Mímir - 01.06.1967, Blaðsíða 8
LAXDÆLA OG NJÁLA
Til hægðarauka verður tengslum þessara tveggja
sagna skipt hér í efnistengsl og orðatengsl, en
hafa ber hugfast, að alls ekki er auðgreint á
milli flokkanna, og gemr því vel orðið sú raun-
in á, að í öðrum flokknum verði dæmi, sem allt
eins hefði mátt fylgja hinum. Einnig má minna
á það, sem áður er sagt hér í ritgerðinni, að litl-
ar líkur eru fyrir orðatengslum án nokkurra
efnistengsla.
A. Efnistengsl
í ritgerð sinni Um Njálu, bls. 106-108 telur
E. O. S. upp þau efnisatriði, er Kersbergen hafði
áður talið mestar líkur fyrir, að höfundur Njálu
hefði fengið frá Laxdælu. Með því að E. Ó. S.
fellst nær athugasemdalaust á þessi atriði öll,
sýnist full ástæða til að gefa þeim einna gleggst-
an gaum þeirra, sem til greina koma. Skulu
atriðin talin hér á eftir til hægðarauka. Tölur
innan sviga vísa til kafla í útgáfu Hins íslenzka
fornritafélags.
Laxdœla (ísl. fornr. V).
1. Kjartan og Ingibjörg
(41).
2. Þuríður — Geir-
mundur (30).
3. Hrakningur Ólafs pá
(21).
4. Fall Helga Harð-
beinssonar (64).
5. Sauðamaður Helga
lýsir þeim Þorgilsi
(63).
6. Tvö fyrstu hjóna-
bönd Guðrúnar (34;
35).
7. Frýja Guðrúnar (60).
Skal nú stuttlega rætt um hvert atriði fyrir
sig.
Finnur Jónsson benti á líkingu með frásögn
Njálu af Gunnari og Bergljótu og frásögn Lax-
dælu af Kjartani og Ingibjörgu. Taldi Finnur
líkinguna styðja þá skoðun sína, að frásögnin
væri uppspuni í Njálu („vermutlich ein un-
historischer Zug”). Nefndi hann og því til sönn-
unar, að engin leið væri að finna Bergljótu
þessa, þar eð hann taldi hana ekki geta verið
konu Einars þambarskelfis.10
A. C. Kersbergen sýnir fram á, að þetta atr-
iði sé miklu nauðsynlegra í Laxdælu sakir þess,
sem á eftir komi. Um frásögnina í Njálu segir
hún hins vegar: „... in de Nj. dient zij alleen
om den lezer nog beter te doen beseffen, welk
een geéerd man Gunnarr aan het Noorsche hof
was, dat zelfs Hákon jarl hem zijn dochter tot
vrouw wilde geven.”11
Andersson telur engar sönnur unnt að færa
á tengsl sagnanna á þessum stað, heldur sé hér
um að ræða algengt sagnaminni eða flökku-
sögu um ævintýramanninn og prinsessuna (”The
adventurer and the princess”).12
Nokkrar stoðir renna undir skoðun Anders-
sons. Minna má á, að orðalíking er engin þarna,
og einnig má benda á, að líkt atriði hefur áður
komið fyrir í Njálu, þar sem segir af viðskipt-
um Gunnhildar og Hrúts. Má glöggt finna, að
Njáluhöfundur telur engan Ijóð á ráði sögu-
persóna sinna, að þær hafi verið í dáleikum
við tignar konur. Andersson minnir einnig á at-
ferli Haralds harðráða í Miklagarði.
Að þessu athuguðu sýnist lítið verða sannað
með þessu atriði um rittengsl sagnanna, en tek-
ið skal fram, að þetta afsannar heldur á engan
hátt þær kenningar.
Um næsta líkingaratriði, þ. e. þegar Þjóstólf-
ur heggur sundur borð á skútu Þorvalds og hins
vegar frásögn Laxdælu af því, er Þuríður lætur
bora gat á bát Geirmundar, segir E. Ó. S., að
sér þyki óþarft að telja það úr Laxdælu komið í
Njálu, enda þótt um orðalíkingu sé að ræða,
hún sé aðeins algengt orðalag.13 Þetta sýnist
hárrétt athugað, einkum sé haft í huga, hve
Njála (ísl. fornr. XII).
1. Gunnar og Bergljót
(31).
2. Þjóstólfur ■—■ Þor-
valdur (12).
3. Skipbrot Flosa;
hrakningur Njálssona
(153; 83).
4. Fall Gunnars (77).
5. Sauðamaður Njáls
lýsir sofendum (69).
6. Tvö fyrstu hjóna-
bönd Hallgerðar (9-
12; 13-17).
7. Frýja Hildigunnar;
viðskipti Hróðnýjar
og Ingjalds (116;
124).
8