Skessuhorn - 29.05.2024, Síða 42

Skessuhorn - 29.05.2024, Síða 42
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 202442 Ungur fékk Kjartan Páll Sveins- son mikinn áhuga á sjómannslíf- inu en afi hans, Kjartan í Jónsnesi, var trillukarl og fékk Kjartan Páll ungur góðan skóla hjá afa sínum. „Ég var mættur til hans um leið og skólinn var búinn á vorin og var þá hjá honum yfir allt sumarið. Ver- tíðirnar voru lengri þá og fyrir mig, frá 13 ára til 20 ára aldurs, kveikti það eld í mér fyrir trillumennsku. Ég hjálpaði afa við að fella net og að ganga frá fyrir veturinn. Hann vann allt út í Jónsnesi þó svo að það hafi ekki verið neitt rennandi vatn, ekkert rafmagn né vegur til að komast þangað. Hann var með sjó- dælu, þar sem allt var skolað með sjó sem síðan rann út í fjöruna. Við sigtuðum, söltuðum og pækluðum allt sjálfir úti í fjósi og mánaðarlega var síðan siglt í Stykkishólm með tunnur til að selja. Þetta var ótrúlega skemmtilegur tími og ég er svo þakklátur að hafa fengið að upplifa þessa tíma með honum afa,“ segir Kjartan. Fór í aðra átt Kjartan var um tvítugt þegar hann hætti á grásleppu með afa sínum og stóð hann á krossgötum í lífi sínu. Búið var að loka fyrir kvóta- kerfið og lítill möguleiki fyrir tvítugan dreng að byrja sem trillu- karl. Kjartan ákvað að fara í aðra átt og lauk BA námi í mannfræði við Háskóla Íslands og svo doktors prófi í félagsfræði frá London School of Economics. „Ég var aðjúnkt við Háskóla Íslands, en biðin eftir að komast inn í fasta kennslu var löng og stundakennsla mikið hark. Ég fékk ofnæmi fyrir skrifstofunni og vildi bara komast í óþægilega útivinnu,“ segir Kjartan en byrj- unin á sjómannaferli sem trillukarl var skemmtileg. Hlegið að litla þvottabalanum „Við vorum fjölskyldan á ferða- lagi, þetta var árið 2014 og ég var að klára doktorsnámið. Fórum í ferðalag á Vestfirði og erum stödd í náttúrulauginni í Reykjafirði en þá er þarna fyrir einhver maður og ég byrja að spjalla við hann. Hann segir mér að hann sé trillukarl og geri út á strandveiðar. Þá fékk ég hugljómum að þarna væri gluggi fyrir mig. Síðan byrja ég árið 2020 og mæti á bryggjuna í Grundar- firði og þar sé ég einmitt þennan sama mann sem plantaði þessu fræi í hausinn á mér, Magnús Jónsson. Nú erum við nágrannar á bryggj- unni. Ég byrjaði á gamla grá- sleppubátnum hans afa en hann var afturbyggður Færeyingur, með 25 hestafla Bukhvél og ég skver- aði hann fyrir strandveiðar. Það var mikið hlegið þegar ég kom hingað fyrst, báturinn var kallaður litli þvottabalinn en ég náði að fiska mjög vel á honum og náði að lokum að kaupa mér nýrri bát sem ég á í dag, Oddur Valur SH 311,“ segir Kjartan. Kynslóðabilið í sjómannastéttinni Hefur Kjartan orðið var við nýliðun á strandveiðum núna? „Bátafjöldi hefur haldist stöðugur frá árinu 2009 en meðalaldurinn er ekki lágur, svo að það sé sagt. En það sýnir samt sem áður að það er nýliðun í þessu. Það eru alltaf að koma inn nýir og nýir í höfnina í Grundarfirði en það er einmitt hugmyndin með strandveiðikerf- inu; að opna smá glugga til að nýir komi inn í greinina. Í Bolungar- vík eru til dæmis þrjár kynslóðir á skaki; afinn, pabbinn og tveir synir. Splundra samstöðunni Mikið hefur verið rætt og ritað um svæðaskiptingu strandveiðimanna en landinu er skipt niður í fjögur svæði. A svæði nær frá Arnarstapa á Snæfellsnesi og yfir að Horn- bjargsvita á Vestfjörðum. Svæði B nær frá Hornbjargsvita og að Flatey á Skjálfanda, svæði C frá Flatey á Skjálfanda og alla leið að Höfn í Hornafirði en D svæði er frá Höfn í Hornafirði alla leið að Borgarnesi. Kjartan nær ekki þeim rökfærslum sem eru fyrir þess- ari svæðaskiptingu. „Það er ekki eins og togararnir séu með svæðis- skiptingu og það myndi nú heyrast vel í þeim ef miðunum yrði svæða- skipt. Kerfið, eins og það er byggt upp, er mjög slæmt fyrir til dæmis C svæðið. Þarna kemur góður og stór fiskur í seinni hluta júlí ár hvert en potturinn fyrir landið hefur verið að klárast um miðjan júlí. En yfir höfuð eru þessar skiptingar engan veginn að virka. Þegar það er komin sú staða að þú gerir til dæmis bát út frá Akranesi og fiskurinn færir sig lengra vestur og inn á A svæðið, þá mátt þú ekki fara örfáar sjómílur vestur en þú getur farið austur og alla leið að Höfn, sem er hinum megin á landinu. Það er svo margt misgáfulegt í þessu kerfi og þessi umræða hefur rekið fleyg á milli landssvæða og hef ég stundum á tilfinningunni að stjórnvöldum finnist það ekki leiðinlegt að það sé hver höndin uppi á móti annarri á meðal okkar. Að splundra samstöð- unni sem er að finna hjá sjómanna- stéttinni,“ segir Kjartan. Formaðurinn Kjartan var í mars í fyrra kjörinn formaður Strandveiðifélags Íslands og reynir hann að ræða við trillu- karla víða um land eftir fremsta megni. „Rétt áður en þú komst,“ segir hann blaðamanni; „voru hér hjá mér fjórir trillukarlar í kaffi og vorum við að ræða ýmis mál. Síðasta sumar, þegar ljóst var að stoppið á veiðum myndi koma, þá fórum við í ferðalag á C svæðið og funduðum á Þórshöfn, Borgar- firði eystri og í Neskaupstað til að heyra í mönnum. Við fundum í stjórn reglulega og svo fer ég að tala við fólk eins mikið og maður getur. Ég geri þetta í 100% sjálf- boðavinnu og hef því lítil tök á að búa til eitthvað stórt batterí úr Strandveiðifélaginu. Ég er reyndar mjög heppinn því það er ótrúlega öflugur hópur með mér í stjórn, ég gæti ekki staðið í þessu án þeirra. En ég eyði miklum tíma í að rýna í gögn, að finna út úr þessu fisk- veiðikerfi okkar. Það er svo flókið, mikið flækjustig eins og til dæmis með byggðakvóta. Það er bara eins og að kafa ofan í drullupoll og von- ast til að sjá eitthvað í gegnum sundgleraugun,“ segir Kjartan. Kvótagulrót Mikið hefur verið rætt og ritað um strandveiðimál og er sú umræða oft mjög neikvæð. „Fyrir mína parta er þetta það sem ég vil gera í lífinu,“ segir Kjartan. „Ég vil vera trillukarl og ég á erfitt með að kyngja því að einhver mjög þröngur hópur manna hafi slegið eign sinni á þessa sameiginlegu auðlind Íslendinga og að hvorki ég né aðrir megi gera þetta í atvinnu- skyni. Það er verið að gera þetta eins erfitt fyrir okkur og mögulegt er, væntanlega í þeirri von um að við nennum ekki að standa í þessu og gefumst bara upp. Þá er dinglað gulrót, kvótagulrót framan í okkur, einhverjum 10-15 tonna kvóta og þá geta menn bara selt sig út fyrir pening. Það er mjög siðlaust að bjóða upp á þetta, að biðja menn um að fórna kom- andi kynslóðum fyrir skjótfengan gróða, og mér finnst eins og það sé verið að kæfa smábátaveiðar þannig,“ segir Kjartan. Lítill sem enginn stuðningur „Stjórnvöld virðast hafa fengið skipanir um að gera ekki vel við okkur, sem mér finnst ótrúlega skrýtið. Smábátaveiðar eru lyftistöng fyrir brothættar byggðir. Patreksfjörður er þessi höfuðstaður strandveiða en þeir fóru afar illa út úr kvótakerfinu. Fótunum var kippt undan þeim og á Vestfjörðum almennt, sem er fáránlegt þar sem þessi bæjarfélög á Vestfjörðum eru steinsnar frá gjöfulustu fiskimiðum heims. Síðan sjáum við þar sem kvótinn var ekki tekinn út, eins og í Grundarfirði, þar er stöðug togara- útgerð sem þjónar sínu samfélagi en smábátaútgerðin blómstar þar líka og hefur verið mikil lyftistöng. Þar sem fólk fær að sækja sjóinn, þar er að finna byggðir sem eru í miklu betri málum, meiri og betri atvinna“, segir Kjartan. En hvaða þýðingu hefði fjölgun strand- veiðibáta um allt land? „Það myndi þýða meiri og betri atvinnu um allt land, ekki flóknara en það. Þetta gefur ágætlega í aðra höndina en menn verða ekki ríkir af þessu. Tímakaupið er ásættanlegt þó svo að tímafjöldinn sé ekki nægilega góður. En þetta snýst ekki bara um hagsældina heldur það, að þetta er yndisleg vinna. Hvað er að því að fólk vinni sjálfstætt við það sem það elskar að gera? Þetta er sjálfsprottin grasrótarlausn á byggðavandanum, þar sem þetta er fólkið í landinu sem ákveður sjálft að þarna vill það vinna og þarna vill það búa. Það kostar ríkið ekki neitt og ætti að vera „win win“ fyrir alla,“ segir Kjartan. Að læra að lesa náttúruna Við klárum spjallið við Kjartan Pál með því að tala um það sem er aðlaðandi við sjómannslífið, að hans mati. „Ég kemst ekki nær náttúrunni en þegar ég er á sjó. Þá þarf maður mjög mikið að lesa í umhverfið, hvað er fuglinn að gera, samspil á milli sjávarfalla og vinda, maður er að spá í hvernig fiskurinn er þegar hann kemur upp, er hann mikið húkkaður, hvað er að gubb- ast úr honum og hverjar ætli séu aðstæðurnar á hafsbotni. Þarna er ég ekki lengur áhorfandi á nátt- úruna heldur er ég orðinn hluti af henni. Það er það sem ég heill- ast mest af, að vera hluti af nátt- úrunni. Og svo ég tali nú ekki um þegar maður er að skaka og allt í einu sér maður tveggja metra háan háhyrningsugga koma upp eða þegar maður er á stími út og hnís- urnar synda með manni. Síðan í lok sumars finnst mér mjög gaman að fylgjast með kríunum en þá eru þær alltaf tvær saman, fullorðin með unganum sínum, en fullorðni fuglinn fylgist með og passar upp á ungann. Þetta var það sem ég lærði af afa mínum, að kunna að lesa í og kunna að meta náttúruna,“ segir Kjartan að endingu. hig Byrjaði á gamla grásleppubátnum hans afa Rætt við Kjartan Pál Sveinsson, trillukarl og formann Strandveiðifélags Íslands Á bryggjunni í Grundarfirði. Kjartan Páll um borð í Oddi Val SH. Gamli grásleppubáturinn Bliki, sem Kjartan byrjaði á.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.