Skessuhorn - 29.05.2024, Qupperneq 48
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 202448
Böðvar Haukdal Jónsson vélstjóri
hefur reynt margt um ævina og
er ekkert lát á þótt Böddi, eins og
hann er gjarnan kallaður, sé kom-
inn yfir sjötíu árin. Hann slær
ekki af heldur þvert á móti gefur
bara í og rekur nú fyrirtæki sem
tengist varmadælum. Fréttaritari
Skessuhorns settist niður með
Bödda á stóru og snyrtilegu heim-
ili hans og eiginkonunnar, Sigrúnar
Fjólu Sigþórsdóttur, á Hellissandi.
Þau kynntust ung að árum. Hann
segir okkur undan og ofan af starfs-
ferli sínum yfir rjúkandi kaffibolla.
Á sjó þrettán ára
Böðvar er fæddur á Skagaströnd
árið 1953 og byrjaði á sjó 13 ára á
hálfum hlut á Stíganda HU. Síðan
var það sjómennska á sumrin.
„Þegar skóla lauk réri ég á Guð-
jóni Árnasyni HU og Arnari HU.
Þar byrjaði ég sem annar vélstjóri
15 ára gamall, en ég hafði byrjað
að vinna við vélar hjá pabba sem
var vélstjóri í frystihúsinu og hafði
alist þar upp í kringum vélar.
Frystivélarnar voru keyrðar með
díselvélum.
Þegar ég var 16 ára réði ég mig á
bát á Rifi og átti að fara að beita sem
ég og gerði, en ég hafði aldrei beitt
á ævinni og þekkti ekki handtökin,“
segir Böddi þegar hann rifjar upp
sín fyrstu skref við beitningu. „Ég
hafði það af að beita einn bala og
hann fór aftur í land, en ég fór til
sjós. Fór á Svan SH og var þar um
borð í smá tíma á línu. Þegar ég var
17 ára var ég vélstjóri og var viðloð-
andi þar í smá tíma en síðan flutti
ég til Reykjavíkur og fór að vinna
í álverinu í Straumsvík í smá tíma.
Það var eiginlega um það leyti sem
verksmiðjan var að fara í gang.“
Seldi bátinn rétt
fyrir kvótasetningu
Eftir veruna í Straumsvík fór
Böddi aftur vestur. „Þá fór ég sem
vélstjóri á Svan SH og fer síðan á
Hamrasvan SH sem var gerður út
frá Rifi. Það æxlaðist þannig til að
við Baldur Kristinsson tókum við
bátnum vegna veikinda skipstjór-
ans og vélstjórinn fór í land. Við
tókum við aðeins 22 ára gamlir og
þótti það svolítið sérstakt að láta
okkur strákana taka við bátnum
svona ungum,“ segir Böddi og
brosir. „En við Baldur áttum síðan
langt og gott samstarf. Það var
svo árið 1978 sem ég fer í Vél-
skólann í Vestmannaeyjum því ég
fékk ekki lengur undanþágu sem
vélstjóri og var ég þar tvo vetur;
árin 1978 og ´79. Þegar að námi
loknu fer ég aftur á Rif og réði
mig á Rifsnes SH þegar Baldur
og Hraðfrystihús Hellissands
keyptu það og þá urðum ég og
Baldur saman aftur og áttum mjög
skemmtilegan tíma.
Stundum voru bátar bara gerðir
út á vetrarvertíðina og þeim síðan
lagt yfir sumartímann eins og
reyndar er gert enn í dag. Þá var
maður í hinum og þessum störfum
á sumrin. En svo ég haldi mig við
sjómennskuna, þá keypti ég mér
bát sem hét Sif ÍS. Þetta var 15
tonna bátur smíðaður á Skaga-
strönd og gerði ég hann út í tvö
ár. Ég hætti með Sif sirka tveimur
mánuðum áður en kvótinn var
settur á. Ef ég hefði átt bátinn
áfram hefði ég fengið 64 tonna
kvóta á hann. En það var að vísu
bara lukkuspor; þá gerði maður
ekki neina vitleysu. Þá var það
þannig að þessir bátar höfðu enga
aðstöðu í landi og var það vanda-
mál. Ég var á línu og handfærum
á þessum tíma og beitt var í landi
og var mikið aðstöðuleysi að hrjá
okkur. Annað en er í dag.“
Í vörubílabransann
„En sem betur fer kannski seldi ég
bátinn í stað þess að verða trillu-
karl alla ævi. Það hefði ekki verið
neitt líf til lengdar,“ segir Böddi.
Eftir söluna á bátnum fór hann
í vörubílabransann; m.a. í snjó-
mokstur og fleira og var með tvo
trailera með snjótönn og sá um
snjóruðning á Fróðárheiði. „Svo
þegar kom dauður tími fór ég þá
í vikurævintýrið sem hér var. Eftir
það fór ég til Reykjavíkur en stopp-
aði þar í stuttan tíma. Fór þaðan
til Noregs og ætlaði að vera þar
í eitt ár en þetta eina ár varð að
fjórtán árum eða svo og var ég þar
í vöruflutningum og við að keyra
rútur um alla Evrópu. Það þótti mér
bara skemmtilegt og endaði ég svo
alltaf á að vinna á verkstæði við við-
gerðir á rútum eða flutningabílum.
Mér þótti vinnan á flutningabílum
mjög skemmtileg nema að því leyti
að ég var aldrei heima. Í gegnum
þessa vinnu komst maður inn í
verksmiðjur og sá meðal annars
hvernig þvottavélar voru búnar til
og fleiri iðnaðarvörur og hafði ég
mjög mikið út úr því að sjá alls-
konar hluti framleidda.“
Allslaus eftir bruna
Böddi segir að þrátt fyrir veruna í
Noregi hafi hann alltaf fylgst með
sjónum. Hafði hann aðgengi að
blöðum og öðru sem tengdist sjó-
mennsku og aflabrögðum heima á
Íslandi. „Við hjónin lentum síðan
í óhappi að þar brann af okkur
húsið í Noregi og við misstum
allt sem við áttum. En við vorum
heppin því að konan mín, sem
þá var að keyra strætó, var með
veskið sitt í strætó þegar brann
og í því voru skilríkin hennar,
en allt mitt brann með húsinu.
Ég gat keypt síma vegna þess að
konan hafði skilríki en ég fékk
hins vegar ekki símanúmer skráð
á mig þar sem ég var ekki með
neina pappíra og gat ekki sýnt
fram á hver ég var. Þótt hennar
símanúmer væri skráð á mig var
það ekki nóg; ég var því gjörsam-
lega allslaus í þessum aðstæðum,
hringdi í Sendiráð Íslands en
þeir gátu ekkert hjálpað mér með
eina eða neina pappíra. Þetta
var eiginlega stórmál en end-
aði með því að afgreiðslukona í
verslun sem kannaðist við okkur
sá aumur á mér og gat látið mig
hafa símanúmer. En eftir þetta
óhapp var ekkert annað að gera en
að byrja upp á nýtt og fórum við
þá til Norður-Noregs. Ég fór að
Á fjölbreyttan starfsferil
að baki og er hvergi nærri hættur
Rætt við Böðvar Haukdal Jónsson á Hellissandi
Böðvar við rennibekkinn sem hann er nýbúinn að fjárfesta í.
Böðvar var heiðraður á sjómannadeginum á Hellissandi á síðasta ári og er hann
hér með konu sinni, Sigrúnu Fjólu Sigþórsdóttur.
Böðvar með Baldri Kristinssyni en þeir voru saman til sjós til fjölda ára.
Á landganginum á Rifsnesi SH á leið til sjós.
Böðvari er margt til lista lagt. Hér er hann að setja upp kælikerfi uppi á þaki
fiskverkunarhúss.