Skessuhorn - 29.05.2024, Síða 18

Skessuhorn - 29.05.2024, Síða 18
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 202418 555 6677 | umb.is | Korngörðum 5, Reykjavík TRAUST ÞJÓNUSTA VIÐ ÍSLENSKAN SJÁVARÚTVEG Í ÁRATUGI Til hamingju með daginn sjómenn! Sumarstarf Dagar hf. leita að sumarstarfsmanni í tímabundið starf frá 20. júní til 26. júlí. Starfið er afleysingastarf í ræstingum á bíl frá Dögum þar sem ýmis fyrirtæki á Vesturlandi eru þjónustuð. Vinnutími er 8–16 virka daga. Laun skv. kjarasamningi. Skilyrði að hafa bílpróf og hreint sakavottorð. Verkefnafundur 9:12 Nánari upplýsingar veitir Neringa Z. Trakseliene í tölvupósti á netfangið neringa@dagar.is Á mánudag barst beiðni til björgunar sveitarinnar Lífsbjargar um verðmætabjörgun en í óveðr- inu sem geisaði á laugardaginn síðasta, hafði fríholt eða bambi losnað við Grundarfjarðarhöfn. Höfnin óskaði eftir því að sjó- farendur hefðu augu með því en bambinn sást svo í gær og var þá tíu mílur SV af Látrabjargi og barst því beiðni frá Grundar- fjarðarhöfn og Landhelgisgæsl- unni um að björgunarbáturinn Björg í Rifi færi af stað og næði í rekaldið. Fann áhöfninn bamb- ann um 50 sjómílur frá Rifi en á FB síðu Lífsbjargar kemur fram að bambinn var dreginn til hafnar í Rifi og verður ekið með hann til heimahafnar í Grundarfirði. hig/ Ljósm. Lífsbjörg Það var mikið líf í Borgarnesi á laugardaginn síðasta en nú er 30 ár liðin frá stofnun Knattspyrnufélags- ins Kjartans. Félagið var stofnað af vinahópi, sem þá bjó í Kjartansgötu í Borgarnesi og æfði fótbolta á gamla Kjartansvelli. Á hápunkti félags- ins spiluðu þeir leik á þá splunku- nýjum Skallagrímsvelli í Borgarnesi, gegn Snæfelli frá Stykkishólmi. Gestum var boðið upp á bílasýningu í leiðinni en fyrirliði þeirra, Eiður Sigurðsson, ók þá Lödu Sport bif- reið hringinn í kring um völlinn. Eiður Sigurðsson hélt einmitt upp á 50 ára afmæli sitt á laugar- daginn en þá voru gömlu kempurnar úr liði Kjartans mættar til að heiðra fyrirliða sinn. hig Bambi fór á flakk og rak áleiðis að Látrabjargi Bambinn dreginn áleiðis til lands. Knattspyrnufélagið Kjartan Nokkrir meðlimir félagsins Kjartans í varnarvegg. Frá vinstri: Halldór S. Sigurðs- son, Jón Þór Sigmundsson, Þröstur Valgarðsson, Magnús Geir Eyjólfsson, Eiður Sigurðsson, Einar Guðmar Halldórsson, Einar Eyjólfsson, Hafþór Ingi Gunnarsson og Hlynur Lind Leifsson. Liðsmynd af leikmönnum Kjartans. Bambinn kominn á þurrt við björgunar stöðina Von í Rifi.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.