Þroskaþjálfinn - 2024, Blaðsíða 15

Þroskaþjálfinn - 2024, Blaðsíða 15
28 29 Heimildir: Manyika, J., Dean, J., Hassabis, D., Croak, M. and Pichai, S. (2023, 16. janúar). Why we focus on AI (and to what end). Google AI. https:// ai.google/why-ai/?_gl=1*17oqx61*_up*MQ..*_ ga*NTUxMzc1LjE2OTc1NTg4NDA.*_ga_KFG60X- 3H7K*MTY5NzU1ODg0MC4xLjAuMTY5NzU1ODg- 0MC4wLjAuMA Europian Parliament News (e.d.). What is artificial intelligence and how is it used? https://www.europarl. europa.eu/topics/en/article/20200827STO85804/what- is-artificial-intelligence-and-how-is-it-used Zhang, C. og Lu, Y. (2021). Study on artificial intelli- gence: The state of the art and future prospects. Journal of Industrial Information Integration, 2021(23), 1-9. https://doi.org/10.1016/j.jii.2021.100224 Garg, S. og Sharma, S. (2020). Impact of Artificial Intelligence in Special Need Education to Promote Inclusive Pedagogy. International Journal of In- formation and Education Technology, 10(7), 523-527. http://www.ijiet.org/vol10/1418-ET004.pdf Church of Greece (e.d.). Biographical Note. https:// www.churchofgreece.eu/en/the-office-director-en/ Berglindar Bergsveinsdóttur og Vilborgar Jóhannsdóttur (2015) um sérþekkingu, þróun í starfi og viðhorf reyndra þroskaþjálfa til nýrra áskorana lýsa því að þroskaþjálfar eigi fullt erindi inn á vettvang öldrunarþjónustu. Í starfskenningu þroskaþjálfa seg- ir að sérstaða stéttarinnar felist meðal annars í því að þroska- þjálfar geti starfað með fólki á öllum aldri sem býr við skerðingu (Þroskaþjálfafélag Íslands, 2007). Hér er því hægt að túlka það sem svo að menntun og reynsla þroskaþjálfa gæti nýst vel á vett- vangi öldrunarþjónustu. Fræðilegur bakgrunnur og skilgreining hugtaka Fræðilegur bakgrunnur verkefnisins byggist á fötlunarfræði en sú fræðigrein leggur áherslu á félagsleg sjónarhorn á fötlun og hvernig um- hverfi, samfélag og menning skapa og viðhalda fötlun. Rannsóknarspurning verkefnisins snýr að þeirri mannréttindamiðuðu nálgun sem þroskaþjálfar starfa eftir og byggist á mann- réttindasjónarhorninu á fötlun. Mannréttinda- sjónarhornið leggur áherslu á skilning á fötlun byggðan á mannréttindum og þróaðist út frá réttindabaráttu fatlaðs fólks og fatlaðra aðgerða- sinna. Ein mikilvægasta birtingarmynd þessa sjónarhorns er samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (2007). Þegar hugtökin öldrun og fötlun eru skoðuð í tengslum við mannréttindasamninga og lög virðist réttindabarátta fatlaðs fólks talsvert lengra komin en réttindabarátta eldri borgara. Alþjóðasáttmáli sem tryggir réttindi fatlaðs fólks er þegar til, samningur Sameinuðu þjóð- börnin þurfi að hafa ákveðna grunnhæfni til að geta notað vélmennin og að yfirfærsla af sam- skiptum barna við vélmenni verður ekki sjálf- krafa yfir á samskipti við mannfólk. Til að gervigreindin beri sem bestan árangur þarf að hafa fjármagn og þekkingu til að uppfæra tækin og aðlaga að hverjum einstaklingi fyrir sig í samráði við sérfræðinga og þá sem standa barninu næst, oftast bæði foreldra, kennara og meðferðaraðila. Mikill ávinningur í framtíðinni Að lokum ítrekar dr. Kavaliotis að í framtíð- inni verði ávinningur af notkun gervigreind- ar í vinnu með fólki með einhverfu mikill þar sem allt bendi til þess að gervigreind geti bæði leyst sérfræðinga af hólmi þegar kemur að því að greina einhverfu og aðrar skyldar rask- anir í gegnum fjarfundarbúnað á mun meiri hraða og af meiri nákvæmni en sérfræðingar á grein ingarstöðvum ráða við. Einnig sé hægt að nota tæknina fyrir markvissa og árangursríka snemmtæka íhlutun fyrir börn með einhverfu sem felist meðal annars í þjálfun og kennslu með aðstoð gervigreindar. Þannig megi bæði spara samfélaginu í heild verðmætan tíma og mikla fjármuni, að ekki sé talað um þá tilfinningalegu og vitsmunalegu framför og auknu vellíðan og öryggi sem snemmtæk íhlutun getur veitt börn- um á einhverfurófi (Kavaliotis, munnleg heim- ild, 23. október 2023). Ég heiti Laufey Helga og er 23 ára verðandi þroskaþjálfi. Ég út- skrif aðist með BA-gráðu í þroska- þjálfafræðum vorið 2023 og klára starfsréttindanám núna í vor, 2024. Ég tók þá ákvörðun að verða þroskaþjálfi mjög ung að aldri og hóf störf á sambýli fyrir eldri borg- ara með þroskahömlun um leið og ég hafði aldur til. Þar starfaði ég samhliða þroskaþjálfanáminu í rúmlega tvö ár og á þeim tíma áttaði ég mig á því hve margt væri líkt með aðstæðum eldri borgara og fatlaðs fólks. Oft eru réttindi beggja þessara hópa, fatlaðs fólks og eldri borgara, ekki nægjan- lega virt. Vegna þessa fannst mér áhugavert að skoða hvort grundvöllur væri fyr- ir þroskaþjálfa að starfa í öldrunarþjónustu og hvort sú mannréttindamiðaða nálgun sem þeir starfa eftir gæti nýst á þeim vettvangi. Lokaverkefnið mitt fjallar um hvernig sú mann réttindamiðaða nálgun sem þroskaþjálf- ar starfa eftir gæti nýst í öldrunarþjónustu. Verk efnið er fræðileg heimildaritgerð byggð á fjölbreyttum heimildum, bæði íslenskum og erlendum. Ritgerðin skiptist í þrjá kafla: Fræði- legan bakgrunn, lagalegan ramma og starf þroskaþjálfa. Rannsóknarspurning verkefnisins er eftirfarandi: „Getur sú mannréttindanálgun sem þroskaþjálfar starfa eftir nýst í öldrunar- þjónustu?“ Mikilvægi þessa verkefnis felst fyrst og fremst í því að draga athygli þroskaþjálfa og þroskaþjálfanema að sístækkandi þjónustuhópi og nýjum vettvangi. Til þessa hefur lítið verið fjallað um öldrunar- þjónustu á vettvangi þroskaþjálfa. Þó bendir margt til þess að vettvangur þroskaþjálfa fari ört stækkandi og að öldrunarþjónusta gæti verið hluti af þeirri þróun. Viðmælendur rannsóknar Mannréttindamiðuð nálgun í öldrunarþjónustu Laufey Helga Ragnheiðardóttir Laufey Helga Ragnheiðardóttir

x

Þroskaþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.