Skessuhorn - 29.05.2024, Side 58

Skessuhorn - 29.05.2024, Side 58
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 202458 Fjórtán rafvirkjar ljúka námi frá FVA Pennagrein Í ágúst 2023 voru mættir rúm- lega 70 nemendur við rafiðn- aðardeildina í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Öll þrjú árin í rafvirkjun eru kennd við deildina og má segja að jafndreifing hafi verið á milli áranna. Fimm rafiðnaðarkennarar kenndu sl. vetur en þeir eru í staf- rófsröð: Davíð Reynir Stein- grímsson, Guðmundur Þór Þor- steinsson, Sævar Berg Sigurðsson, Trausti Gylfason (deildarstjóri) og Viktor Ýmir Elísson. Allir hafa þeir kennsluréttindi eða eru að ljúka réttindanámi. Kennt er eftir námskrá mennta- málaráðuneytisins eins og lög gera ráð fyrir. Á haustönn voru kenndar 1., 3., 5. og 7. önn í rafvirkjun en það var í síðasta sinn sem raf- virkjun er kennd á sjö önnum við FVA. Námskrá hefur verið breytt, námsgreinar sameinaðar, bætt við í áfanga þannig að rafvirkjunar- námið komist fyrir á þremur árum, sex önnum. Segja má að þetta hafi verið tvíþætt verkefni, að stytta námið en einnig var vandkvæðum bundið að manna kennslu sjöundu önnina þar sem erfitt er að finna rafiðnaðarkenna til að stökkva inn í eina önn til að klára þetta. Á vorönn voru kenndar 2., 4. og 6. önn. Reynt er að brjóta upp eins og kostur er hina hefðbundnu kennslu, t.d. með heimsóknum til nemenda úr atvinnulífinu og eins fara eldri nemendur í vettvangsferðir í fyrir- tækin í nágrenninu. Rafmennt, sem er í eigu Rafiðnaðarsambands- ins gefur alltaf nýnemum í grunn- deildinni vinnubuxur sem nýtast vel í verklegum áföngum og eins í vinnunni þegar lengra er komið. Heimsókn frá Mann- virkjastofnun er árleg en þá kemur aðili frá þeim og ræðir við nem- endur fjórðu annar um reglu- gerðir tengdar rafiðnaði. Eins eru öryggismál rafiðnaðarmanna tengd við reglugerðirnar en Pétur Svan- bergsson hefur komið og kennt nemendum ýmislegt er tengist fallvörnum á vinnustöðum. Á haustönn var farið með 5. og 7. önn í vettvangsferð í álverið í Straumsvík og eins var ferðin nýtt til að líta einnig á tengivirki Landsnets að Geithálsi. Í báðum þessum fyrirtækjum var afskaplega vel tekið á móti nemendum og þeir fræddir um fyrirtækin. Til- gangur ferðar í þessi tvö fyrirtæki var að kynnast dreifingu háspennu frá virkjunum og eins stórnotenda í áliðnaðinum. Á vorönn fóru nemendur í heim- sókn til RARIK í Borgarnesi. Eins og áður þá var tekið vel á móti nemendum, þeim skipt upp í hópa en starfsmenn RARIK höfðu stillt upp búnaði fyrir bæði háspennu og lágspennu sem nemendur fengu að kynna sér og skilja virkni búnaðar- ins. Sérstök ánægja var meðal nem- enda með þessa heimsókn og ekki sakar að nefna og þakka gestrisni RARIK. Á vorönn fóru tveir kennarar rafiðnaðardeildarinnar í heim- sókn til verknámsskólans BBS II í Gifhorn, EuropaShoule sem stað- settur er í Neðra-Saxlandi í Þýska- landi. Tilgangur ferðarinnar var að koma á tengslum við góðan verk- námsskóla erlendis fyrir áfram- haldandi þróun rafiðnaðardeildar FVA, nemendum, kennurum og stofnuninni til góðs. Þróun er ein af lífsnauðsynlegum þáttum deildar- innar til að gera nemendur hæfari í síbreytilegu umhverfi atvinnu- lífsins. Yfirskrift ferðarinnar var endurnýjanleg orka. Má segja að þarna hafi verið opnaður kanall fyrir frekara samstarfs og nemenda- skipti. Útskriftarnemar í rafvirkjun þann 24. maí 2024 eru 14 talsins. Ungmenni sem leita sér náms hjá rafiðnaðardeild FVA verða mikil- vægur hluti af framtíð íslensku þjóðarinnar. Gjört á Akranesi 23. maí 2024, Trausti Gylfason Nafn: Jón Theodór Jónsson Fjölskylduhagir/búseta: Ég er kvæntur Guðlaugu Jónsdóttur og við búum á Hvanneyri ásamt börnum okkar, þeim Sigrúnu Öldu 11 ára, Elínu Hörpu 9 ára og Aroni Huga 5 ára. Við erum að auki með tvo hunda, Haffa sem er Saint Bernard og Mána sem er blanda af allskonar. Starfsheiti/fyrirtæki: Framkvæmdastjóri og yfirþjálfari hjá knattspyrnudeild Skallagríms. Áhugamál: Ætli það séu ekki helst íþróttir og þá sérstaklega fótbolti og körfubolti. Dagurinn: Föstudagurinn 19. maí 2024. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Ég vaknaði klukkan 7:12 og fyrsta mál á dagskrá var að koma öllum gríslingum á fætur og gera börnin klár fyrir skóla og leikskóla. Viðurkenni að ég er í aukahlutverki þegar kemur að morgunverkunum en ég reyni að aðstoða Guðlaugu eins og ég get. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Ég fæ mér alltaf sama morgun- matinn. Vatn, hafrar, tvö egg og banana í blandara. Fínasta næring og tekur ekki langan tíma. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Skrifstofan mín er í Borgarnesi og Sigrún Alda eldri dóttir mín gengur í grunnskólann þar. Við lögðum af stað á slaginu átta og ég var mættur á skrifstof- una klukkan 8:22. Fyrstu verk í vinnunni? Opna tölvuna og svara öllum skilaboðum og póstum frá kvöld- inu áður. Ég fæ mér svo alltaf einn Nocco þegar ég mæti á skrif- stofuna og fer yfir stóru málin með Summa og Davíð, íþrótta- kennurum. Hvað varstu að gera klukkan 10? Klukkan 10 flesta daga þá hreyfi ég mig alltaf eitthvað. Oft- ast fer ég í tækjasalinn í íþrótta- miðstöðinni en undanfarið höfum við verið dugleg að nota íþróttasalinn eftir að skóla- íþróttirnar fóru út. Í dag var spil- aður tvíliðaleikur í blaki, svekkj- andi tap en frábær hreyfing. Hvað gerðirðu í hádeginu? Ég fer alltaf á Landnámssetrið í hádeginu. Hlaðborðið þar er bæði hollt og gott. Mæli með fyrir öll! Hvað varstu að gera klukkan 14? Klára að undirbúa æfingar dagsins og svo haldið út á gras þar sem strákar og stelpum á öllum aldri mættu á æfingar. Töluverður vindur úti á velli og helvíti kalt! Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Síð- asta æfingin klárast klukkan 18. Eftir hana þá tekur við frágangur, að safna saman öllum æfingabún- aði og ganga yfir svæðið í leit að boltum sem geta leynst hvar sem er. Hér byrja skrefin vægast sagt að dælast inn á úrið. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Bara stokkið í Nettó og brunað svo heim. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Á föstudögum er oft- ast heimagerð pizza. Aldrei þessu vant þá eldaði Guðlaug konan mín matinn og var pizzan bara nokkuð góð hjá henni. Elstu dóttur minni finnst pizza mjög vond en við hin látum hana ekki skemma partýið fyrir okkur. Skyr á hana og pizza fyrir okkur. Hvernig var kvöldið? Eftir mat- inn þá fór fjölskyldan út í fótbolta. Við reynum að gera það nokkrum sinnum í viku og spilum alltaf strákar á móti stelpum. Við Aron vinnum þetta yfirleitt og á því var engin breyting í kvöld. Eftir bolt- ann fóru allir í sitt horn á heim- ilinu en við Guðlaug horfðum saman á sjónvarpið. Ég fer yfirleitt síðastur að sofa og eftir að allir eru sofnaðir þá er gott að kúpla sig út úr öllum þessum fót- bolta sem er ríkjandi í mínu lífi og hætta að vera fótboltaþjálf- ari í smástund. Þá spila ég mikið tölvuleikinn Football Manager þar sem ég leik.. fótboltaþjálfara! Hvenær fórstu að sofa? Klukkan 23:30. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Bursta tennur, hleypa hundunum út að pissa og fara með bæn. „Góði Guð, viltu láta Liverpool ganga illa um helgina.“ Hvað stendur upp úr eftir daginn? Blakið stóð klárlega upp úr og þá sérstaklega þegar liðsfé- lagi minn, Eiður Sigurðsson, las yfir mér eftir eitthvað klúðrið hjá mér. „Fókus!“ Eitthvað að lokum? Við tölum oft um hve lífið var gott hér áður fyrr, þegar við vorum krakkar. Þá var leikið sér úti allan daginn og ekki hangið inni fyrir framan skjá. Ef lífið var svona gott og þetta eru okkar bestu minningar, þá skulum við gefa börnum í dag sömu æsku. Leikum við krakkana, kennum þeim leikina sem við ólumst upp við. Sýnum þeim athygli, bjóðum öllum að vera með og njótum þess að vera saman. Ekki segja, farðu út og leiktu þér, segjum eigum við að koma út og gera eitthvað. Lífið á að vera skemmtilegt og það á að vera gaman að vera til. hig Dagur í lífi... Framkvæmdastjóra og þjálfara Úr kennslustund í FVA. Í heimsókn hjá Landsneti.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.