Skessuhorn - 29.05.2024, Side 12

Skessuhorn - 29.05.2024, Side 12
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 202412 Á fundi bæjarráðs Akraneskaup- staðar 16. maí síðastliðinn var tekið fyrir erindi frá Akraneskirkju vegna skila á Skólabraut 9, sem í dag- legu tali er kallað Gamli Iðnskól- inn, en var barnaskóli í upphafi eða árið 1912. Í bréfi Akraneskirkju kemur fram að kirkjan fékk hús- næðið afhent frá Akraneskaupstað með gjafasali 23. apríl 2008. „Frá árinu 2008 hefur kirkjan einkum nýtt húsnæðið fyrir barna- og ung- lingastarf sem fer fram yfir veturinn og nokkrar vikur á sumrin þegar hið vinsæla ævintýranámskeið er haldið. Þá hefur húsnæðið einnig nýst vel við fjölmennar útfarir þegar bæta þarf við sætum. Húsið hefur verið notað fyrir ýmsa aðra viðburði og fjölbreytta starfsemi kirkjunnar. Í húsnæðinu er einnig þvottahús fyrir kirkjuna og geymslur. Margir hafa einnig sótt í að halda viðburði í hús- inu, svo sem listsýningar og tónleika. Húsið hefur því verið vel nýtt af kirkjunni og fleiri haft afnot af hús- inu, íbúum bæjarins til ánægjuauka.“ Í bréfinu segir einnig að Akranes kirkja sé rekin á sóknar- gjöldum sem rétt nái að standa undir safnaðarstarfi og daglegum rekstri, sem og viðhaldi kirkjunnar og safnaðarheimilisins. Söfnuð- urinn hafi ekki haft bolmagn til að viðhalda húsinu sem skyldi og enn síður tök á að ráðast í þá endur- nýjun og lagfæringar sem þörf er á. „Eins og fulltrúar bæjarins hafa séð, er þeir komu að skoða húsið, hefur Gamli Iðnskólinn mikið látið á sjá og er farið að leka sem veldur frekara tjóni. Viðhald hússins má því ekki dragast mikið lengur. Ekki hefur verið gerð kostnaðaráætlun vegna viðgerða á Gamla Iðnskól- anum en ljóst er að þar er um verulegar fjárhæðir að ræða. Akranessókn sér ekki annan kost í stöðunni en að skila húsinu, en er tilbúin í viðræður um vörslu hússins og samnýtingu ef Akra- neskaupstaður sér ávinning af því. Við teljum að húsið gæti komið sér vel, bæði fyrir Akraneskaupstað og kirkjuna. Samnýting beggja aðila gæti hentað vel, þar sem báðir aðilar eru oft með viðkvæma hópa af fólki í þjónustu og vantar oft rými þar sem hægt er að vera í næði. Mögulega væri hægt að gefa húsinu fjölbreytt hlutverk ef það yrði endurbætt og lagað. Nálægð Gamla Iðnskólans og Safnaðarheimilisins Vinaminnis er mikil og það er kirkjunni í hag að í húsinu sé starfsemi sem fer vel með hlutverki og störfum kirkj- unnar,“ segir í bréfi Akraneskirkju. Í gjafaafsalinu frá 2008 kemur fram að eftirfarandi kvaðir eru áskildar af hálfu Akraneskaupstaðar og fylgja gjöfinni: Húsnæðið verði notað undir starfsemi Akraneskirkju, viðhald húss og lóðar verði með sama hætti og er á öðrum eignum kirkjunnar, hafi Akraneskirkja ekki lengur not fyrir húsnæðið skal því skilað aftur ásamt lóð til Akra- neskaupstaðar án endurgjalds og óheimilt er að veðsetja húsið fyrir lántökum eða öðrum kvöðum. Í fundargerð segir að bæjar- ráði þyki miður sú staða sem upp sé komin og rakið er með skýrum hætti í erindinu og megi fyrst og fremst rekja til fjárhagslegrar stöðu Akranessóknar. Bæjarráð óskaði umsagnar skipulags- og umhverfis- ráðs varðandi möguleg not hússins fyrir Akraneskaupstað og varðandi ástand mannvirkisins. Bæjarráð fól jafnframt bæjarstjóra frágang lög- gerninga og annars sem tilheyrir breyttu eignarhaldi hússins. vaks Við forsetakosningarnar 1. júní næstkomandi verður í fyrsta skipti einungis kosið í fjórum kjör- deildum í sveitarfélaginu Borgar- byggð, en ekki sex eins og í mörgum undangengnum kosningum. Nú verður kosið í Borgarnesi, Lindar- tungu, Þinghamri og á Klepp- járnsreykjum. Undir lok árs 2022 samþykkti sveitarstjórn breytingar á samþykktum sveitarfélagsins sem fólu í sér þessa fækkun. Búið er að fella niður kjördeildir í Lyngbrekku á Mýrum og á Brúarási í Hálsaveit. Í Borgarnesdeild kjósa nú íbúar á svæðinu milli Hítarár og Gljúf- urár, á Hvanneyri og í Andakíl. Í Lindartungukjördeild kjósa íbúar á svæðinu milli Hítarár og Haf- fjarðarár. Í Þinghamarskjördeild kjósa íbúar í Stafholtstungum, Norðurárdal, Bifröst og Þver- árhlíð. Loks í Kleppjárnsreykja- kjördeild kjósa íbúar Bæjarsveitar, Lundarreykjadals, Flókadals, Reykholtsdals, Hvítársíðu og Hálsasveitar. mm FORVAL Brákarhlíð fasteignafélag óskar eftir umsóknum verktaka til að taka þátt í útboði á byggingu fjölbýlishúss við Borgarbraut 63 í Borgarnesi. Húsið verður íbúðarhús á 4. hæðum með 12 námsmannaíbúðum og 12 íbúðum fyrir almennan markað, ásamt kjallara og bílageymslu. Valdir verða 4-5 verktakar til þátttöku í útboðinu. Forvalsgögn verða afhent rafrænt á vef Dynju frá og með n.k. þriðjudag 28. maí. Beiðni um aðgang að forvalsgögnum veitir Dýrfinna Arnardóttir dyrfinna@dynja.is Umsóknum skal skila inn til Dynju ehf, Krókhálsi 5, 110 Reykjavík eigi síðar en 5.júní 2024 kl:14:00. Akraneskirkja skilar Gamla Iðnskólanum Gamli Iðnskólinn við Skólabraut. Ljósm. vaks Kjördeildum við forsetakosningar fækkað í Borgarbyggð Svipmynd úr Borgarneskjördeild 2012. Ljósm. úr safni Skessuhorns.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.