Skessuhorn - 29.05.2024, Síða 20
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 202420
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
4
Kjörfundur í
Hvalfjarðarsveit
Kjörfundur í Hvalfjarðarsveit vegna forsetakosninga
laugardaginn 1. júní 2024
Kjörstaður er í Stjórnsýsluhúsinu við Innrimel 3 í Melahverfi.
Kjörfundur hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 21:00.
Kjósendur eru hvattir til að koma snemma á kjörstað.
Kjósendum ber að hafa persónuskilríki meðferðis.
Kjörstjórn
Leturgerð: Basis Grotesque Pro
FYRIRSÖGN MEÐ STÓRUM STÖFUM
Leturgerð: Basis Grotesque Pro
FYRIRSÖGN MEÐ STÓRUM STÖFUM
Leturgerð: Basis Grotesque Pro
FYRIRSÖGN MEÐ STÓRUM STÖFUM
UM SKIPAN Í
KJÖRDEILDIR Í
BORGARBYGGÐ
Við forsetakosningar laugardaginn
1. júní 2024 er skipan í kjördeildir í
Borgarbyggð sem hér segir:
Borgarneskjördeild í Hjálmakletti í Borgarnesi
Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Hítarár og
Gljúfurár, á Hvanneyri og í Andakíl.
Kjörfundur hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00
Lindartungukjördeild í
félagsheimilinu Lindartungu
Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Hítarár og Haffjarðarár.
Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 20:00
Þinghamarskjördeild í félagsheimilinu
Þinghamri, Varmalandi
Þar kjósa íbúar í Stafholtstungum,
Norðurárdal, Bifröst, Þverárhlíð.
Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 20:00
Kleppjárnsreykjakjördeild í
grunnskólanum á Kleppjárnsreykjum
Þar kjósa íbúar Bæjarsveitar, Lundarreykjadals,
Flókadals, Reykholtsdals, Hvítársíðu og Hálsasveitar.
Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00
Kjósendur athugi að kjördeildirnar í
Borgarnesi og á Kleppjárnsreykjum
loka kl. 22 en aðrar kl. 20.
Kjósendur eru hvattir til að athuga í hvaða kjördeild þeir eiga
að kjósa og hafa persónuskilríki með sér á kjörstað.
Á kosningavef Stjórnarráðs Íslands kosning.is geta
kjósendur kannað hvar þeir eiga að kjósa og þar
eru ýmsar upplýsingar varðandi kosningarnar
Á kjördag verður yfirkjörstjórn Borgarbyggðar með aðsetur
í Hjálmakletti í Borgarnesi. Sími formanns er 862 1270.
Yfirkjörstjórn Borgarbyggðar
Leturgerð: Basis Grotesque Pro
FYRIRSÖGN MEÐ STÓRUM STÖFUM
Sjöundi forseti lýðveldisins verður
kosinn næstkomandi laugardag,
1. júní. Tólf eru í kjöri að þessu
sinni, hafa aldrei verið fleiri. Óhætt
er að segja að spennan fyrir þessar
kosningar hafi sjaldan eða aldrei
verið meiri, jafnvel frá lýðveldis-
stofnun. Nýjustu kannanir benda
til að fjórir eða jafnvel fimm fram-
bjóðendur geti átt möguleika á að
verða kjörnir.
Undanfarnar vikur hafa frambjóð-
endur haldið fjölda funda og flakkað
um landið. Hingað á Vesturland
hafa nokkrir þeirra mætt.
mm
Íslandsstofa stóð fyrir vinnustofum
í þremur borgum í Bandaríkjunum
í liðinni viku, en tæplega 20 íslensk
fyrirtæki tóku þar þátt. Kristján
Guðmundsson, verkefnastjóri á
áfanga- og markaðssviði SSV, tók
þátt í vinnustofum á vegum Íslands-
stofu sem fram fóru í Washington,
Boston og Dallas. Kristján átti þar
fundi með ferðaskipuleggjendum
en alls voru fundirnir yfir 50 talsins.
Að sögn Kristjáns var áhuginn mik-
ill fyrir Íslandi sem áfangastaðar
og ferðaleiðirnar sem hann kynnti
vöktu sömuleiðis mikla athygli.
Ferðaleiðir á borð við Vestfjarða-
leið, ferðaleiðin Silver Circle og
ferðaleiðin um Snæfellsnes slógu í
gegn, að sögn Kristjáns.
hig
Markaðsstofa Vesturlands
hélt til Ameríkuhrepps
Kristján Guðmundsson í vinnustofu í Dallas. Ljósm. MV
Fram
bjóðendur
nýta tíma
sinn vel
Halla Hrund Logadóttir er hér á fundi á Akranesi síðastliðinn
föstudag. Hún hélt í framhaldinu í Borgarnes og á Snæfellsnes.
Kristberg Jónsson er stoltur mótorhjólaeigandi, sannkall-
aður riddari götunnar. Hann ljómaði eins og engill þegar
Katrín tyllti sér á hjólið hjá honum til myndatöku.
Ljósm. Katrín Jakobsdóttir á FB.
Frá heimsókn Höllu Tómasdóttur á Akranes í byrjun kosningabaráttu hennar, hér
ásamt Anneyju Ágústsdóttur leikskólastjóra á Akraseli. Ljósm. Halla T á FB
Forsetaframbjóðandinn Jón Gnarr heimsótti Borgarnes nýverið. Ljósm. hig
Svipmynd frá kosningu utan kjörfundar. Fram hefur komið í
fréttum að þátttaka í utankjörfundar atkvæðagreiðslu hefur
verið minni en oft áður í aðdraganda kosninga.
Baldur Þórhallsson hér staddur í Frystiklefanum í Rifi.
Ljósm. Baldur og Felix á FB.