Mímir - 01.06.1967, Blaðsíða 6
unar, en þó gat slíkt tökuefni líka verið beinlínis
kjarni hins nýja rits. Það, sem einkennir þessa „notk-
un", hvort sem hún var annars mikil eða lítil, er
þetta: efnið er flutt til og tengt við nýjar persónm;
atburður, sem í einni sögunni kemur fyrir A, er í
annari sögunni látinn koma fyrir B; lýsing á búnaði,
yfirlitum o. s. frv. er á sama hátt flutt til. í þess hátt-
ar notkun er alltaf fólginn skáldskapur, og fer hann
fram höfundi óvitandi jafnt og vitandi.3
Þessi tvískipting rittengsla er, eins og áður er
sagt, á margan hátt handhæg og sjálfsögð, en í
greinargerð E. Ó. S. koma þó fram varhuga-
verð atriði að því er virðist. Þegar talað er um
notkun á sögu, sem fari fram „höfundi óvitandi
jafnt og vitandi", sýnist komið út á hála braut.
Hér er að vísu um efnisflutning að ræða, en
eins og áður er getið, er hann oft og tíðum harla
torsannaður, og erfitt er í þessum tilvikum að
koma við vísindalegri fræðimennsku. Má í þessu
sambandi benda á það, sem sami höfundur seg-
ir síðar um þetta efni. Bls. 93 í Ritunartíma ís-
lendingasagna (Rvk. 1965) segir:
Efnislíking þarf ekki endilega að merkja rittengsl;
sama atvik getur gerzt tvívegis, eða sama sagnaminni
getur orðið til tvívegis í óháðum munnlegum sögn-
um — og loks eru áhrif einnar munnlegrar sagnar á
aðra alþekkt fyrirbrigði. En því meiri sem líkingin
er og því fleiri og sérkennilegri atriði sem til greina
koma, því sennilegri eru rittengslin.
Af sjálfu leiðir, að hin ómeðvitaða notkun,
sem E. Ó. S. gerir ráð fyrir, gefur honum all-
frjálsar hendur um ýmislegt, sem annars hefði
verið býsna örðugt viðfangs. Verður nánar
fjallað um það síðar í greininni. En næst skal
litið á allharða gagnrýni, sem fram hefur kom-
ið á kenningar E. Ó. S. hjá Theodore M. And-
ersson, aðstoðarprófessor við Harvard háskóla.
Andersson hrekur með nokkrum rökum það,
sem E. Ó. S. hafði áður talið sanna rittengsl Lax-
dælu og Njálu, og niðurstöður hans verða:
That Njáls saga’s author learned his art by reading as
well as by listening is a supposition that one can
readily accept, but that the influence from written
family sagas involved content has not been shown.4
Augljóslega gengur Andersson feti of langt
í fullyrðingum sínum á sama hátt og E. Ó. S.
áður, enda virðist þetta fullkomlega hvarfla að
Andersson, því að hann segir litlu síðar á þá
leið, að sjálfsagt sé að halda áfram leit að lík-
ingum sagna á milli, þótt hann telji þær ekki
sannaðar í þessu tilviki. Er athyglisverð sú var-
kárni, sem hann leggur áherzlu á, að hafa beri
í þessu sambandi. Sýnist einboðið að taka all-
nokkurt tillit til ábendinga Anderssons og at-
huga, hvernig málið lítur þá út.
Af því, sem þegar hefur verið á bent, verður
augljóst, að efnisleg tengsl sagna eru harðla oft
torsönnuð. Skal hér á eftir bent á helztu atriði,
sem virðist bera að varast í því sambandi:
1. Komi sama efnisatriði fyrir í fleiri sögum en
tveim, verður vitanlega því erfiðara að sjá,
hvaðan það er komið, þeim mun fleiri sem
sögurnar verða. Séu þær t. d. orðnar fjórar
eða jafnvel fleiri, má fara að teljast líklegt,
að um hreina flökkusögu sé að ræða.
2. Því smávægilegra sem efnisatriðið er og því
almennara eðlis, þeim mun minna sönnun-
argildi hefur það líka.
3. Sé efnisatriðið mjög eftirminnilegt, er hugs-
anlegt, að um munnleg tengsl sé að ræða,
og þarf þá fleira en það atriði eitt, til að
unnt sé að færa veruleg rök fyrir tengslum
sagnanna, eða a. m. k. til að unnt sé að sýna,
að þau tengsl hafi fyrst komið fram, eftir að
eldri sagan var færð í letur.
Þessi þrjú atriði virðast mér skipta meginmáli,
þegar úr því skal skorið, hvort efnisatriði er
komið frá einni sögu skráðri til annarrar.
Næst skal litið á orðalíkingar eða orðatengsl
Þar er sannarlega ýmislegt að varast líka, og
skal hér vitnað í ágætan kafla í Rimnartíma
Islendingasagna, þar sem segir:
Öruggast merki um rittengsl er líking í orðalagi. Hér
er vitaskuld marklítið, þó að í tveimur ritum komi
6
*