Mímir - 01.06.1967, Page 14
unar skulu kaflarnir, :
teknir orðrétt upp:
Laxdœla, Isl. fornr. V.
Víst ætlar þú nú, frændi,
níðingsverk at gera, en
miklu þykki mér betra
at þiggja banaorð af þér,
frændi, en veita þér þat.
BIs. 154.
sem hér er um að ræða,
Njála, ísl. fornr. XII.
En þó at því sé at skipta
ok segir þú satt, at annat
hvárt sé, at þeir drepi
mik eða ek þá, þá vil ek
hálfu heldr þola dauða
af þeim en ek gera þeim
nökkut mein. Bls. 278.
Augljóst er, að lítil líking er hér í þá veru,
að nomð séu sömu orð. Athyglisvert er aftur á
móti, að hugsunin er nákvæmlega hin sama. I
báðum sögunum er um það að ræða að vilja
heldur verða drepinn en veita vini sínum eða
vinum bana. Má benda á tvítekningu orðsins
frændi í Laxdælu. Með því er lögð áherzla á,
svo að ekki verður um villzt, að það er vinátt-
an, sem veldur því, að Kjartan vill heldur falla
en vega Bolla. A sama hátt má benda á þá setn-
ingu, sem Höskuldi er lögð í munn næst á und-
an því, sem hér var vitnað til: „Ok er hér svá
skjótt at segja," segir Hpskuldr, „um mik, at þú
segir aldri svá illt frá Njálssonum, at ek muna
því trúa."36 Greinilegt er, að sama vakir fyrir
báðum. Og hér bætist við eitt veigamikið atriði:
Hugsunin, sem hér kemur fram, er svo óvenju-
leg, sé litið á þá hetjuhugsjón, sem einlægt virð-
ist ríkjandi í Islendingasögum, að vart er ein-
leikið að finna hana á tveim bókum. Að vísu
mun óvíða koma fram afstaða kappanna til
víga, en fremur sýnist hún þó vera að drepa en
vera drepinn. Má þá minna á orð Gunnars í þá
átt, að honum þyki meira fyrir en öðrum mönn-
um að vega menn.37 Megi nokkuð marka þessi
orð, sýna þau, að Gunnari þykir heldur minnk-
un að því, að hann skuli kveinka sér við að
drepa menn. Sýnist óhætt að álykta sem svo, að
hér séu miklar líkur fyrir efnisflutningi, einmitt
vegna þess, hve hugsunin virðist fátíð.
Þá má að hinu spyrja: Hvers vegna er ekki
um að ræða meiri orðalíkingu, ef Laxdæla hefur
verið fyrirmynd Njáluhöfundar um þetta atriði?
Þessu virðist mega svara þannig: Höfundur
Njálu hefur ekki haft Laxdælu á borðinu fyrir
framan sig, á sama hátt og menn gera nú á
dögum, er þeir vinna úr heimildum. Hann hefur
hins vegar lesið Laxdælu, og síðar verður hon-
um á (e. t. v. ómeðvitað) að nota minnisstæða
atburði úr henni. Skal þetta nánar rætt síðar.
Lýsingar Bolla Bollasonar í Laxdælu og
Gunnars á Hlíðarenda í Njálu eru vægast sagt
nauðalíkar. Fer þar að jafnaði saman, að sömu
eiginleikar prýða báða mennina og sömu orð eru
notuð. Báðir eru ljóslitaðir, síðhærðir og gul-
hærðir, um báða er sagt, að nefið væri hafið upp
að framan, báðir taldir vera bláeygir, snareygir
og kurteislegir.38 Alls eru þetta sjö líkingaratriði
og mætti minna til að lesendum færu að koma
rittengsl í hug.
A það er að líta, að öll eru þessi atriði þess
eðlis að sæma vel glæsimennum, sum þeirra
hafa e. t. v. ekki verið svo fátíð í fari Islendinga,
en þar á móti kemur hitt, hve ótrúlega mörg
þau eru. E. 0. S. bendir á, að lýsing Kjartans sé
áþekk, en varla er þar um að ræða nema tvö
atriði, „ljóslitaðr" og „mikit hár hafði hann;"
frá öllu öðru er sagt á gjörólíkan hátt.30 Erfitt
er að skýra þessa lýsingu sagnanna á annan hátt
en með rittengslum. Þó sýnist hugsanlegt, að
höfundi Njálu hafi orðið lýsing Bolla Bollasonar
svo hugstæð, að hann noti sömu orð um Gunn-
ar án þess að hafa Laxdælu fyrir framan sig.
Lýsingarorðin eru öll fremur litrík og eftir-
minnileg og flest þess eðlis, að verða varla notuð
um annað en menn. Virðist varasamt að svo
komnu máli að fullyrða, að höfundur Njálu hafi
beinlínis endurritað lýsingu Laxdælu, en eðlileg-
ast að hallast fremur að hinu, að hann hafi fest
sér hana svo vel í minni, að hann noti hana án
þess að vera raunverulega að apa eftir öðrum.
Frásagnir Njálu af vígi Kols Þorsteinssonar
og Laxdælu af vígi Þorgils Höllusonar eru á
margan hátt líkar. Þó er varla unnt að tala um
orðalíkingu nema þar sem segir í Njálu: „ok
nefndi hgfuðit tíu, er af fauk bolnum,"40 sbr.
Laxdælu: „hofuðit nefndi ellifu, er af fauk háls-
inum" og síðar: „Enda fauk hpfuðit af boln-
14