Skessuhorn - 29.05.2024, Blaðsíða 52
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 202452
Alfons Finnsson er færeysk ættaður
Ólsari, sjóari og ljósmyndari. Alla
tíð hefur hann verið viðloðandi sjó,
byrjaði tíu ára að beita í landi en var
fjórtán eða fimmtán ára þegar hann
var fyrst munstraður um borð í bát.
Áhuga fyrir ljósmyndun fékk hann
í æsku. Foreldrar hans, Finnur og
Svava, voru bæði dugleg að munda
myndavélarnar og ungur fékk hann
bakteríuna frá þeim. Alfons hefur
verið fréttaritari Morgunblaðsins
og Skessuhorns í áratugi og skipta
myndir hans í safni hundruðum
þúsunda. Myndir sem geyma
mannlíf og atvinnulíf í sjávar-
plássinu í hálfa öld. Fonsi er nú á
strandveiðum á báti sínum Svövu
SH auk þess að stunda fréttaskrif
og ljósmyndun fyrir Skessuhorn.
Hann var beðinn að tína til, nán-
ast af handahófi, nokkrar myndir
frá liðinni vertíð og frá fyrri árum.
mm
Lífið til sjós í
gegnum linsu
Alfons Finnssonar
Það er ekki alltaf rjómablíða á sjónum og oft veður vond, eins og sést á þessari mynd sem var tekin af dragnótarbátnum Agli
SH þegar hann var að koma úr róðri.
Ásgeir Finnsson á strandveiðum á Frosta SH á síðasta ári. Víðir Haraldsson hefur nóg fyrir stafni allt árið en hann er vélstjóri
á línubátnum Lilju SH frá Rifi. Á sumrin rær hann á strandveiðibáti
sínum Mugg SH og auk þess er hann að sinna kafarastörfum þegar
hann er í landi. Hér er hann að fara að skera úr skrúfu netabátsins
Brynjólfs VE.
Í netaróðri á Kristborgu SH árið 2012. Eins og sjá má eru netin kjaft-
full af fiski og þurfti skipskranann til þess að ná netunum inn fyrir.
Hjörtur Sigurðsson skipstjóri á línubátnum Kviku SH landar hér
góðum afla í byrjun árs.
Höfnin í Ólafsvík var ísi lögð í byrjun mars 2023, þannig að erfitt
var fyrir smærri báta að athafna sig og komast að bryggju.
Áhöfnin á dragnótarbátnum Matthíasi SH að koma að landi og er
klár með spottana.
Löndun úr netabátnum Bárði SH. Svavar Kristmundsson á Júlla Páls SH landar hér makríl árið 2019,
en lítil sem engin veiði hefur verið á makríl síðan.
Sjómenn og löndunarmenn láta ekki slæm veður og snjó stoppa sig
við vinnu. Hér er verið að landa úr línubátnum Signýju HU.
Magnús Emanúelsson er annáluð aflakló. Hér er hann að landa
góðum afla úr Rán SH í vetur.
Sigurjón Eðvarðsson er jafnan kátur og hress eins og má sjá á
þessari mynd þar sem hann er að koma úr handfæra róðri.