Mímir - 01.06.1967, Blaðsíða 19

Mímir - 01.06.1967, Blaðsíða 19
allar ætlaðar börnum og unglingum. Þær eiga að þjóna þeim tilgangi að kynna sögu landsins og skáldskaparlist. I annan stað virðist það hafa verið ætlun forlagsins að sýna æskumönnum góða myndlist; dráttlist, sem lýsti upp og væri unglingunum til yndisauka. Þetta hefur mis- tekizt. Forráðamönnum útgáfunnar er ekki Ijóst, að það er ekki nema á færi beztu lista- manna að lýsa fagurbókmenntir; um Islands- sögu gegnir öðru máli. Þar hefði verið betra að láta forna list, fornleifar, lýsingar í handritum, eða gamlan tréskurð lífga upp textann. Sagn- fræðin reynir að skýra frá því, sem raunveru- lega hefur gerzt; þess vegna er ákjósanlegt að láta fornminjar, gamla listmuni frá sömu öld- um og um er fjallað, tala til ungmenna. Og enn einn möguleiki er fyrir hendi. Hann er sá að hafa textana myndlausa. Láta hins vegar börnin sjálf gera myndir við hann. Það örvar ímynd- unarafl þeirra. Það veitir svo sannarlega ekki af því í veröld, þar sem allt í kringum ungling- inn miðar að því að svipta hann þessari gáfu: sjónvarp, kvikmyndir, myndablöð. A Islandi á nútímamyndlist örðugt uppdrátt- ar; ungir listamenn og gamlir eiga stöðugt í höggi við sleggjudóma samtíðarinnar; fólk skil- ur ekki, hvað þeir eru að gera. Þegar bezt lætur, eru þeir álitnir vera eins konar mublusmiðir. Þetta er vegna þess, að þjóðin hefur ekki fengið myndlistarlegt uppeldi. Lítið sem ekkert hefur verið gert til þess að stuðla að auknum þroska almennings á því sviði. Daufheyrzt hefur verið við ráðleggingum og gagnrýni mætustu lista- manna. Þessa sér vitaskuld alls staðar merki; í stofum alls þorra fólks hanga sömu póstkorta- myndirnar og hér voru í kamesum danskra kaupmanna fyrir aldamót. Gorkúlur, eins og Hallgrímskirkja, þjóta upp. Ljótar byggingar rísa út um allt land, eins og til að storka lands- laginu. Á allra síðustu árum hafa þó nokkrir teiknikennarar hafið tilraunakennslu í dráttlist; myndlist hefur verið kynnt með kvikmyndum, fyrirlestrum og sýningum í menntaskólum landsins. En til þess að unglingar nái góðum þroska í þessari grein, þarf fyrst að ryðja vondri list úr þeim bókum, sem þeir hafa stöðugt fyrir augum: Það þarf að moka fjósið, áður en ung- viðið kafnar. Þetta ætti að vera næsta verkefni Ríkisútgáfu námsbóka. Reykjavík, apríl 1967. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.