borgara skuli vera einstaklingsmiðuð og byggj-
ast á stuðningi til sjálfshjálpar.
Þegar alþjóðasamþykktir um réttindi fólks eru
skoðaðar má fyrst og fremst nefna mannréttind-
ayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt
var á allsherjarþingi samtakanna í desember
árið 1948. Þegar yfirlýsingin kom út þótti hún
byltingarkennd, en áður en yfirlýsingin varð til
voru mannréttindi ekki endilega viðurkennd
(Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir
Vestur-Evrópu, e.d.). Þrátt fyrir að mannréttinda-
yfirlýsingin fjalli ekki beint um réttindi aldraðra
fjallar hún um grunnréttindi allra mannvera og
lagði einnig grunninn að öðrum sam þykktum
sem snúa að réttindum jaðarsettra hópa.
Til eru sérstakir samningar eða samþykktir
sem fjalla um réttindi ákveðinna hópa sem talið
er að þurfi sérstaka vernd eða að samfélagið
þurfi áminningu um að virða réttindi þeirra. Í
því samhengi má nefna samning Sameinuðu
þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (2006),
Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna (1989) og
samning Sameinuðu þjóðanna um afnám allr-
ar mismununar gagnvart konum (1979). Slíkur
mannréttindasamningur sem tæki til að tryggja
réttindi aldraðra er hins vegar ekki til en þess
má geta að ýmis hagsmunasamtök aldraðra hafa
einmitt kallað eftir því að slíkur samningur verði
gerður (INEPA o.fl., 2010). Sameinuðu þjóðirnar
(1991) settu hins vegar ákveðnar reglur sem snúa
að lífskjörum aldraðra árið 1991 sem ætlað var
að leiðbeina ríkjum heims um réttindi aldraðra.
Til að vinna frekar að innleiðingu þessara reglna
var settur á laggirnar starfshópur sem vann að
gerð áætlunar sem kallast Madrídaráætlunin og
henta vel með öldruðum út frá því sem hér hefur
fyrr verið greint frá. Aldrað fólk sem hópur er
oft á jaðrinum, býr við skert sjálfræði og þarf oft
stuðning við ýmis atriði í daglegu lífi.
Heimildir:
Australian Human Rights Commission (2014, 20. ágúst).
UN Convention for the Rights of Older Persons. https://
humanrights.gov.au/about/news/speeches/un-convention-
rights-older-persons
Berglind Bergsveinsdóttir og Vilborg Jóhannsdóttir (2015).
Sérþekking og þróun í starfi – viðhorf reyndra þroska-
þjálfa til nýrra áskorana. Netla – Veftímarit um uppeldi og
menntun. https://netla.hi.is/serrit/2015/hlutverk_og_
menntun_throskathjalfa/001.pdf
INEPA, IFA, ILC-US, IAGG, IAHSA, HelpAge International,
GAA, Age UK og AARP. (2010). Strengthening Older People‘s
Rights: Towards a UN Convention – A resource for promoting
dialogue on creating a new UN Convention on the Rights of
Older Persons. https://social.un.org/ageing-working-group/
documents/Coalition%20to%20Strengthen%20the%20
Rights%20of%20Older%20People.pdf
Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.
Lög um málefni aldraðra nr. 125/1999.
Priestley, M. (2003). Disability – A Life Course Approach.
Polity.
Sameinuðu þjóðirnar (1948). Mannréttindayfirlýsing
Sameinuðu þjóðanna. https://www.stjornarradid.is/
media/velferdarraduneyti-media/media/JafnrettiNu/
Mannrettinda_ICEHR.pdf
Sameinuðu þjóðirnar (1991). United Nations Principles for
Older Persons. https://www.ohchr.org/sites/default/files/
olderpersons.pdf
Sameinuðu þjóðirnar (2002). Political Declaration and
Madrid International Plan of Action on Ageing. https://www.
un.org/esa/socdev/documents/ageing/MIPAA/political-
declaration-en.pdf
Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,
2006.
Samningur um afnám allrar mismununar gegn konum, 1.
grein/1979.
Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Vest-
ur-Evrópu (e.d.). Mannréttindi. https://unric.org/is/
mannrettindi/
Þroskaþjálfafélag Íslands (2007). Starfskenning
þroskaþjálfa. http://www.throska.is/is/um-felagid/thi/
starfskenning-throskathjalfa
anna um réttindi fatlaðs fólks (2006) sem og
lög sem byggjast á þeim samningi. Líkt og áður
áður segir er samningur Sameinuðu þjóðanna
um réttindi fatlaðs fólks ein mikilvægasta stað-
festingin á mannréttindasjónarhorninu á fötlun.
Samningurinn byggist á félagslegu sjónarhorni á
fötlun og er fötlun skilgreind sem „samspil milli
fólks með skerðingar annars vegar og umhverfis
og viðhorfa hins vegar sem hindra fulla og ár-
angursríka samfélagsþátttöku til jafns við aðra“
(samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi
fatlaðs fólks, 2006). Ef hugtakið öldrun er skoð-
að út frá lagalegu sjónarhorni er eingöngu not-
ast við þá skilgreiningu „að eldast“ eða „sá sem
hefur náð 67 ára aldri“ (lög um málefni aldraðra
nr. 125/1999). Þannig má sjá að það eina sem
þessi hópur, eldri borgarar, á sameiginlegt er að
vera 67 ára eða eldri.
Í iðnvæddum löndum er stærstur hluti fatlaðs
fólks kominn á eftirlaunaaldur. Hins vegar er
litið á skerðingu sem eðlilega þróun þegar fólk
eldist og oft ekki litið á aldraðan einstakling sem
fatlaðan þó að viðkomandi búi við einhverja
skerðingu. Yfirleitt einskorðast hugtakið fötlun
við fólk sem ekki er komið á eftirlaun. Munur
er á því að eldast með fötlun og að eldast „inn í“
fötlun (e. aging with a disability og aging into a
disability) (Priestley, 2003). Þau sem eldast með
fötlun fæðast með einhverja skerðingu eða fá
hana fyrir 67 ára aldur en þau sem eldast „inn í“
fötlunina fá skerðingu eftir að ná eftirlaunaaldri.
Það geta t.d. verið elliglöp og alzheimer-sjúk-
dómur, sjón- og heyrnarskerðing og erfiðleikar
við að ganga. Samfélagið hefur „normalíserað“
skerðingar meðal aldraðra en ekki hjá börnum,
ungmennum og yngra fullorðnu fólki. Þannig er
einstaklingur sem fatlast fyrir 67 ára aldur talinn
tilheyra hópi fatlaðs fólks en ef viðkomandi fatl-
ast eftir 67 ára aldur er hann einungis talinn
aldraður (Priestley, 2003).
Lög og alþjóðlegar samþykktir
Í lokaverkefninu mínu var öldrunarþjónusta
skoðuð út frá þeirri mannréttindanálgun sem
þroskaþjálfar beita í sínum störfum. Því er
nauðsynlegt að skoða bæði íslensk lög sem snúa
að þjónustu við eldri borgara og þær alþjóðlegu
samþykktir sem eru fyrir hendi til verndunar
réttindum þessa hóps.
Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga (nr.
var gefin út árið 2002. Bent hefur verið á að hún
gæti verið góður grunnur að sértækum samn-
ingi fyrir réttindi aldraðra. Markmið áætlunar-
innar er að skapa samfélag fyrir alla, óháð aldri
(Sameinuðu þjóðirnar, 2002).
Eins og fyrr sagði hafa ýmis hagsmunafélög
eldri borgara úti um allan heim kallað eftir því
að samningur um réttindi aldraðra verði skrifað-
ur. Mannréttindanefnd Ástralíu hefur til dæmis
verið mjög virk í réttindabaráttu aldraðra og
kallað eftir því að slíkur samningur verði gerður.
Einnig benda þau á að mannréttindi eldri borg-
ara séu sjaldan í brennidepli í gildandi mann-
réttindasáttmálum sem leiði til þess að hætta
sé á að stjórnvöld um heim allan horfi fram
hjá þessum hópi og hann gleymist (Australian
Human Rights Commission, 2014).
Umræður og starf þroskaþjálfa innan
öldrunarþjónustu
Þegar umfjöllun ritgerðarinnar er tekin saman
má greinilega sjá að margt er sammerkt með að-
stæðum fatlaðs fólks og eldri borgara. Þá virð-
ist vera grundvöllur fyrir þroskaþjálfa og þá
hugmyndafræði og gildi sem þeir vinna eftir
að starfa í öldrunarþjónustu. Með því að beita
mannréttindanálgun í allri þjónustu við aldrað
fólk, líkt og markvisst er stefnt að í þjónustu við
fatlað fólk, mætti betur tryggja rétt eldra fólks
sem fullgildra samfélagsþegna til jafns við aðra.
Þannig mætti ýta undir það viðhorf að líta beri á
eldri borgara sem fullgilda borgara en ekki sjúk-
linga eða íbúa stofnana.
Margar starfsstéttir koma að starfi með eldri
borgurum en flestar þeirra tilheyra heilbrigð-
iskerfinu, sem gerir starfið sjálfkrafa mjög bein-
tengt því kerfi. Því er áhugavert að skoða hvernig
starf þroskaþjálfa gæti bætt líf eldri borgara því
þroskaþjálfar leggja ríka áherslu á að virða sjálf-
ræði og sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins og
veita honum ráðgjöf og stuðning við hin ýmsu
verkefni sem daglegt líf býður upp á.
Í öldrunarþjónustunni virðist áherslan frekar
vera á hæfingu og endurhæfingu eða að bjóða
upp á viðeigandi stofnanaþjónustu. Samkvæmt
hugmyndafræði sem þroskaþjálfar starfa eftir
á að sporna gegn stofnanamenningu og veita
einstaklingsmiðaða og persónulega þjónustu
út frá óskum og þörfum hvers og eins. Hægt er
að draga þá ályktun að starf þroskaþjálfa myndi