Mímir - 01.06.1967, Blaðsíða 17

Mímir - 01.06.1967, Blaðsíða 17
SVERRIR TÓMASSON: AÐ MOKA FJÓSIÐ NOKKUR ORÐ UM LÝSINGU KENNSLUBÓKA Við hlið erlendra bóka hafa íslenzkar bækur lengi verið eins og illa rakaðir sauðamenn. Ber þar margt til. Utgefendur íslenzkra bóka hafa allt fram til þessa dags haldið, að útgáfa væri eins konar fisksala; þeir gætu slett bókunum framan í kaupendur eins og þeir væru að bjóða þeim togaraýsu. Og þeir sem keypt hafa, láta sér gjarna slorið lynda, utan nokkrir gagnrýn- endur, sem minnzt hafa á frágang og prentvill- ur í lok greina sinna. Ábendingar þeirra virðast hafa borið nokkurn árangur, því að mörg út- gáfufyrirtæki hafa tekið upp þann hátt að láta menntaða útlitsteiknara sjá um frágang bók- anna. Hins vegar hefur myndskreyting bóka, lýsing þeirra, verið á mjög lágu stigi. Ur því hefur enn ekki verið bætt; aðeins örfáir for- leggjarar hafa haft rænu á því að fá listamenn til að annast lýsingu bóka. Fá eru líka dæmi þess að myndskreyting verks hafi verið gagn- rýnd sérstaklega. Það er eðlilegt, sé haft í huga, að oftast nær eru það ekki listamenn sem lýst hafa, séu íslenzkar bækur myndskreyttar á ann- að borð. Þetta er reyndar aðeins herbragð, sem beitt er við alla vonda list; það verður að þegja hana í hel. Samt sem áður hrekkur það ekki alltaf til. Það verður að grípa til annarra ráða, stinga á kýlunum og reyna að þvo burt vilsurn- ar, svo að pestin breiðist ekki út. Nýlega varð ein af bókum Ríkisútgáfu náms- bóka umræðuefni skólamanna í dagblöðum höfuðborgarinnar. Barnakennarar, sem virðast vera eins konar lionsklúbbur íslenzks siðgæðis, mótmæltu einni teikningu í bókinni; töldu það ekki hollt ungum sakleysingjum að hafa stöð- ugt fyrir augum Gunnar nokkurn Hámundar- son, þar sem hann var að vega mann og kasta honum á Rangá út. Kennslubók sú, sem hér varð óvart fyrir aðkasti kennaranna, var Is- landssaga eftir Jónas Jónsson frá Hriflu. Þessi deila milli fyrirsvarsmanna útgáfunnar og skóla- mannanna er í rauninni dæmigerð fyrir ritdeil- ur íslenzkra; það er þráttað um keisarans skegg. Sjálft verkið, Islandssagan, var aldrei krufið. Enginn spurði, hvort bókin þjónaði sama upp- eldislega tilgangi og þegar hún kom fyrst út. Engum datt heldur í hug að gagnrýna mynd- skreytingu verksins; gera það upp, hvort sá maður, sem bókina lýsti, hefði þá hæfileika til að bera, sem krefjast verður af þeim mönnum, er slíkt leggja fyrir sig. I umræddri kennslubók teiknar Halldór Pét- ursson flestar myndirnar; aðrar eru ljósmyndir, gamlar eða nýjar, nokkrar af málverkum Col- lingwoods og Edwards Dayes í Þjóðminjasafni. Við upphaf og lok hvers kafla eru stílfærðar skreytingar eftir fornu ornamenti; getur farið vel á því, sé smekklega brotið um. Kver Jón- asar Jónssonar frá Hriflu hefst á frásögn um fund Islands. Segir þar m. a. frá Flóka Vilgerð- arsyni. Sú sögn er, eins og reyndar flestar forn- 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.