Skessuhorn - 29.05.2024, Side 14

Skessuhorn - 29.05.2024, Side 14
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 202414 Boðskort Kæru Borgnesingar, næstsveitungar og aðrir velunnarar Björgunarsveitarinnar Brákar. Þann 2. júní næstkomandi er fyrirhuguð vígsla nýs húss okkar að Fitjum í Borgarnesi. Vígslan hefst klukkan 14:00 með stuttri athöfn. Að henni lokinni verður boðið upp á léttar kaffiveitingar auk þess sem húsið verður opið almenningi til sýnis. Hlökkum til að sjá þig/ykkur Með þakklætiskveðju Björgunarsveitin Brák Borgarnesi Barnamenningarhátíð Akranes- kaupstaðar var sett með formlegum hætti síðasta fimmtudag þegar öllum mennta- og menningar- stofnunum kaupstaðarins var afhent bókin Sjónarafl: Þjálfun í mynd- læsi. Bókin er hluti af verkefni Lista- safns Íslands sem miðar að því að auka aðgengi barna og ungmenna að menningarfi þjóðarinnar sem finna má í söfnum landsins. Sjónar- afl er byggt á þróunarverkefni sem fræðsludeild Listasafns Íslands hefur unnið að undanfarin ár og byggir á alþjóðlegum rannsóknum í mynd- læsi. Kennsla í myndlæsi eykur þekkingu yngri safngesta á myndlist, eflir gagnrýna hugsun, rökhugsun og hugtakaskilning ásamt því að þjálfa nemendur í virkri hlustun og skoðanaskiptum. Fram kemur á vef Akraneskaup- staðar að á Barnamenningarhátíð í ár er þemað Skrímsli. Hátíðardag- skrá stendur yfir frá 23. – 31. maí og þar má finna fjölbreytt úrval af smiðjum og afþreyingu fyrir börn á öllum aldri og fjölskyldur þeirra. „Lögð verður áhersla á náttúruperlurnar okkar, fjörurnar, á hátíðinni og hefur að því tilefni verið útbúinn nýr fræðsluvefur og samantekt um fjörurnar sem faðma bæinn okkar ásamt því að upplýs- ingaskiltum hefur verið komið fyrir í fjörunum þar sem bæjarbúar og gestir okkar geta skannað QR kóða og fundið umrædda fræðslu- síðu.“ Öll börn í leik- og grunn- skólum kaupstaðarins fengu einnig afhendan bækling með fræðslu um fjörurnar og upplýsingum um dag- skrá hátíðarinnar. „Til þess að tengja þema hátíðarinnar og fjörurnar okkar saman eru börn í leik- og grunnskólum í samvinnu við kennara, starfsfólk menningarstofnana og frístundar að vinna glæsileg verkefni í völdum fjörum, þar sem börnin skapa sitt eigið sæskrímsli. Upplýsingar um verkefnin eru væntanleg á fjörusíðuna og verða kynnt sérstaklega á öllum miðlum. Að barnamenningarhátíð lokinni viljum við benda á lokafögnuð Barnamenningarhátíðar þar sem Akraneskaupstaður tekur höndum saman með Listahátíð í Reykjavík. Um er að ræða flutning á verkinu Sæskrímslin, götuleikhússýningu Sirkushópsins Hringleiks sem frumflutt verður á Listahátíð í Reykjavík þann 1. júní. Sæskrímslin hefja ferð sína í höfuðborginni og fara svo á Akranes, Ísafjörð, Húsavík og Neskaupstað og allir þessir viðburðir eru hluti af Listahátíð. Viðburðurinn verður 4. júní í Akraneshöfn klukkan 17.15, rétt á undan kvikmyndahátíð Grundaskóla,“ segir á vef Akraneskaupstaðar. vaks Söguhópurinn Kellingar stefnir á að vera með viðburð á sjómanna- daginn, sunnudaginn 2. júní á Akranesi. Komið verður saman á Akratorgi kl. 13:30 en sögu- gangan fjallar um upphaf skólahalds á Akranesi. „Gangan hefst á Akratorgi og síðan verður gengið um miðbæinn. Allir eru velkomnir. Það liggur mikil vinna að baki göngunnar og væntum við að fá sem flesta með okkur í röltið. Í ár heitir gangan Í skól- anum, í skólanum...,“ segir í til- kynningu. mm Búið er að setja upp nýtt leik- tæki í skógræktinni á Akranesi en um er að ræða þrautabraut úr fal- legum viði sem fellur smekklega inn í umhverfið. Fram kemur á vef Akraneskaupstaðar að leiktækið var afmælisgjöf til bæjarfélagsins frá menningar- og safnanefnd í tilefni af 80 ára afmæli kaupstaðarins árið 2022. Egill Steinar Gíslason setti þrautabrautina upp, Gísli Jónsson ehf. sá um frágang og er leiktækið frá Krumma ehf. í Reykjavík sem sérhæfir sig í að hanna og framleiða útileiktæki undir fimm vörulínum. vaks Kellingar fjalla um upphaf skólahalds á Akranesi Svipmynd frá sögugöngunni á síðasta ári. „Auk okkar kellinga er hirðskáldið okkar Auður Sigurðardóttir á myndinni (ekki með svuntu og húfu). Aðrar á mynd eru: Hulda Gestsdóttir, Hallbera Jóhannesdóttir, Gyða Bentsdóttir, Guðbjörg Árnadótt- ir, Auður Sigurðardóttir, Halldóra Jónsdóttir og Unnur Sigurðardóttir. Þrautabraut sett upp í skógræktinni Nýja þrautabrautin í skógræktinni. Ljósm. vaks Barnamenningarhátíð stendur nú yfir Hér má sjá þau Viktoríu Dís og Liljar Pál sem tóku á móti gjöfinni fyrir hönd Teigasels, ásamt Írisi G. Sigurðardóttur leikskólastjóra og Dagnýju Hauksdóttur sviðsstjóra mennta- og menningarsviðs. Ljósm. akranes.is Hér má sjá Sæskrímsli Kalmansvíkur sem börn á elstu deild í Garðaseli sköpuðu í tilefni af hátíðinni.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.