Skessuhorn - 29.05.2024, Side 63

Skessuhorn - 29.05.2024, Side 63
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2024 63 ÍA og Fram mættust í þriðju umferð Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu síðastliðið fimmtudagskvöld og var leikurinn í logninu í Akranes- höllinni. Fyrsta færi leiksins kom á 9. mínútu þegar Erna Björt Elías- dóttir átti góða sendingu inn á markteig Fram þar sem Erla Kari- tas Jóhannesdóttir var á auðum sjó en í staðinn fyrir að skjóta á markið í fyrsta missti hún boltann frá sér og ekkert varð úr sókninni. Í fyrri hálf- leik voru liðin að þreifa fyrir sér, mikið var um stöðubaráttu en lítið um alvöru færi. Framkonur kölluðu eftir víti eftir um rúmlega hálftíma leik þegar virtist vera brotið á Öldu Ólafsdóttur í teignum en ekkert var dæmt. Skagakonur voru þó líklegri á móti sterku liði Fram og þeirra hættulegasta færi kom á 36. mínútu þegar Erna Björt tók háan bolta á kassann við vítateiginn, setti hann inn fyrir vörnina og þar var Juliana Paoletti í dauðafæri en skaut fram hjá markinu. Fleira markvert gerð- ist ekki í fyrri hálfleik og staðan 0-0 í hálfleik. Framkonur komu af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn og uppskáru mark á 52. mínútu þegar Alda fékk boltann fyrir utan víta- teig ÍA og átti síðan ansi gott skot upp í samskeytin. Afar vel gert og ekki í fyrsta skiptið sem hún hrellir varnarmenn ÍA en hún skoraði tvær þrennur með Fjölni á móti ÍA í 2. deildinni í fyrra. Heimakonur færðu sig framar á völlinn eftir markið en gekk illa að skapa sér færi gegn sterkri og skipulagðri vörn gestanna. Dagbjört Líf Guðmunds- dóttir fékk ágætis færi á 77. mín- útu eftir hælsendingu frá Sunnu Rún Sigurðardóttur en skot hennar varði markvörður Fram auðveld- lega. Það kom í bakið á ÍA því fimm mínútum fyrir leikslok skoraði Fram annað mark og aftur var Alda þar á ferðinni. Hún fékk knöttinn hægra megin, rakti boltann í átt að teignum og átti hnitmiðað skot í fjærhornið sem Klil Keshwar mark- vörður ÍA átti ekki neinn möguleika á að verja. Þrátt fyrir sóknarsinn- aðar skiptingar hjá ÍA kom lítið út úr þeim og á 92. mínútu fékk Madison Schwartzenberger beint rautt spjald eftir að hafa brotið á leikmanni Fram sem var að sleppa inn fyrir vörnina. Gestirnir unnu að lokum sigur í hörkuleik tveggja sterkra liða, lokatölur 0-2 Fram í vil. Fram og Afturelding eru í 1. til 2. sæti með sjö stig en ÍA er í 6.-8. sæti ásamt Grindavík og ÍR með þrjú stig. Næsti leikur ÍA er á móti Sel- fossi sem er í fimmta sæti með fimm stig og því um afar mikilvægan leik að ræða. Leikurinn fer fram í dag, miðvikudag, á Jáverk-vellinum á Selfossi og hefst klukkan 18. vaks Kári og Hvíti riddarinn mættust í fjórðu umferð 3. deildar karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið og var leikurinn í Akraneshöllinni. Upphaflega átti leikurinn að vera í Mosfellsbæ en vegna veðurs var skipt á heimaleikjum liðanna. Hvíti riddarinn náði forystu á 22. mín- útu með marki frá Alexander Aroni Tómassyni og staðan 0-1 í hálfleik. Alexander Aron var síðan aftur á ferðinni á 78. mínútu og gestirnir komnir með tveggja marka for- skot. Lítið gekk hjá heima- mönnum að minnka muninn og það var ekki fyrr en á sjö- undu mínútu í uppbótartíma sem varamaðurinn Marinó Hilmar Ásgeirsson náði að skora fyrir Kára. Lokatölur 1-2 Hvíta í vil og frekar svekkjandi tap hjá Kára eftir góða byrjun í deildinni. Káramenn eru í 3. til 5. sæti deildarinnar með sjö stig ásamt Víði og Árbæ en efst er Augnablik með fullt hús stiga eða tólf og Magni er í öðru sæti með níu stig. Næsti leikur Kára er á móti KFK sem er í 6. til 8. sæti með sex stig eins og Sindri og Hvíti riddarinn og verður viðureignin á morgun, fimmtu- dag. Leikurinn fer fram í Akranes- höllinni og hefst klukkan 19.15. vaks Tilkynnt var í síðustu viku að körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur náð að semja við Pétur Má Sigurðsson um þjálfun meistara- flokks karla. Skrifar Pétur undir tveggja ára samning en hann tekur við liðinu af Atla Aðalsteinssyni sem stýrt hefur því undanfarin ár. Auk þess mun Pétur sitja í gæða- hópi þjálfara sem hefur það mark- mið að mynda, skýra og fylgja eftir samfellu í þjálfun yngri flokka og upp úr. Hann mun einnig halda utan um ungmennaflokk félagsins. Pétur Már er með góða reynslu af þjálfun og er útskrifaður með BS gráðu í íþrótta- og heilsufræðum auk þess sem hann er með kennslu- réttindi fyrir grunn- og mennta- skóla. Pétur hefur þjálfað bæði karla- og kvennalið Vestra undanfarin ár ásamt því að koma að þjálfun yngri landsliða Íslands en hann þjálfar og stýrir einmitt U20 ára landsliði karla nú í sumar. Pétur þekkir vel til í Borgarnesi en hann lék á árum áður með liði Skallagríms, fyrst árið 2002 og spil- aði þrjú tímabil með millilendingu á Ísafirði til ársins 2007. hig Það voru hressir krakkar sem lögðu land undir fót síðasta föstudag er þeir stigu upp í rútu snemma morg- uns. Þá var ferðinni heitið alla leið í Neskaupstað þar sem Íslandsmótið í blaki fór fram. Keppt var allan laugardaginn og fyrri hluta sunnu- dags. U12 og U14 lið í UMFG lentu bæði í öðru sæti og hlutu silfur. Tvö lið voru í U12 og lentu þau í fjórða og tíunda sæti. U14 lið stúlkna lenti í fimmta til sjötta sæti af fimmtán liðum. Öll liðin stóðu sig frábærlega og var frábær stemning í hópnum. Liðin komu ekki heim fyrr en seint aðfararnótt mánudags og hafa líklega nokkrir krakkar verið frekar framlágir í skólanum á mánudag. tfk Skagamenn léku tvo leiki í liðinni viku í Bestu deild karla í knattspyrnu og var fyrri leikurinn á móti Fram á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal. Hann endaði með 1-1 jafntefli þar sem Viktor Jónsson skoraði mark ÍA í seinni hálfleik eftir að Guðmundur Magnússon hafði komið heimamönnum yfir. ÍA og Víkingur Reykjavík áttust síðan við síðdegis á laugardaginn og var viðureignin á Elkem vellinum á Akranesi. Aðstæður til knattspyrnu- iðkunar voru alls ekki góðar, mikill vindur var og ekki hægt að bjóða upp á neinn samba fótbolta enda voru áhorfendur frekar fáir eða um 350. Fyrsta hálftímann gerð- ist lítið, menn voru að reyna að átta sig á vindinum og liðin fengu engin alvöru færi. Eina dauðafærið í fyrri hálfleik kom á 35. mínútu þegar Helgi Guðjónsson átti skot að marki ÍA, Árni Marinó markvörður varði boltann út til Danijel Djuric sem náði skoti sem Árni varði vel í horn. Markalaust eftir fyrri hálfleik og leikmenn eflaust fegnir að kom- ast inn í klefa til að fá smá pásu frá veðrinu. Það dró svo til tíðinda á 54. mín- útu þegar boltinn var sendur fyrir inn á teig Skagamanna þar sem Dju- ric tók við honum á markteignum og lét sig síðan falla með tilþrifum eftir baráttu við Marko Vardic. Erlendur Eiríksson dómari leiksins beit á agnið og dæmdi vítaspyrnu og vísaði Marko út af vellinum með rautt spjald. Ansi harður og umdeildur dómur en það kom ekki í veg fyrir að Borgfirðingurinn Helgi skoraði örugglega úr vítinu. Staðan 0-1 fyrir Víkingi og einum færri reyndu Skagamenn að jafna metin og vildu fá vítaspyrnu á 66. mínútu þegar Viktor Jónsson féll í teignum en ekkert var dæmt. Eftir þetta voru gestirnir aðgangsharðari en á næstsíðustu mínútunni fékk Arnór Smárason boltann inn á teig Víkings, hann náði skoti en bolt- inn fór framhjá. Lokatölur 0-1 fyrir Víkingi og svekkjandi niðurstaða fyrir heimamenn í ÍA. Skagamenn eru í áttunda sæti eftir átta umferðir með tíu stig en efstur er Víkingur með 21 stig, Breiðablik er með 18 stig og Valur í því þriðja með 15 stig. KA er í næstneðsta sæti með fimm stig og Fylkir situr á botninum með fjögur stig. Næsti leikur ÍA er á móti KA næsta laugardag á Greifavellinum á Akureyri og hefst klukkan 16. vaks Vafasamt víti réði úrslitum á Skaganum Helgi Guðjónsson tryggði Víkingi öll stigin gegn ÍA. Ljósm. fotbolti.net Kári með tap á móti Hvíta riddaranum Byrjunarlið Kára gegn Hvíta riddaranum. Ljósm. kári UMFG fór í keppnisferð í Neskaupstað Hópurinn sem gerði gott mót á Neskaupstað. Alda sá um Skagakonur í sigri Fram Byrjunarlið ÍA gegn Fram. Ljósm. kfía Pétur Már Sigurðsson tekur við Skallagrími Pétur Már Sigurðsson og Sigríður Bjarnadóttir, formaður körfuknattleiksdeildar Skallagríms, við undirritun. Ljósm. Skallagrímur

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.