Mímir - 01.06.1967, Síða 22

Mímir - 01.06.1967, Síða 22
Samt glatast þetta stíleinkenni, ef menn lag- færa textann. (Lengst í þá átt gengur Finnur Jónsson,4 sem heldur að skáldið geti ekki látið Atla gera ráð fyrir bardaga, þegar hann hefur (sem virðist) vinsamlega boðið mágum sínum í heimsókn. Með þessari röksemd sleppir þá Finn- ur 4 vísuorðum, 1413-10. En hér gerir hann Atla allt of grunnhygginn. Þegar við athugum fálætið milli Húna og Burgunda, sem kemur greinilega fram í fyrri hluta kvæðisins, er skilj- anlegt, að Atli býst við ófriði af hálfu Burgunda. Eðlilegast er að hugsa sér 1412_1° sem eins kon- ar vísbendingu um þá hættu, sem vofir yfir.) Skilyrði þess, að hér sé um orðaleik að ræða, er auðvitað yfirsýn skáldsins yfir atburðarásina. Hann veit, hvað gerzt hefur og hvað á eftir að gerast. Dæmi um þessa yfirsýn gefur einnig 23. er. Hvernig getur Gunnar vitað, að það er hjarta Hjalla, sem verður fyrir hann borið? Það veit aðeins skáldið, sem virðist láta stuðlasetn- inguna ráða orðavali Gunnars hér. Bugge hafnar án umræðu þeirri skoðun, sem hér er haldið fram, að í 18. er. sé um stílein- kenni að ræða: „Atles Mænd skal efter Fortolk- erne kaldes Borgundernes Venner enten ironisk eller fordi Atle var besvogret med Gjukung- erne" (útg. bls. 286 nmgr.). Bugge gerir eins og sumir aðrir ágætir edduskýrendur. Þeir ein- blína á varðveizluna og lagfæra textann á grundvelli samanburðar við annan kveðskap, án þess að taka nógu mikið tillit til listrænna sér- kenna þess kvæðis, sem verið er að athuga. Þeg- ar þeir geta ekki skýrt tiltekið atriði öðruvísi, nota þeir hugtakið „slæma varðveizlu" sem eins konar deus ex machina. (Einar Ol. Sveins- son'’ viðurkennir þó, að „vinir Borgunda" geti átt við menn Atla: „í Atlakviðu (18. v.) standa orðin „vinir Borgunda", og gæti það átt við menn Atla, en almennt er þetta þó leiðrétt af útgefendum í „vin Borgunda" og skilið svo, að átt sé við Gunnar Gjúkason." En hann snýst eiginlega ekki við málinu.) Er það ekki að lítils- virða skáldið að hreyfa við verki hans á þann hátt, að rífa niður það sem hann reynir að byggja upp, að nema burt þau brögð, sem, þó að þau séu ómerkileg, sýna tilraun hans til að móta verk sitt listrænt út í hörgul? Hér er beitt þeirri aðferð að útskýra textann út frá textanum sjálfum, eins og hann stendur í handritinu. Sú aðferð getur auðvitað orðið ein- hliða, og sumir lesendur munu telja þessa grein gott dæmi um það. Samt sem áður virðist hún betri a priori. Við treysmm okkur ekki til þess að hafna með öllu tilgámm Bugges og Jóns Helgasonar, þar sem hér er um fornt hetjukvæði að ræða, með augljós tengsl, a. m. k. efnislega, við annan forngermanskan kveðskap. En við vildum benda á aðra möguleika til skýringar og sýna, að hægt sé að skilja hinn varðveitta texta án lagfæringa á þeim stöðum, sem rætt var um. Hvort við höfum haft árangur sem erfiði, hljóta aðrir að dæma um. TILVITNANIR 1 Die Atli-Lieder, Halle a. S. 1907, bls. 20. 2 I greininni „heim". 3 Vollst. Wörterb. zu den Liedern der Edda, Halle a. S. 1903, greinarnar „séa" og „heimr". 4 Atlakviða. Særtryk af Oversigt over det kgl. danske Vidensk. Selsk. Forhandl. 1912 Nr. 1, bls. 89. 5 Islenzkar bókmenntir í fornöld I, bls. 366. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 22

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.