Skessuhorn - 29.05.2024, Síða 2
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 20242
Það gerðist
þennan dag
Dagurinn í dag, 29. maí, er 150.
dagur ársins sem þýðir að það
eru 216 dagar eftir af árinu. Á
þessum degi árið 1947 rakst far-
þegaflugvél frá Flugfélagi Íslands
á Hestfjall í Héðinsfirði og fórust
allir sem voru um borð. Slysið
er eitt mannskæðasta flugslys
sem orðið hefur á Íslandi en
25 manns létust í slysinu. Árið
1953 náðu Edmund Hillary og
Tenzing Norgay tindi Everest
fjalls fyrstir manna og árið 1971
var afhjúpaður minnisvarði um
Bjarna Benediktsson forsætis-
ráðherra, konu hans og dóttur-
son á Þingvöllum en þau fórust
þar í eldsvoða árið áður. Óeirðir
brutust út í úrslitaleik Evrópu-
keppni meistaraliða milli Liver-
pool og Juventus árið 1985 á
Heysel leikvanginum í Belgíu
með þeim afleiðingum að 38
áhorfendur létust og 600 slös-
uðust. Árið 2008 varð jarðskjálfti
á Suðurlandi og mældist 6,2 stig
á Richter kvarða og olli töluverði
tjóni, mest á Selfossi.
Veðurhorfur
Á fimmtudag má búast við suð-
vestan 8-15 m/s, hvassast norð-
vestan til. Víða dálítil rigning
en þurrt að kalla seinni part-
inn og léttir þá til norðan- og
austanlands. Hiti 8 til 17 stig,
hlýjast á Austurlandi. Á föstu-
dag og laugardag eru líkur á suð-
vestan 8-15 og vætu með köflum
en yfirleitt þurrt og bjart á Norð-
austur- og Austurlandi. Hiti
breytist lítið. Á sunnudag verður
ákveðin suðvestan- og vestan-
átt og sums staðar dálítil væta en
bjartviðri á Austurlandi. Hiti 8 til
16 stig, mildast austanlands.
Spakmæli
vikunnar
Bros kostar minna en rafmagn en
ber meiri birtu.
Vestlendingur
vikunnar
Sjómannadagurinn er næstkom-
andi sunnudag og í tilefni dags-
ins er vel við hæfi að allir sjó-
menn í landshlutanum séu Vest-
lendingar vikunnar að þessu
sinni. Til hamingju sjómenn!
JULIANA GRAND OASE 25.6 m²
Með grunnfestingu kr. 4.082.000
HALLS QUBE+ / 13m²
Með grunnfestingu kr. 946.054
JULIANA VERANDA 12.9 m²
Með grunnfestingu kr. 1.435.000
KAMÍNUR fyrir garðhúsið!
Við seljum kamínur, reykrör
og fylgihluti og gerum tilboð í
uppsetningu á garðhúsum.
JULIANA JUBII / 15,1m²
Með grunnfestingu kr. 2.032.000
JULIANA ORANGERI 15.2m²
Með grunnfestingu kr. 2.201.000
HALLS QUBE+ 6.6 m²
Með grunnfestingu kr. 699.975
HALLS QUBE LEAN-TO 7.1 m²
Með grunnfestingu kr. 544.356
Garðhúsin okkar eru tilvalin
til að bjóða vinum í hitting
þar sem þið njótið samveru
ásamt blómailms.
Skoðaðu úrvalið
á heimasíðu okkar
www.uxhome.is
Uppl. s. 888 0606
Garðhús
& Sólskálar
Sýningahús
í Reykjavík
Sýningahús
Akureyri
MADE IN
DENMARK
Alltaf skjól og gott veður!
Veldu
heimilið
UXhome.is
JULIANA GRAND OASE 13 m²
Með grunnfestingu kr. 2.087.000
JULIANA GRAND OASE 18,8 m²
Með grunnfestingu kr. 2.473.000
VR hefur birt niðurstöður könnunar
um Fyrirtæki ársins 2024. Voru þær
kynntar við hátíðlega athöfn í Hörpu
sl. fimmtudag og afhentar viður-
kenningar til fyrirtækja í þremur
stærðarflokkum. Þessi könnun VR
er stærsta vinnumarkaðsrannsókn á
Íslandi og á sér yfir aldarfjórðungs
sögu. Gallup lagði könnunina fyrir
og sá um úrvinnslu niðurstaðna.
Í flokki stórra fyrirtækja, með 70
eða fleiri starfsmenn, var Límtré
Vírnet, en einnig Garri og NetApp.
Í flokki meðalstórra fyrirtækja, þar
sem starfa 30-69, voru fyrirtækin
Hringdu, Reykjafell og Toyota á
Íslandi. Loks í flokki lítilla fyrir-
tækja, þar sem starfa færri en 30,
voru fyrirtækin Arango, Kjólar &
Konfekt og Mjúk Iceland.
Í könnun VR er spurt um viðhorf
til níu lykilþátta í innra starfs-
umhverfi fyrirtækja. Þetta eru:
stjórnun, starfsandi, launakjör,
vinnuaðstaða, sveigjanleiki, sjálf-
stæði í starfi, ímynd fyrirtækis,
ánægja og stolt auk jafnréttis.
mm
Nýlega fóru fram mælingar á dýpi
og þykkt setlaga á sjávarbotni
Grundarfjarðar. Mælingarnar og
úrvinnsla úr þeim eru liður í undir-
búningi vegna mögulegrar efnis-
töku af sjávarbotni, en Grundar-
fjarðarhöfn vinnur nú að nýrri
umsókn um efnistökuleyfi vegna
frekari landfyllinga og hafnar-
framkvæmda á komandi árum.
Fram kemur á vef Grundarfjarðar
að það var Köfunarþjónustan ehf.
sem annaðist mælingarnar með
fjölgeislamæli og söfnuðust alls
rúmlega sex milljónir mælipunkta.
Þeim hefur nú verið raðað í
eina samfellda mynd af lögun
botnsins og henni komið fyrir í
vefsjá bæjarins, ásamt dýpislínum.
Dýpið er sýnt með litaskala sem
er rauðleitur á grynningum en
verður blár þar sem dýpið er meira,
rúmlega 20 metrar.
Með því að smella á dýpislínurnar
á kortinu fást upplýsingar um
dýpið þar sem hver lína liggur.
Eldra efnistökusvæði á sjávarbotni
kemur skýrt fram á botnmyndinni.
Dýpið miðast við sjávarborð við
stórstraumsfjöru. Það var Alta
ehf. sem annaðist gagnavinnslu
úr mælingunum og framsetningu
upplýsinganna þannig að skoða
mætti þær í vefsjánni. Hægt er
að skoða hlekk á vefsjána á vef
bæjarins en haka þarf við línuna
„Hafsbotn“ og þar undir er hægt að
velja botnmynd og dýpislínur.
vaks
Mælingar á
sjávarbotni Grundarfjarðar
Límtré Vírnet
eitt af fyrirtækjum
ársins hjá VR
Mynd af sjávarbotni Grundarfjarðar. Ljósm. grundarfjordur.is
Fulltrúar Límtrés Vírnets stoltir með sína viðurkenningu. Ljósm. aðsend