Mímir - 01.06.1967, Page 9
gjörólíkar frásagnirnar eru að öðru leyti, en
einnig hitt, að Kersbergen nefnir fleiri staði í
Islendingasögum og víðar, þar sem sagt er frá
spjöllum unnum á skipum.14 Orðalíking þarna
er í því einu fólgin, að í Njálu segir: „... fell
inn sær kolblár,”10 en í Laxdælu segir: „... þá
finna þeir, at sjár kolblár fellr at þeim."1G Sýnist
enginn vafi á, að þarna er aðeins um algengt
orðalag að ræða, og benda má á, að í einu
dæminu, sem Kersbergen nefnir, Bósa sögu,
segir: „ ... en þegar skipunum var fram hrundit,
fell þar í kolblár sjór..(texti Kersbergen).
Þriðja atriði efnistengsla, eins og þau vom
talin hér að framan, er frásagnir Njálu af skip-
broti Flosa við Orkneyjar og sjóhrakningum
Njálssona annars vegar, og lýsing Laxdælu á
hrakningum Ólafs pá hins vegar. Kersbergen
ritar um þetta efni í bók sinni á blaðsíðu 138-
140. Þar nefnir hún áþekk atriði úr þrem sög-
um öðmm en Njálu og Laxdælu. Þessar sögur
eru: Egils saga, Fóstbræðra saga og Eyrbyggja
saga. Eitt virðist sameiginlegt öllum þessum frá-
sögnum: alltaf ber menn að landi þar, sem sízt
skyldi. Að vísu ætlaði Ólafur pá til írlands, en
honum kom þó bagalega, að þeir skyldu „fjara
uppi svá sem hornsíl." Þá Njálssyni rekur beina
leið í fang óvina, og svipað er að segja um
Flosa, er hann ber að landi þar, sem Sigurður
jarl ræður ríkjum, en Helgi Njálsson hafði áður
verið hirðmaður hans. Er yfirleitt athyglisvert,
hve mjög svipar saman hinum tveim lysingum
Njálu á hrakningum. Þar eru orðalíkingar meira
að segja talsverðar, en ekki verður séð nokkur
ástæða til að fullyrða, að Njáluhöfundur hafi
lært að segja frá sjóhrakningum í Laxdælu.
Slíkar ferðir hljóta að hafa verið höfundi Njálu,
sem og öðrum Islendingum, hugstæðari en svo,
að hann þyrfti að leita til nokkurs ákveðins höf-
undar til að verða fullfær um frásögnina.
Þá kemur að fjórða atriði, falli Helga Harð-
beinssonar og falli Gunnars á Hlíðarenda. Þetta
atriði virðist einna ljósast dæmi um tengsl Lax-
dælu og Njálu, en sannarlega er ekki auðvelt
að gera sér grein fyrir, hvernig þeim er háttað.
Andersson fullyrðir að vísu, að ekkert samband
þurfi að vera milli sagnanna á þessum stað.17
Alítur hann ekkert einsdæmi, að maður sé lagð-
ur gegn út um skjá, og vísar loks til frásagnar
Grettis sögu af falli Grettis.18 Þessi síðasta at-
hugasemd sannar vitanlega ekkert um tengsl
Laxdælu og Njálu, þar eð Grettla er sannanlega
rituð síðar en Laxdæla og jafnvel síðar en
Njála.19 Skulu nú frásagnirnar athugaðar nánar.
Lýsingar beggja sagnanna hefjast með því, að
maður hleypur að húsi, annars vegar að seli
Helga, hins vegar að skála Gunnars, til þess að
kanna, hvort sá sé heima, er sækja skal. I báð-
um sögunum eru árar þessir lagðir út um glugga.
Næst segir Laxdæla frá því, að þeir Þorgils
ganga á ásenda og brjóta hann sundur í miðju.
Er þá sjálfgert, að þeir Helgi verða að freista
útgöngu. I Njálu segir aftur á móti frá því, að
Gunnar verst alllengi með boga sínum. Ekki
þarf þetta þó að afsanna skyldleika frásagnanna.
Njáluhöfund hefur, sem nærri má geta, fýst að
sýna, hver hetja og stríðsmaður Gunnar var.
Mátti þá kalla hart aðgöngu, ef hann fengi ekk-
ert tækifæri til að sýna bogalist sína, og það var
vitanlega ógerlegt í návígi. Því bætist við í
Njálufrásögnina sá kafli, er þeir Gizur sækja, en
Gunnar verst með boganum. Þessu næst kemur
að því, að þeim Gizuri verður Ijóst, að þeir fá
Gunnar aldrei sóttan, meðan hann kemur bog-
anum við. Verður þá fyrst fyrir bragðið, sem
beitt var í Laxdælu: þakinu er svift af. En Njálu-
höfundi hefur verið vel Ijóst, að fráleitt var að
láta þá Gizur vinda þakið af með berum hönd-
um. Hann lætur þá taka tæknina í þjónustu
sína.
Sé þetta tekið til athugunar, verður ekki séð
það, sem sanni, að Njáluhöfundur hafi ekki get-
að orðið fyrir áhrifum frá Laxdælufrásögninni á
þessum stað. En hins ber að geta, að vafalítið
hafa gengið munnmælasagnir af frækilegri
vörn Helga Harðbeinssonar ekki síður en Gunn-
ars Hámundarsonar. Mætti vel hugsa sér, að
þessi sagnaminni hefðu orðið fyrir áhrifum
hvort af öðru, áður en hinn skrifaði stafur kom
til.
Fimmta líkingaratriðið er lýsing sauðamanns
9