Skessuhorn - 29.05.2024, Side 56
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 202456
Vopnfirðingurinn Árni Björn
Einarsson hefur mest af starfsæv-
inni verið sjálfstætt starfandi og
líkar það vel. Hann er vélstjóri
að mennt, hefur þvælst víða og
fékk trilluveikina ungur að árum.
Blaðamaður Skessuhorns heyrði í
Árna á dögunum til að forvitnast
aðeins meira um hann og hans lífs-
hlaup til þessa.
Árni fæddist á Siglufirði árið
1975 og bjó þar fyrstu sex árin
en fluttist svo til Vopnafjarðar
þar sem hann ólst upp til rúm-
lega tvítugs. Pabbi hans var trillu-
karl og Árni byrjaði á sjónum með
honum þegar hann var á grunn-
skólaaldri. Einar átti nokkra báta
en sá sem Árni var mest með
honum á hét Nói en hann var
fimm tonna bátur sem Einar átti
í nokkur ár. Árni segir að þarna
hafi hann fengið trilluveikina sem
hefur fylgt honum síðan. „Þetta
var löngu fyrir tíma strandveið-
anna eða í kringum 1990 og þá
var það grásleppa og svo bara
skak. Menn höfðu miklu frjálsari
hendur í þá daga heldur en í dag,
það þurfti ekki einu sinni réttindi
til að fara á sjó á svona bát þá
nema það eina var að maður lofaði
að koma heim aftur.“
Þarna hefurðu fengið fyrsta
nasaþefinn af sjómennskunni? „Já,
þarna byrjaði þetta. Maður var
stundum að fá frí í skólanum til að
fara einn og einn gráslepputúr og
ég hafði bara strax bullandi áhuga
á þessu. Ég kláraði grunnskólann
og ákvað síðan að taka mér eitt ár
í frí áður en ég færi í framhalds-
skóla sem urðu svo ansi mörg ár.
Síðan var ég að vinna í vélsmiðj-
unni á Blönduósi og þar tók ég þá
ákvörðun að læra vélstjórn. Svo
var ég vélstjóri víða, meðal annars
var ég eitt ár í Noregi að vinna
fyrir Ístak í hafnarframkvæmdum
í Lófóten. Þar tók ég tólf metra
skipstjórnarréttindi og var til
dæmis á skipunum Ástu og Sögu
og vann á dýpkunarprömmum hjá
Ístaki. Maður var einn mánuð úti
að vinna og svo kom maður í einn
mánuð heim.“
Reynslan kennir
manni margt
Árni keypti sér bát árið 2012 sem
heitir Hjördís SH-36 enda alltaf
blundað í Árna þessi bátadella.
„Ég hafði verið með öðrum á
grásleppu og strandveiðum árin
2010 og 2011 og svo ákvað ég að
kaupa mér sams konar bát í kjöl-
farið. Ég hef verið í alls konar
hliðarverkefnum líka, ég er frekar
fjölhæfur og get gert ýmislegt.
Ég var sex til sjö ár í vélsmiðj-
unni og þar sem þetta var úti á
landi, fáir starfsmenn og enginn
sérhæfður í neinu, að þá þurftu
eiginlega allir að geta gert allt.
Þegar maður lærir vélstjórn þá
lærir maður svo mikið um vélar
og þess háttar og reynslan kennir
manni margt. Eins og að vera í
trilluútgerð því það er ekki nóg
að kunna að fara út á sjó og veiða
fisk. Maður þarf að geta bjargað
sér líka, bæði í viðgerðum og í
breytingum,“ segir Árni.
Eins og áður kom fram hefur
Árni mest af starfsævinni verið
sjálfstætt starfandi og prófað
ýmislegt. „Við pabbi stofnuðum
fiskmarkað á Vopnafirði og rákum
hann saman í mörg ár. Ég rak
sjoppu í Reykjavík í töluverðan
tíma sem hét Toppurinn og var í
Síðumúla. Ég tók meiraprófið um
aldamótin og hef gripið í það að
keyra í hinu og þessu. Ég hef verið
á „trailerum“ og malarflutninga-
bílum, svo á stærri bílum eins og
Búkollum sem eru mikið að flytja
grjót og svoleiðis en mest verið í
efnisflutningum.“ Má ekki segja
að það sé smá flökkueðli í þér? „Jú,
það verður að segjast eins og er
að ég hef þvælst víða um ævina en
svona er ég bara. Ég og konan mín,
Kristjana Halldórsdóttir, eigum
húsbíl og við ferðumst mikið á
honum á sumrin.
Árni er einn á strandveiðunum
en á grásleppunni á vorin er hann
ýmist með einn eða tvo með sér.
„Þegar ég hef verið á línu þá hef ég
verið með einn með mér á bátnum
og svo með einn til tvo að beita.
Það gekk ekki vel hjá mér í vor á
grásleppunni því það var svo mik-
ill þorskur. Við þurftum bara að
hætta veiðum út af honum eftir
aðeins 20 daga vertíð. Þú mátt ekki
henda þorskinum og þú getur ekki
hirt hann endalaust því það er svo
dýrt að kaupa kvótann.“
Hjördís dregin í land
Árið 2017 var Árni við veiðar á
Hjördísi á Flákanum í Breiða-
firði og voru þeir komnir með tíu
tonn af fiski sem var of mikið fyrir
þennan bát. Árni tilkynnti til Vakt-
stöðvar siglinga að báturinn væri
kominn með bakborðshalla og sjór
væri farinn að koma inn á þilfarið.
Þetta atvik situr ennþá í Árna. „Það
kom slagsíða á bátinn og þetta leit
ekki vel út á tímabili. Ég kallaði út
björgunarsveit og kom björgunar-
skipið Björg frá Rifi til okkar ásamt
björgunarsveit. Við lögðum af stað
í land og mættum þeim á miðri
leið. Við fórum yfir í björgunar-
skipið og það dró Hjördísi í land
en þá vorum við búnir að létta bát-
inn um eitt tonn og það var vigtað
upp úr honum 8,7 tonn. Á leiðinni
fór björgunarsveitin um borð og
lagaði dæmið þannig að þeir tóku
fiskinn frá lensportinu þannig að
sjórinn komst út aftur. Báturinn var
dreginn inn á Rif og við lönduðum
þar. Það gerðist ekkert alvarlegt,
það fór ekki sjór niður í vél eða
neitt svoleiðis. Það var varúðar-
ráðstöfun að nota neyðar hnappinn
í talstöðinni og það var töluverð
umræða um þetta óhapp á sínum
tíma, vegna þess að Gæslan kallaði
á nærliggjandi báta og það var bara
einn bátur sem hlustaði á neyðar-
rásina.“
Gleymdu símunum
um borð
Árni heldur áfram: „Svo var það hitt
að einhver úr björgunarsveitinni
tók fullt af myndum og sendi það
á nokkra fjölmiðla. Þegar við förum
yfir í björgunarskipið þá gleymdum
við í flýtinum að taka símana okkar
með okkur og svo þegar fjölskyldan
sá fréttina birtast þá byrja þau að
hringja í okkur. Við gátum auðvitað
ekki svarað og þau fóru að ímynda
sér það versta. Þetta var heilmikið
mál, upplýsingafulltrúi Lands-
bjargar hringdi í mig og vildi fá að
vita um þetta mál og ég átti langt
spjall við hann. Hann sagðist ætla
að taka þetta fyrir á fundi því ég
sagði náttúrulega við hann að þetta
gengi ekki svona að viðbragðsaðilar
væru að segja frá svona hlutum
þegar þeir væru að gerast. Nafnið
á bátnum sást alveg og einmitt út
af þessu þá þýðir það einfaldlega
að maður veigrar sig við að hafa
samband við björgunarsveitina til
að sleppa við svona umfjöllun. Ég
sagði einmitt við hann að ef lög-
regla og slökkvilið á slysstað væru
allir í þessu þá væri það ekki gott
mál. Hann hringdi svo nokkrum
dögum síðar í mig og sagði að þetta
hefði verið tekið fyrir á fundi og
þeir vildu alls ekki að þetta væri
þróunin. Þessi maður sem tók
myndirnar var tekinn af útkallslista
öðrum til varnaðar. Auðvitað eru
allir með síma og margir með sím-
ann á lofti en það er varhugavert að
vera að birta svona frétt strax, áður
en næst í nánustu aðstandendur.“
Margar hendur sem
koma að þessu
Þessa dagana er Árni á strand-
veiðum og rær út frá Ólafsvík.
Þegar blaðamaður hringdi í hann
var snarvitlaust veður og bræla en
daginn áður hafði hann fengið 700
kíló. „Það er búið að vera erfitt síð-
ustu daga að fá fiskinn í Breiða-
firðinum en þetta byrjaði mjög
vel. Ég held að strandveiðarnar
í ár verði bara út júní, kannski
nokkrir dagar í júlí ef ekkert verður
gert. Mér finnst pínulítið gleym-
ast í umræðunni að þetta eru
um 700 bátar sem eru á strand-
veiðum en við erum einnig að
tala um alla þjónustuna í kringum
þetta. Fiskmarkaðina, flutninginn,
höfnina, vélsmiðjurnar, olíuna, fisk-
vinnsluna og allan gjaldeyrinn. Það
eru svo margar hendur sem koma
að þessu, þetta hefur gríðarleg áhrif
á svo margt og fiskvinnslan hrósar
happi að geta keypt fiskinn af okkur.
Þeir verða fyrir miklum tekjumissi
af því að við erum stoppaðir af svo
snemma og einnig hvað varðar
samninga erlendis. Þeir eru kannski
búnir að semja við einhverja kaup-
endur um að útvega þeim fisk og
svo klikkar það og þá leitar kaup-
andinn annað því það þarf að vera
afhendingar öryggi líka.“
Slóðadragarinn
auðveldar störfin
um borð
Árni segir að hann landi á besta
fiskmarkaðinum á öllu landinu,
Fiskmarkaði Snæfellsbæjar. „Það er
langtum besti markaðurinn á land-
inu og ég hef komið á þá flesta.
Ég hef róið í Sandgerði, Akra-
nesi, Arnarstapa, Patreksfirði, Bol-
ungarvík, Skagaströnd, Raufarhöfn,
Vopnafirði og Bakkafirði. Hérna
í Ólafsvík er rosa fínt að vera því
Fékk trilluveikina ungur að árum
Rætt við Árna Björn sem víða hefur komið við – og alltaf togar sjórinn
Árni með tvær vænar grásleppur. Ljósm. af
Hjördís SH-36 á leið í land. Ljósm. af Hér varð skemmtiferðaskip á vegi Árna.
Árni að störfum um borð í maí á þessu ári.