Skessuhorn - 29.05.2024, Page 40
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 202440
til systur hans sem þá bjó á Kambi
í Reykhólasveit. Þar dvaldi hann
í tvö til þrjú ár. „Ég fór þá í póst-
ferðir frá Króksfjarðarnesi vestur
að Brjánslæk,“ segir hann. „En
það var reyndar bara á sumrin.“
Honum líkaði ákaflega vel að vera
í sveit og hafði sem krakki farið
með annarri systur sinni þegar hún
fór að búa á bænum Borg í Reyk-
hólasveit og líkað vel þar. - En
eftir dvölina á Kambi, fórstu þá
aftur á sjóinn? Spurningin setur
glampa í augu Hjartar og hann
svarar snaggaralega: „Nei, ég náði
í konuna, hún var á næsta bæ!“
Tilsvarið setur af stað nýjan kafla
í frásögninni, því þarna kynntist
Hjörtur lífsförunauti sínum; Önnu
Pálínu Magnúsdóttur.
Búskapur og barnalán
Anna var fædd á Kinnarstöðum
í Reykhólahreppi, dóttir Ingi-
bjargar Pálsdóttur og Magnúsar
Sigurðssonar. Þau Hjörtur gift-
ust í október 1953, sama dag og
þau létu skíra elsta barnið sitt,
Margréti Sigríði. Þau hófu búskap
á Patreksfirði. Börnin þeirra urðu
sjö talsins auk sonarins Magnúsar
sem Anna átti fyrir og var fæddur
árið 1949. Margrét Sigríður kom
í heiminn 1953, Ingibjörg 1955,
Halla 1956, Friðbjörn 1957,
Steinunn Erla 1960, Óttar 1963
og yngst er Hrund fædd árið 1970.
„Það var ekkert annað að gera en
að fara aftur á sjóinn, því ég var
að stofna heimili,“ segir Hjörtur.
„Við vorum alveg hreint allslaus!“
Þau byrjuðu á að leigja húsnæði
um sinn. „En svo keyptum við
kjallaraíbúð sem kostaði 10.000
krónur,“ segir hann. „Þar vorum
við í eitt eða tvö ár.“ Íbúðin var til
húsa í brekkunni á móti samkomu-
húsinu á Patreksfirði.
Ég sló víxil
Það varð fljótlega of þröngt um
fjölskylduna í kjallaraíbúðinni og
breytinga varð þörf. Hjörtur brosir
við minninguna og segir: „Svo seldi
ég kjallarann og keypti hús sem
kostaði 70 þúsund.“ Var það ekki
ansi hátt fjárhagslegt stökk fyrir
ykkur? „Jú,“ segir hann. „Ég sló
víxil fyrir sextíu þúsundum til að
gera þetta mögulegt. Svo fór ég á
síld um vorið til að standa undir
kaupunum. Og ég borgaði helvítis
víxilinn um haustið. Síðan hef ég
aldrei tekið lán!“
Hjörtur hélt áfram á sjónum og
var á togurunum, fiskibátum og
vertíðarbátum ýmsum. „En svo
keypti ég bát á móti öðrum og átti
hann í ein tuttugu ár,“ segir hann.
Allt gekk þetta vel hjá þeim hjónum
og hann þakkar það ekki síst Önnu
sem hafi farið svo vel með auk þess
að vinna utan heimilis eftir því sem
hægt var. „Og krakkarnir fóru að
vinna um leið og þau gátu; þetta
hafðist allt.“
Skúli Hjartarson
Báturinn sem Hjörtur eign-
aðist þarna hálfan hlut í hét Skúli
Hjartarson BA 250 og var alla
tíð skráður á Patreksfirði. Hann
er tólf tonna súðbyrtur eik-
arbátur og hafði verið smíðaður
af Gísla Jóhannssyni á Bíldudal
árið 1946 að beiðni Einars Guð-
finnssonar útgerðarmanns í Bol-
ungarvík. Ef flett er upp í báta-
skrá Þjóðminjasafnsins sést að
Gísli smíðaði tvo báta fyrir Einar
á þessum tíma og voru þeir jafn-
stórir. Ástæðan var sú að stærðin
hentaði vel fyrir hafnaraðstöðuna
á Bolungarvík á þessum tíma. En
meðan á smíðinni stóð breytt-
ust hafnaraðstæðurnar og rúm
varð fyrir stærri báta. Að þessum
sökum tók Einar aldrei seinni bát-
inn til sín og stóð hann í ein tólf ár
í smíðahúsinu hjá Gísla og var ekki
sjósettur fyrr en árið 1958. Hjörtur
keypti Skúla árið 1963 og meðeig-
andinn var Torfi Jónsson. Þeir reru
saman ásamt tveimur öðrum og
komu yfirleitt heim að kvöldi þótt
fyrir kæmi að þeir yrðu að sofa í
bátnum. „Yfirleitt þegar við vorum
á snurvoðinni, þá komum við heim
á kvöldin,“ segir Hjörtur. „Við
veiddum grásleppu á vorin og svo
þorsk, ýsu og kola í snurvoðina. Á
haustin veiddum við svo hámeri.“
Þess má geta að báturinn Skúli
er ennþá til og er nú safngripur
á Minjasafni Egils Ólafssonar á
Hnjóti í Örlygshöfn.
Seldi of snemma
Eftir um tuttugu ára útgerð ákvað
Hjörtur að selja hlut sinn í Skúla.
„En ég seldi einum of snemma,“
segir hann. „Því ári seinna var
kvótinn tekinn upp.“ Kvótakerf-
inu var upprunalega komið á með
lagasetningu árið 1983 sem tók
gildi ári síðar. En við þessu var
ekkert að gera. Á þessum tíma-
punkti segist Hjörtur hafa verið
orðinn frjáls eftir að hafa gert út
sjálfur þetta lengi. Um það leyti
vantaði ráðsmann á bæinn Fífu-
staði í Arnarfirði. Þar var refabú
eins og algengt var á þeim árum.
Það fannst Hirti hvorki skemmti-
legur né vænlegur búskapur. En
hann hafði tekið starfið að sér og
var þarna í tvö ár. Að því loknu
keyptu þau Anna sumarbústað í
Reykhólasveitinni þar sem þau
áttu margar góðar stundir, en
megin aðsetur þeirra var lengst af
á Patreksfirði.
Vályndu veðrin
Aðspurður um hættur hafsins
segist Hjörtur ekki beinlínis hafa
lent í sjávarháska. En upp í hug-
ann kemur leiðangur sem hann fór
á togara á Þorláksmessu eitt árið í
vitlausu veðri. „Við vorum sendir
út til að leita að þýskum togara sem
sökk í Víkurálnum,“ segir hann.
Til skýringar má nefna að Víkur-
állinn er mikill djúpáll sem gengur
til suðausturs inn í grunnið undan
Útvíkum og Patreksfjarðarflóa og
er fengsæl veiðislóð. „Það var kol-
vitlaust veður og við fundum hann
ekki,“ segir Hjörtur. „Svo held ég
að það hafi síðar rekið úr honum
björgunarbátur á Rauðasandi. En
togarinn hafði horfið.“ – Hann
minnist einnig annars róðrar, þar
sem veðrið var svo slæmt að ekki
var hægt að komast úr lúkarnum
aftur í skipið til að borða. „Við
urðum bara að bíða og að lokum
var kominn sólarhringur,“ segir
hann. „Það var andæft upp í
vindinn og mikill veltingur allan
tímann.“
Heimahöfn í
Grundarfirði
Þegar aldurinn tók að færast yfir
var orðið erfiðara fyrir Önnu
og Hjört að búa ein á Patreks-
firði. „Svo var það í desember
eitt árið að tvær stelpurnar okkar
komu á flutningabíl og fluttu
okkur til Grundarfjarðar þar
sem við fengum inni í þjónustu-
íbúðum fyrir aldraða og seinna
eftir að Anna lést flutti ég á Fella-
skjól,“ segir Hjörtur. „Þær bjuggu
í Grundarfirði á þessum tíma
dætur mínar og þótt þær séu
fluttar héðan í dag er hér yndisleg
dótturdóttir okkar, Elín Hróðný
Ottósdóttir. Mér fannst mjög gott
að koma í Grundarfjörð, hér er
bjart og fallegt. Ég kom til dæmis
hingað eitt sinn beint frá Portú-
gal eftir mánaðardvöl og þegar
ég kom á hæðina við bæinn varð
ég alveg heillaður. Hér var allt í
blóma og bærinn kúrði svo fallega
undir fjöllunum. Það er líka alltaf
gott að koma heim.“ – Anna lést
árið 2016 og Hjörtur saknar konu
sinnar sem von er. „En þetta var
bara búið,“ segir hann. „Hún var
búin að vera veik og maður veit
ekki hvað hefði orðið.“ Hann
segir þetta af sama æðruleysinu
og einkennt hefur allt viðtalið.
Í lok heimsóknar fylgir hann
blaðamanni til dyra og bendir
á myndarlega rafskutlu við úti-
dyrnar. „Á þessu fer ég um allt,“
segir hann brosandi og bætir við:
„Ég er yfirleitt glaðlyndur. Það
þýðir ekkert annað!“
gj/ Ljósm. gj og úr einkasafni.
Fullur poki hífður. Sunlight soap átti sinn þátt í íslenskri útgerðarsögu.
Patrekshöfn vorið 2023. Ljósm. Rebekka Hilmarsdóttir. Grundarfjörður á fallegum degi.