Mímir - 01.06.1967, Page 5

Mímir - 01.06.1967, Page 5
HEIMIR PÁLSSON: RITTENGSL LAXDÆLU OG NJÁLU Ritgerðarkorn þetta er að stofni til ritgerð til fyrra hluta prófs í íslenzkum fræðum 1967. HVAÐ ER RITTENGSL? Tvennt virðist það einkum vera, sem nefnt er á íslenzku rittengsl: annars vegar efnisleg tengsl, og hins vegar orðatengsl, orðalíkingar, sem eðli sínu samkvæmt eru vart hugsanlegar án þess um náskylt efni sé fjallað. A hinn bóginn ber að hafa hugfast, að efnisflutningur gemr átt sér stað án þess að sjá megi nokkur veruleg merki hans í orðalagi. Mörg dæmi mætti nefna þessu til sönnunar, en hér skal eitt látið nægja, tekið úr nútímabókmenntum íslenzkum. I upphafi Brekkukots annáls segir Halldór Laxness: Vitur maður hefur sagt að næst því að missa móður sína sé fátt hollara úngum börnum en missa föður sinn.1 I bók sinni, Svartri messu, segir Jóhannes Helgi: Berklar eru það bezta sem getur hent skáld, næst því að drepast.2 I þessum dæmum er efnið svo fágætt, hugs- un svo sérstæð, að erfitt er að hugsa sér, að ekk- ert samband sé á milli. Þar við bætist, að fráleitt er, að Jóhannes Helgi hafi eigi a. m. k. glugg- að í upphaf Brekkukots annáls. En erfitt er að koma við beinni sönnun um efnisflutning, þeg- ar svo háttar til sem hér, að orðalíkingar eru hreint engar. Þegar hliðstæð dæmi þessum koma fyrir í fornum bókmenntum, má segja, að villandi sé að tala um rittengsl, þar sem allt eins geti verið um að ræða efnisflutning í munnlegri geymd. Því gæti jafnvel verið rétt að tala um sagntengsl í slíkum tilvikum, eða hvernig ætti að vera unnt að gera ráð fyrir nokkru svipmóti tveggja sagna í munnlegri geymd, ef ekki í efnisatriðum? Að þessu mun nánar vikið síðar. I doktorsritgerð sinni, Um Njálu, fjallar Ein- ar Olafur Sveinsson í alllöngum kafla um rit- tengsl almennt. Gerir hann þar grein fyrir þeirri merkingu, sem hann leggur í orðið rittengsl. Þar segir m. a.: Af áhrifum sögu á sögu skal í þessum kafla aðeins rætt um sérstakan þátt, er vér táknum með orðinu „not". Látum vér það ná yfir tvö atriði. I fyrsta lagi mátti færa sér í nyt fróðleik þann, sem hin eldri saga hafði að geyma. Þar mátti læra ættvísi og mannfræði og hafa hliðsjón af þeim atburðum, sem þar var frá sagt, draga af þessu ályktanir og jafnvel prjóna við. Þetta hafa hinir fornu söguritarar gert alveg óspart. Þessi „not" eru aðallega vísvitandi, að miklu leyti hugarstarfsemi og alltaf einskonar sagnfræði. En í öðru lagi mátti sækja sér í aðrar sögur efni og lýsingar, ekki sízt til uppfyllingar, prýði og skemmt- 5

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.