Skessuhorn - 29.05.2024, Side 62

Skessuhorn - 29.05.2024, Side 62
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 202462 Rósa Björk Bjarnadóttir „Halla Tómasdóttir.“ Hjördís Dögg Grímarsdóttir „Halla Hrund Logadóttir.“ Valgarður Lyngdal Jónsson „Baldur Þórhallsson.“ Íris Aðalsteindóttir „Katrín Jakobsdóttir.“ Berta Ellertsdóttir „Katrín Jakobsdóttir.“ Hver heldur þú að verði næsti forseti Íslands? Spurt í Grundaskóla á Akranesi Spurning vikunnar Víkingur Ólafsvík og Selfoss mætt- ust í fjórðu umferð 2. deildar karla í knattspyrnu á mánudagskvöldið og var leikurinn á Ólafsvíkurvelli. Leikurinn átti að vera á laugar- daginn en var frestað vegna þess að hávaðarok var í Ólafsvík og aðstæður ekki alveg til þess fallnar að sparka í tuðru. Fyrir leik voru bæði lið taplaus í deildinni og ljóst að með sigri gátu heimamenn náð toppsætinu. Luis Alberto Ocerin kom Víkingi yfir á 17. mínútu og var það eina markið í fyrri hálfleik. Jón Vignir Pétursson jafnaði metin fyrir gestina með marki úr vítaspyrnu á 54. mínútu og hann var síðan aftur á ferðinni fjórum mínútum síðar, staðan 1-2 fyrir Selfossi. Þegar allt leit út fyrir að Selfyssingar færu með sigur af hólmi kom Björn Axel Guðjónsson Víkingi til bjargar þegar hann skoraði jöfnunarmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok við mikinn fögnuð heimamanna. Loka- tölur í Ólafsvík, 2-2, og staða efstu liða breyttist lítið við þessi úrslit. Selfoss er í efsta sætinu með tíu stig, í 2.-4. sæti eru Víkingur, Ægir og Haukar með átta stig, KFA er í 5. sæti með sjö stig og Völsungur í 6. sæti með sex stig. Í 10.-11. sæti eru KFG og Reynir Sandgerði með þrjú stig og neðst er KF án stiga. Næsti leikur Víkings er á móti Reyni S. á Brons vellinum í Sandgerði næsta föstudag og hefst hann klukkan 19.15. vaks Um síðustu helgi var Íslandsmót í hópfimleikum og stökkfimi haldið á Seltjarnarnesi undir stjórn Fim- leikadeildar Gróttu. FIMÍA átti stóran hóp keppenda, alls átta lið. Keppt var í gólf æfingum, dýnustökki og á trampólíni en gólfæfingar þurfa að innihalda níu erfiðleikastig; fjögur jafn- vægi, þrjú hopp og tvö heljarstökk; dýnustökk en þar verða keppendur að framkvæma að minnsta kosti þrjár samtengdar æfingar inn á stökkbrautinni. Á trampólíni þarf ein umferð að vera yfir hest, ein án hests og ein umferð má vera annað hvort yfir hest eða án. ÍA komst inn í efstu deild fyrir fimm árum síðan en aðeins fimm félög eiga lið í efstu deild og sýnir það hversu gríðarlega öflug upp- bygging hefur átt sér stað á Akra- nesi á liðnum árum. Lið ÍA missti þrjár lykilkonur í meiðsli rétt fyrir Íslandsmót og endaði liðið í fjórða sæti. Á laugardeginum var keppni í 3. flokki en liðið sendi þrjú lið til leiks sem höfnuðu í 2., 4. og 7. sæti í sinni deild. Á sunnudaginn var keppni í 2. flokki en stelpurnar náðu 5. sæti, einungis fjórum stigum frá 1. sæti. Mótinu lauk með keppni í stökk- fimi eldri en þar átti ÍA lið í hverri deild. Drengjalið ÍA varð Íslands- meistari í karlaflokki en blandað lið úr meistaraflokki landaði einnig Íslandsmeistaratitli eftir jafna og skemmtilega keppni. Nú er keppnis tímabilinu í hópfimleikum lokið en framundan er vorsýning Fimleikafélags ÍA sem verður laugardaginn 8. júní. hig/ Ljósm. Eyrún Reynisdóttir Leiknir voru þrír leikir í 4. deild karla í knattspyrnu á mánudaginn. Í Hveragerði tóku heimamenn í Hamri á móti Skallagrími en Borgnesingar náðu í sterkan heima- sigur gegn KFS síðastliðinn þriðju- dag, 2-1. Lið Hamars náði jafn- tefli á heimavelli í síðustu umferð og var því búist við jöfnum leik. Annað kom þó á daginn. Vafalaust hafði áhrif að alls vantaði átta í leik- mannahóp Skallagríms en mikill fjöldi þeirra er nú í útskriftarferða- lögum, víða um heim. Hamarsmenn komust yfir strax á 18. mínútu leiksins með marki Torfa Más Markússonar og Guido Rancez bætti við öðru marki fyrir Hamar á 29. mínútu. Staðan því 2-0 eftir hálftíma leik og töluverð brekka framundan fyrir lið Skallagríms. Alejandro Gomez minnkaði muninn fyrir Skallagrím í uppbótartíma og staðan því 2-1 í hálfleik. Í byrjun seinni hálfleiks gerðu svo Hamarsmenn út um leik- inn en Torfi Már Markússon kom stöðunni í 3-1 á 51. mínútu og Brynjar Óðinn Atlason kom Hamri í 4-1 á 64. mínútu. Inn í lið Skallagríms mættu tvö þekkt nöfn og komu þeir inn á í lok leiks. Sölvi Gylfason og Björgvin Hafþór Ríkharðsson svöruðu kalli félagsins og reyndu sitt til að hjálpa liðinu. Fyrrnefndur Torfi Már setti slaufu á leik sinn með sínu þriðja marki í uppbótartíma og úrslitin því 5-1 sigur Ham- ars. Skallagrímur er því með þrjú stig eftir þrjár umferðir á meðan Hamar er með 10 stig eftir fjórar umferðir. Næsti leikur Skallagríms er í Borgarnesi næstkomandi föstu- dag en þá tekur liðið á móti KH og hefst leikurinn klukkan 19.15. hig Björn Axel bjargvættur Ólsara Björn Axel bjargaði stigi gegn Selfossi. Ljósm. af Skallagrímur steinlá á Grýluvelli Björgvin Hafþór mættur á Grýluvöll. Ljósm: Knd. Skallagríms. Fimleikadeild ÍA sigursæl á Íslandsmóti Lið ÍA í keppni í gólfæfingum. Drengjalið ÍA með verðlaun. Blandað lið ÍA með verðlaun.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.