Skessuhorn - 29.05.2024, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 29.05.2024, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2024 31 ALLT UM MÓTIÐ UMFI.IS UNGMENNAFÉLAG ÍSLANDS UNGMENNASAMBAND BORGARFJARÐAR BORGARBYGGÐ UNGLINGA LANDSMÓT UMFÍ BORGARNESI 1.-4. ÁGÚST FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ FYRIR 11–18 ÁRA. TÓNLEIKAR OG SKEMMTUN Á KVÖLDIN. Sýningum á Diskóeyjunni í upp- færslu nemenda í Brekkubæjarskóla á Akranesi lauk um síðustu helgi. Alls voru sýndar ellefu sýningar, uppselt var á níu þeirra og nánast fullt á hinar tvær. Síðasta miðviku- dag kom tökulið frá kvikmynda- fyrirtækinu Glassriver sem fram- leiðir kvikmyndir og sjónvarps- efni og tók sýninguna upp. Fyrir- tækið hefur meðal annars séð um upptökur á kvikmyndinni Vonar- stræti og þáttunum Venjulegt fólk, Svartir sandar og fleirum. Blaða- maður Skessuhorns hitti á þau Hjörvar Gunnarsson leikstjóra og Hafdísi Bergsdóttur sem var í framkvæmdastjórn í smá spjall síð- asta mánudag. Sýndu fyrir tómum sal Hvernig kom það til að ákveðið var að taka upp Diskóeyjuna? Hjörvar segir að það tækifæri hefði óvænt komið upp en ákveðið var að kýla á það. „Ein mamman í hópnum vinnur þar og gat verið okkur innan handar í að fá tökulið til að taka upp sýninguna og eigum við því alvöru upptöku af Diskóeyjunni. Meira að segja var þetta þannig að það hafði dottið út tökudagur í einu verkefni hjá þeim þannig að það var hægt að fá þau hingað síðasta miðvikudag. Þarna voru krakkarnir búnir að sýna fyrir fullu húsi nokkra daga í röð í Bíóhöllinni en þarna komu þau að morgni til og sýndu fyrir alveg tómum sal með tveimur mynda- vélum og þau skiluðu fyllilega sínu.“ En hvenær og hvar verður hægt að sjá Diskóeyjuna? „Hún verður gerð aðgengileg en við vitum ekki alveg hvenær. Vonandi bara sem fyrst en hvar hún birtist er ekki heldur búið að taka ákvörðun um. En þegar það gerist munu allir fá að vita það, við lofum því.“ Alls voru yfir tvö þúsund miðar seldir á sýningarnar á Diskóeyj- una. Eruð þið ekki ánægð með við- tökurnar? „Við erum í skýjunum,“ segir Hafdís; „því við vissum að værum að sækja aðeins á brattann. Við vorum þriðju og síðust í röð- inni eftir sýningar hjá Grundaskóla og FVA og við með leikrit sem hafði aldrei verið sýnt áður. Ég held að á sama tíma að það hafi hjálpað okkur því greinilega voru Skaga- menn til í að koma í leikhús og einnig að sjá leikrit sem þeir höfðu ekki séð áður. Það var virkilega ánægjulegt og við erum rosalega þakklát fyrir viðtökurnar.“ Áttu virkilega erfitt með tilfinningarnar Nú þegar sýningum er lokið, hver eru viðbrögð krakkanna og hvað er svona sýning að gefa þeim og ykkur? „Við erum viðbúin því að leik- hópurinn mun mæta frekar þreyttur í skólann sem er mjög skiljanlegt eftir svona langa törn. Þegar þau voru að skila búningunum og átta sig á því að þetta væri búið þá fóru nokkur þeirra að gráta og áttu virkilega erfitt með tilfinningarnar sem er bara mjög eðlilegt,“ segja Hjörvar og Haf- dís. „Það mun enginn sem tók þátt í þessu, hvorki nemendur né starfs- fólk, gleyma þessu nokkurn tímann. Nú erum við að útskrifa 10. bekk og þau verða því ekki með okkur næsta haust en við hlökkum til í haust að fá næsta 9. og 10. bekk, sem eru nú í 8. og 9. bekk, sem eru orðin einn hópur. Fyrst að þetta verkefni tókst með svona mörgum nemendum, sem var vissulega áskorun fyrir okkur, þá sjáum við að það er ýmislegt hægt að gera. Við erum aðeins farin að hugsa að við gerum ekki svona verkefni af þessari stærðargráðu fyrr en eftir þrjú ár eins og við höfum áætlað. En kannski getum við gert minni verk- efni á hverju ári því ef við gerum þetta bara á þriggja ára fresti þá kannski tapast ákveðin færni hjá þeim sem hafa mikinn áhuga. Nú er tapp- inn farinn úr eftir fimm ára hlé og við getum kannski gert þetta oftar. Það eru tækifæri miðað við hvað þessi sýning gekk vel að skoða þessi mál nánar og kannski endurskoða að sýna á þriggja ári fresti en það kemur allt í ljós síðar,“ segja þau að lokum. Arnbjörg Stefánsdóttir skóla- stjóri Brekkubæjarskóla segir í færslu á Facebook að skólarnir á Akranesi hafi sett upp glæsilegar sýningar frá áramótum. „Þetta er gott dæmi um flott og skap- andi starf í skólunum okkar og engin keppni í hver er bestur. Það hafa einfaldlega verið fjórar flottar sýningar á fimm mánuðum fyrir fullu húsi sýningu eftir sýningu. Ég gæti ekki verið stoltari af krökk- unum mínum og fullorðna fólk- inu sem hafa lagt allt sitt í að skapa þessa diskóglimmergleðisprengju. Um leið og ég óska öllum til ham- ingju með glæsilegar sýningar vil ég hrósa Skagamönnum fyrir hvað þeir eru duglegir að mæta á sýningar og styðja þannig við skap- andi skólastarf. Ferfalt húrra fyrir skólasamfélaginu á Akranesi!“ vaks Diskóeyjan sló í gegn og var tekin upp til sýningar Mynd frá síðustu sýningunni á Diskóeyjunni. Ljósm. vaks Hafdís og Hjörvar eru þakklát fyrir viðtökurnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.