Mímir - 01.06.1967, Side 10
Njáls á sofendum og hins vegar lýsing smala-
manns Helga Harðbeinssonar á þeim Þorgilsi.
Finnur Jónsson hafði áður bent á þetta, og segir
hann í Njáluútgáfu sinni: „... vgl. Laxd. c.
63; unsere stelle ist sicher durch jene beein-
flusst.''20
Kersbergen bendir á, að algengt sé í sögum,
að borin séu kennsl á menn eftir klæðaburði.21
Þetta leggur Andersson einnig mikla áherzlu á,
og telur hann, að lýsingu Njálu svipi á engan
hátt meira til Laxdælu en annarra sagna.22 Á
það ber og að líta, að sjálfsagt er og eðlilegt, að
það séu smalamenn, sem fyrstir verða varir
mannaferða: Þeir eru mest á ferli og hafa yfir-
leitt valið sér staði, þaðan sem vítt sér yfir. Bend-
ir Finnur Jónsson einnig á þetta.
Rétt er það, að frásögn Njálu er ekki svo
mjög lík frásögn Laxdælu á þessum stað. Höf-
undur Laxdælu er undir sterkum áhrifum frá
riddarasögum, og kemur það glöggt fram
þarna.23 í Njálu hefur hins vegar allt riddara-
sagnaprjál verið sniðið af. Ekki þarf þetta þó
að sanna nokkuð annað en að sögurnar voru
ekki samdar af sama manni né á sama tíma.
E. O. S. hefur bent á það, að á þessum stað
muni Laxdæla eiga sér erlenda fyrirmynd, e. t. v.
Þiðriks sögu.24 Ættartala frásagnarinnar verður
því hjá E. Ó. S. þannig:
Erlend fyrirmynd
Laxdæla
Njála25
Má þetta vel vera rétt — og raunar er senni-
legt, að Laxdæla sé sniðin eftir erlendri fyrir-
mynd á þessum stað — en ekki er augljós nauð-
syn á að telja hana ættlið í ættartölu Njálu-
frásagnarinnar. Sýnist litlu fráleitara að teikna
þessa ættartölu þannig:
Erlend fyrirmynd
Laxdæla Njála
Rök þau, sem E. O. S. færir fyrir sinni ættar-
tölu, eru í smttu máli þau, að Njála sé íslenzk-
10
ari en Laxdæla og Laxdæla sé afmr á móti ís-
lenzkari en hin erlenda fyrirmynd. Vart gemr
þetta talizt sönnun fyrir því, að höfundur Njálu
hafi sniðið frásögn sína eftir frásögn Laxdælu.
Stíll hans er svo ólíkur stíl Laxdæluhöfundar,
að engin líking verður fundin á þessum stað
a. m. k. Jafnvel mætti láta sér detta í hug, að
frásögnin væri m. a. sett í Njálu til þess að koma
að orðum Njáls um smala sinn: „Gott hjónatak,
ef slíkir væri margir..."
Þrátt fyrir það, sem nú hefur verið sagt um
þetta líkingaratriði, gildir þó hið sama um
tengsl sagnanna hér sem víðast ella: þau er
næstum jafnerfitt að sanna og afsanna.
Sjötta líkingaratriði sagnanna er annars veg-
ar hin tvö fyrri hjónabönd Guðrúnar Ósvífurs-
dóttur og hins vegar tvö fyrri hjónabönd Hall-
gerðar. Kersbergen gerir giögga grein fyrir
þessari líkingu, og skal það ekki rakið hér.26
Andersson telur þetta það atriði, sem helzt
sé takandi mark á, en bendir á hinn bóginn á,
að ýmislegt sé allólíkt. Hallgerður beri t. d. á-
byrgð á drápi bænda sinna tveggja, þó svo ann-
ar sé drepinn mjög að óvilja hennar. Þessu sé
ekki til að dreifa um Guðrúnu. Hjónabönd Hall-
gerðar telur hann hafa mikilvægu hlutverki að
gegna til að varpa ljósi á persónuleik hennar.
Hjónabönd Guðrúnar skipti hins vegar engu
máli á þann veg.27
Þetta er hárrétt athugað, en þó virðist Anders-
son sjást yfir eitt: Einmitt vegna þéss, hve hjóna-
böndum þessara kvenna er ætlað ólíkt hlutverk
í sögunum, verður á þeim sá mismunur, sem
fram kemur. Höfundur Njálu er enginn klaufi.
Hefði hann tekið sér frásögn Laxdælu að ein-
hverju leyti til fyrirmyndar á þessum stað, hlaut
hann að gera á henni verulegar breytingar. Hann
var fullfær um að nýta hjónabönd Hallgerðar til
fulls til að varpa Ijósi á skapgerð hennar. Verð-
ur ekki séð, að athugasemdir Anderssons afsanni
nokkuð um þetta líkingaratriði.
Sjöunda atriði er hefndarhvöt kvennanna. Um
hana eru eins og fyrr segir tvö dæmi í Njálu,
frýja Hildigunnar við Flosa og viðskipti Hróð-
nýjar og Ingjalds. E. Ó. S. telur hið síðara snið-