Mímir - 01.06.1967, Síða 11

Mímir - 01.06.1967, Síða 11
ið eftir hinu fyrra.28 Virðist engin ástæða til að rengja það. En þegar kemur að líkingunni við Laxdælu, hlaupa meiri snurður á þráðinn. Hef- ur Andersson véfengt þessi tengsl mjög á þeim forsendum, að áþekka frýju sé að finna víða í Islendingasögunum.29 Kersbergen nefnir all- mörg dæmi, m. a. Vopnfirðinga sögu, Hávarð- ar sögu Isfirðings, Harðar sögu, Heiðarvíga sögu og Eyrbyggja sögu.30 E. Ó. S. bendir á, að vel gætu Laxdæla og Njála átt sér sameiginlega fyrirmynd í einni áðurnefndra sagna, þ. e. Vopnfirðinga sögu.31 Verður ekki annað séð, en þetta fái vel staðizt. Ættartala hefndarhvatar- innar yrði þá þessi (ef gert er ráð fyrir tengslum við Laxdælu): Vopnfirðinga saga Laxdæla Njála Sannarlega er þessi ættartala hugsanleg, en ekki er þó fyllilega Ijóst, hvernig færa mætti sönnur á hana, þar sem Laxdæla virðist vera ættliður, sem öldungis óþarft sé að gera ráð fyrir. Hafi Njáluhöfundur á annað borð haft einhverja ritaða heimild eða fyrirmynd að lýs- ingu sinni á frýju, hví skyldi það þá ekki hafa getað verið Vopnfirðinga saga sjálf? Hitt má og ekki gleymast, að svo mörg dæmi, sem til eru um svipaða hefndarhvöt, hljóta þau að torvelda mjög, að kleift sé að rekja með nokkurri vissu ætt þessa kafla. Þá er lokið þessari upptalningu. Enn er að vísu ógetið allmargra smáatriða, sem Kersberg- en taldi í ritgerð sinni, en þau atriði álítur E. Ó. S. svo léttvæg, að þau auki lítt sem ekki á sönn- ur fyrir rittengslum Laxdælu og Njálu, þótt hann telji þau að sjálfsögðu geta verið frá Lax- dælu komin í Njálu. Verður nú vikið að annars konar tengslum en hér hafa verið tekin til athugunar. B. Orðatengsl I þessum kafla verður fjallað um nokkur þeirra atriða úr Laxdælu og Njálu, sem E. Ó. S. nefnir til „frekari sannindamerkja um það, að höfund- ur Njálu hafi þekkt Laxdælu."32 Skulu þessi at- riði að vísu ekki rakin öll, en látið nægja að ræða hin helztu. Fyrsta dæmi E. Ó. S. í þessum kafla er ann- ars vegar lýsing Laxdæiu á Jórunni Bjarna- dóttur, en hins vegar lýsing Njálu á Unni Marð- ardótmr. Vekur athygli, ef að er gáð, að E. Ó. S. tekur ekki lýsingar kvennanna í heild til sam- anburðar, heldur fellir niður hluta hvorrar um sig. Til frekari glöggvunar skulu þær ritaðar upp hér, en sett innan sviga það, sem E. Ó. S. sleppir. Laxdœla, ísl. fornr. V, 16 -17. (... þeira dóttir var Jór- unn;) hon var væn kona (ok ofláti xnikill; hon var ok skörungr mikill í vitsmunum.) Sá þótti þá kostr beztr í öllum Vestfjörðum. Hér sýnist athyglisvert, að það, sem innan sviganna stendur, er raunverulega sama eðlis um báðar konurnar: það lýsir skapgerð þeirra. Hefur þetta nokkra þýðingu vegna þess, sem hér fer á eftir. Eins og áður hefur verið bent á, rýrir mjög sönnunargildi efnisatriða og orðalíkinga, ef sama atriði eða mjög svipað er að finna annars staðar. Með lauslegu yfirliti yfir kvenlýsingar í Islendingasögum má sannfærast um, að tíðni orðanna „væn (kona)" og „kostr (beztr)" er slík, að þau virðast nánast hafa verið föst tízku- orð í lysingum fagurra kvenna eða kvenskör- unga. Skulu hér nefnd nokkur dæmi þessu til sönnunar. a) vcen I. Egils saga Skalla-Grímssonar, Isl. fornr. II. 1. ... hét Salbjörg; hon var kvenna vænst ok skör- ungr mikill... Bls. 4. 2. ... Gunnhildr var allra kvenna vænst ok vitrust ok fjölkunnig mjök. Bls. 94. Njála, ísl. fornr. XII, 5. (Hann átti dóttur eina, er Unnr hét;) hon var væn kona (ok kurteis ok vel at sér) ok þótti sá beztr kostr á Rangár- völlum. 11

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.