Skessuhorn - 29.05.2024, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 202424
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
4
Kjörfundur vegna forsetakosninga 1. júní 2024, fer fram í Fjölbrautaskóla
Vesturlands, Vogabraut 5 og hefst kjörfundur kl. 09:00 og lýkur kl. 22:00.
Fjölbrautarskóli Vesturlands, gengið inn
um aðalinngang Vogarbrautarmegin
I. kjördeild Akralundur til og með Esjubraut
II. kjördeild Esjuvellir til og með Jaðarsbraut
III. kjördeild Jörundarholt til og með Smiðjuvellir
IV. kjördeild Sóleyjargata til og með Þjóðbraut
Kjósendur eru hvattir til að kjósa snemma á kjördag
og hafa meðferðis persónuskilríki.
Sími yfirkjörstjórnar á kjördag er 899 9180.
Netfang: kosning@akranes.is
Akranesi, 24. maí 2024
YFIRKJÖRSTJÓRN AKRANESS
Einar Gunnar Einarsson
Geir Guðjónsson
Karitas Jónsdóttir
Forsetakosningar 2024,
Akranesi
Föstudaginn 24. maí voru 27 nem-
endur útskrifaðir frá Fjölbrauta-
skóla Snæfellinga í Grundarfirði.
Tíu nemendur luku námi á félags-
og hugvísindabraut, tveir luku námi
á náttúru- og raunvísindabraut, tveir
af nýsköpunar- og frumkvöðlabraut,
átta luku námi á opinni braut,
þrír á starfsbraut og tveir nem-
endur luku viðbótarnámi til stúd-
entsprófs. Með þessum hópi hefur
skólinn nú útskrifað 597 nemendur
frá fyrstu útskriftinni sem var í des-
ember 2005. Til gamans má geta
þess að nemendur koma víða að, en
í útskriftarhópnum nú voru nem-
endur úr tíu póstnúmerum. Á fyrstu
árum skólans komu nemendur fyrst
og fremst af upptökusvæði skólans,
þ.e. Snæfellsnesi, en í dag eru nem-
endur alls staðar af að landinu.
Í upphafi ávarpaði Hrafnhildur
Hallvarðsdóttir skólameistari nem-
endur og aðra gesti. Sagði hún að
þetta væri merkisdagur í sögu skól-
ans því nú er lokið tuttugasta starfs-
árinu hans. „Nemendahópur FSN
er fjölbreyttur. Hér eru fjarnem-
endur, staðnemendur, nemendur í
Framhaldsdeildinni á Patreksfirði
og grunnskólanemendur sem taka
hér áfanga í kjarnagreinum. Fjar-
nemendur eru margir nemendur í
öðrum framhaldsskólum víðsvegar
um landið og hluti fjarnemenda
lýkur öllu námi frá skólanum og
útskrifast héðan.“ Þá sagði Hrafn-
hildur að í þessari viku verði skrifað
undir viljayfirlýsingu um samstarf
við Snæfellsnessþjóðgarð en í því
felst t.d. heimsóknir nemenda FSN
í þjóðgarðinn og miðlun þekkingar
starfsfólks þjóðgarðsins til nem-
enda FSN með fyrirlestrum og
erindum.
Eftir útskrift veitti Hermann
Hermannsson kennari og starfandi
aðstoðarskólameistari viðurkenn-
ingar fyrir námsárangur.
Bjarni Þormar Pálsson var dúx
með 9,03 í meðaleinkunn og
fékk menntaverðlaun Háskóla
Íslands auk peningagjafar frá
Arion banka. Einnig fékk hann
viðurkenningu fyrir góðan náms-
árangur í dönsku.
Berglind Hólm Guðmunds-
dóttir og Harpa Dögg Bergmann
Heiðarsdóttir hlutu einnig viður-
kenningu fyrir góðan námsár-
angur í dönsku. Berglind Hólm
fékk viðurkenningu fyrir góðan
námsárangur í félagsgreinum auk
þess sem hún fékk viðurkenningu
fyrir störf sín sem forseti nem-
endafélagsins. Harpa Dögg hlaut
þá einnig viðurkenningu fyrir
góðan námsárangur í sögu.
Marta Björg Einarsdóttir fékk
verðlaun frá Háskólanum í Reykja-
vík fyrir góðan námsárangur í raun-
greinum.
Ásdís Gísladóttir hlaut viður-
kenningu fyrir góðan námsárangur
í tungumálum og Patrycja Step-
inska fékk hvatningarverðlaun frá
Zontaklúbbnum Uglu í Borgarfirði.
Styrktaraðilar að gjöfum og
viðurkenningum eru sveitar-
félögin á norðanverðu Snæfellsnesi
og sunnanverðum Vestfjörðum,
Danska sendiráðið, Arion banki,
Landsbankinn, Háskóli Íslands,
Háskólinn í Reykjavík, Sögufélag
Íslands og Zontaklúbburinn Ugla.
Við útskriftina flutti Davíð
Svanur Hafþórsson frumsamið lag
en með sama lagi tók hann þátt í
Söngkeppni framhaldsskólanna
fyrir hönd skólans. Að því loknu
fluttu hann og Berglind Hólm
kveðjuræðu útskriftarnema. Þau
töluðu um skólabraginn og hlýja
viðmótið við skólann, tækifærin
sem þau fengu á sinni skólagöngu
í verkefnum og ferðalögum. Því
næst flutti Gauti Daðason, 10 ára
stúdent, ræðu fyrir hönd eldri
útskriftarnema og sagði frá því hvað
námið við skólann hefði undirbúið
hann vel undir laganámið sem hann
fór í eftir útskrift frá skólanum.
Erna Guðmundsdóttir flutti ræðu
fyrir hönd starfsfólks en hún hefur
starfað við skólann í 15 ár en hefur
ákveðið að láta af störfum við FSN. Í
ræðu sinni kom Erna m.a. inn á mik-
ilvægi þess að hafa framhaldsskóla í
heimabyggð þannig að nemendur
þyrftu ekki að fara ungir að heiman
og að það hefði sýnt sig að nemendur
kæmu vel undirbúnir til frekara
náms eftir útskrift úr FSN. Kannanir
á gengi nemenda í háskólum hefðu
t.d. sýnt að nemendur úr FSN væru í
6. sæti yfir nemendur sem ljúka námi
úr háskólum.
Eftir athöfn var gestum og
velunnurum boðið til veislu.
mm/ Ljósm. tfk
Útskrift frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga
Útskriftarhópurinn ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara.
Bjarni Þormar Pálsson var dúx skólans og fær hér viðurkenningu frá Hermanni
Hermannssyni starfandi aðstoðarskólameistara.
Ernu Guðmundsdóttur voru þökkuð störf sín við skólann, hér er hún ásamt Hrafn-
hildi skólameistara.