Skessuhorn - 29.05.2024, Síða 4
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 20244
Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Prentútgáfa Skessuhorns kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er til hádegis
á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega í síma
433 5500 eða á auglysingar@skessuhorn.is
Skessuhorn býður þrjár leiðir til áskriftar. 1) Skessuhorn er prentað í 3.200 eintökum og selt
til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 4.575 krónur með vsk. á mánuði. 2) Rafræn
áskrift (PDF áskrift að blaði) kostar 3.585 kr. 3) Vefáskrift að www.skessuhorn.is kostar 1.998
krónur á mánuði. Áskrifendum blaðs býðst 50% afsláttur af vefáskrift vilji þeir bæta henni
við og greiða þá 999 kr. Pöntunarform fyrir allar áskriftarleiðir er á skessuhorn.is
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Bergþóra Björnsdóttir bb@skessuhorn.is
Hafþór Ingi Gunnarsson hig@skessuhorn.is
Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Tinna María Ólafsdóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Siggi Sigbjörnsson umbrot@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Nóg að gera
næstu daga
Það er mikið um að vera í þjóðlífinu þessa dagana. Á sama tíma og
árstíðarbundnar annir standa yfir til sjávar og sveita eru skólarnir að útskrifa
nemendur. Við segjum í dag frá útskriftum í þremur framhaldsskólum í
landshlutanum þar sem ungt og glæsilegt fólk leggur ákveðinn kafla að
baki sér og bankar á næstu dyr. Hjá flestum þeirra á það fyrir að liggja að
hefja háskóla- eða annað framhaldsnám og þá gjarnan fjarri heimabyggð.
Eftir að framhaldsskólar urðu í öllum landshlutum er unga fólkið þannnig
í fyrsta skipti að hleypa heimdraganum á þessum tímapunkti. Reyndar er
fjarnám á háskólastigi sífellt að verða aðgengilegri kostur og jafnvel hægt
að stunda atvinnu samhliða því. Hver og einn getur ráðið námshraða sínum
og því unnið samhliða námi kjósi viðkomandi svo. Merkileg þróun hefur
verið að eiga sér stað, tækniframfarir sem gefa möguleika á að draga úr
skuldasöfnun á námstímanum. Fólk þarf ekki að hafa tvöfalda búsetu að
vetrinum og margir sem njóta þeirra forréttinda að búa í foreldrahúsum
á meðan á námi stendur. Þetta eins og annað er því að breytast, þökk sé
meðal annars miklu öflugri fjarskiptum en voru fyrir örfáum árum, aukinni
tækniþekkingu og sveigjanleika bæði skólanna og unga fólksins.
Þjóðin undirbýr sig nú andlega fyrir kosningu sjöunda forseta lýðveldisins
á laugardaginn. Margir gefa kost á sér en einungis einn verður út valinn.
Ef marka má kannanir um fylgi frambjóðenda er beinlínis útilokað að spá
fyrir um úrslitin. Að einhverju leyti mun það ráðast af gengi frambjóðenda
í kappræðum næstu daga, en einnig fjölmörgu öðru. Veðrið gæti jafnvel
spilað inn í kjörsókn. Margir hafa takmarkaðan eða engan áhuga á að nýta
rétt sinn til áhrifa og munu sitja heima. Þannig hefur þróunin verið í síðustu
kosningum og hæpið að það breytist nú. Svo eru aðrir sem eru bókstaflega
með þessar kosningar á heilanum og fara óðslega til að afla sínum fylgis.
Ef eitthvað er að marka þessar kannanir get ég sagt fyrir mína parta að ég
uni að sjálfsögðu niðurstöðunni. Fjórir eða fimm hafa raunhæfa möguleika,
ef aftur er að marka kannanir, og allt er þetta sómafólk. Í ljósi þess að ég
er mjög fylgjandi beinu lýðræði hvet ég alla sem kosningarétt hafa til að
mæta á kjörstað. Saman eigum við einnig að hvetja unga fólkið til að hafa
áhrif og ættum að benda því á að það er hreint ekki sjálfsagður réttur í
öllum löndum að fá að hafa slík áhrif. Við eigum að benda unga fólkinu á
að virða þau forréttindi sem í lýðræðinu felst, láta rödd sína heyrast þegar
óskað er eftir því. Það er svo aftur allt annað mál hvort ég er sáttur við þetta
fyrirkomulag við forsetakjör. Því þarf snarlega að breyta að kosið verði milli
þeirra tveggja sem mest fylgi fá í fyrri hluta kosningar. Setjum sem svo að
á laugardaginn verði kosinn forseti með kannski fjórðungs fylgi á bakvið
sig, er það hreint ekki vænleg staða, ekki síst fyrir þann sem verður valinn.
Einhverra hluta vegna hefur Alþingi ekki ráðist í þessa breytingu á lögum
um kjör forseta Íslands en vonandi verður brugðist við því.
Framundan um næstu helgi er einnig sjómannadagurinn og hátíðarhöld
þeim tengd. Mikilvægt er að við sem þjóð heiðrum þessa stétt fólks og
fögnum með sjómönnum og fjölskyldum þeirra. Engri starfsstétt annarri
eigum við Íslendingar meira að þakka. Hér á Vesturlandi eigum við
sem betur fer blómlegar byggðir þar sem sjávarútvegur er enn kjölfesta
atvinnulífs, enda steinsnar frá gjöfulustu fiskimiðum í heimi. Þar blómstrar
togaraútgerð krydduð með smærri bátum og skipum, ekki síst yfir
sumartímann. Það er gaman að koma til Rifs, Ólafsvíkur og Grundarfjarðar
sérstaklega, finna og sjá hvernig hafnirnar eru áfram lífæð þessara byggða.
Hvar mönnum hefur tekist að halda veiðiheimildum innan byggðarlags,
byggja upp og fjárfesta, í stað þess að selja kvótann í burtu og telja sinn
skjótfengna gróða.
Ég óska námsfólki til hamingju með áfangann, sjómönnum til hamingju
með daginn og þjóðinni að vel gangi að kjósa nýjan forseta lýðveldisins.
Magnús Magnússon
Fyrsti lax sumarsins er kominn á
land. Hann var veiddur á mánu-
dagsmorgun í Skugga í Borgar-
firði og veiðimaðurinn var Mik-
ael Marinó Rivera, Reykvíkingur
ársins í fyrra. Fiskurinn var 84 cm,
nýgengin og falleg hrygna. Jón Þór
Júlíusson segir að árin 2021 og ´22
hafi fyrstu laxar sumarsins einmitt
verið veiddir í Skugga.
Vatnsbúskapur ánna er góður um
þessar mundir og er laxinn byrj-
aður að mæta í árnar. Lax hefur til
að mynda sést í Laxá í Kjós. Þegar
árnar almennt fara að hreinsa sig
eftir lægð helgarinnar mun hann að
líkindum sjást víðar. Formleg veiði
hefst í Þjórsá að morgni laugardags-
ins 1. júní og síðan í ánum koll af
kolli eins og venja er til.
gb
Land og skógur auglýsir nú eftir
áhugasömu fólki sem vill taka þátt
í vöktunarverkefninu Landvöktun
- lykillinn að betra landi. Þátttak-
endur leggja þar með lóð á vogar-
skálina við söfnun gagna sem notuð
eru við mat á ástandi gróðurs og
jarðvegs á öllu landinu.
Vöktunarverkefnið er hluti af
Grólind, verkefni sem ætlað er að
gera með reglubundnum hætti
heildarmat á ástandi gróður- og
jarðvegsauðlinda landsins og þróa
sjálfbærnivísa fyrir nýtingu þess-
ara auðlinda. „Mælingarnar sem
þátttakendur safna verða notaðar
við ástandsmat á stöðu gróðurs og
jarðvegs á öllu landinu. Gögnin
eru almannaeign og því geta þátt-
takendur notað þau að vild. Þær
aðferðir sem notaðar eru við vökt-
unina eru í stöðugri endurskoðun
og þátttakendur geta haft mikil
áhrif á hvað mælt er,“ segir í til-
kynningu frá Landi og skógi.
Stofnunin hvetur allt áhugasamt
fólk til að taka þátt í landvöktuninni,
svo sem landeigendur, bændur og
ýmsa hópa, stóra og smáa. „Því
fleiri sem stökkva á vagninn, því
betur gengur Grólindarverkefnið
og þar með fást meiri og betri gögn
til að taka upplýstar ákvarðanir í
sameiningu um landnýtingu.“
mm
Klukkan 8:40 síðastliðinn
fimmtudagsmorgun barst björg-
unarsveitum á Snæfellsnesi útkall
þar sem koma þurfti vélarvana báti
til aðstoðar. Ekki var um strand-
veiðibát að ræða, eins og flestir
bjuggust við, heldur var það
Steinunn SH, snurvoðarbátur frá
Ólafsvík, sem hafði fengið nótina
í skrúfuna og við það hafði gír
brotnað. Skipið var þá statt út af
Krossnesvita norðan við Kirkjufell.
Áður en aðstoð barst höfðu skip-
verjar skorið nótina frá skrúfunni
og lá hún í sjónum við bátinn og
var sótt af öðru skipi. Það var svo
björgunarskipið Björg frá Rifi sem
tók skipið í tog. Komu þau til Ólafs-
víkur um hádegisbil. Gott veður var
á svæðinu, hæg vest-norðvestan átt,
hægur sjór og lítið rek. Engin hætta
steðjaði að mannskapnum um borð.
mm
Steinunn SH tekin í tog til Ólafsvíkur
Hér er verið að koma tóg á milli Bjargar og Steinunnar og dráttur að hefjast til
Ólafsvíkur. Ljósm. aðsend
Björgin með
Steinunni í togi.
Ljósm. Landsbjörg
Lýst eftir þátttakendum í Landvöktun
Fyrsti lax sumarsins
kominn á land úr Skugga
Mikael Marinó Rivera á mánu-
dagsmorgun með fyrsta lax
sumarsins í Skugga í Borgarfirði.