Mímir - 01.06.1967, Page 23

Mímir - 01.06.1967, Page 23
HÖSKULDUR ÞRÁINSSON: MISÞYRMING Oft heyrist talað um lélegt málfar táninganna. Það er líka réttmætt. Alls konar málvillur, slettur og smekkleysur vaða uppi í málfari þeirra. Allir vita, að máltilfinning manna og orðaforði geta mótazt mjög af þeim bókmennt- um, sem þeir lesa. Það væri því fróðlegt að gera einhvern tíma ítarlega könnun á því, hvaða bókmenntir eru mest lesnar af táning- unum. Skyldi þá ekki koma í ljós, að vinsæl- asta lesefnið er alls konar sorprit, myndablöð, myndasögur í dagblöðum og vikublöðum og þýddar sögur af Jamesi Bond og álíka görpum? Vinsælustu ijóðskáldin eru líka áreiðanlega þau, sem hrúga saman þeim óskapnaði á „ensku" og „íslenzku" (orðin eru hér sett innan gæsalappa vegna óvenju víðrar merkingar), sem kallast einu nafni dægurlagatextar. A. m. k. er víst, að sá, sem ekki getur gólað vinsælustu dægurlögin með viðeigandi tunguburði (texta?), getur naumast talizt fullgildur þjóðfélagsþegn að dómi táninganna. — Þótt nákvæm könnun hafi enn ekki farið fram, mun ég í þessari grein minni gera ráð fyrir, að hugboð mitt um vinsæl- asta lesefni unga fólksins sé rétt. Hvers konar málfar er þá á þessum eftirlætis- bókmenntum æskunnar? Mér datt í hug fyrir skömmu að athuga það lítið eitt og keypti í því skyni nokkur sorprit og myndablöð og auk þess nokkur eintök af þeim geysivinsælu ljóðabók- um, sem heita ýmist Beztu danslagatextarnir, Nýjustu danslagatextarnir eða þ. u. 1. Eg hef raunar ekki enzt til að skoða mikið magn af þess- um bókmenntum niður í kjölinn. Engum dytti í hug að sitja við það dögum saman að efna- greina innihald skolpræsa. Sorpritin hafa stundum verið til umræðu opinberlega, en þó minna nú upp á síðkastið en fyrir nokkrum árum. Líklega stafar það af því, að menn eru nú orðnir svo sljóir fyrir alls konar innfluttum óþverra, að þeir eru farnir að líta á sorpritin sem sjálfsagðan þátt í menn- ingarlífi og bókaútgáfu Islendinga. — I þess- um ritum eru mestmegnis þýddar sögur og frá- sagnir af ýmiss konar sora og svívirðu. Mætti hér nefna nokkur heiti þáttanna til dæmis um efnisvalið: Eg var barinn til óbóta; Ég vil ekki deyja, en konan mín vill mig feigan; Ástríð- urnar stjórnuðu lífi rnínu; Skaðbrennda andlit- ið; Upp á milli hjóna; Morðingja leitað í vænd- ishúsi o. s. frv. Þýðingar þessar eru að jafnaði frábærlega hroðvirknislegar og illa gerðar, enda er þess vandlega gætt að leyna nöfnum þýðenda. I einu blaðanna, sem ég athugaði, stóð þessi at- hyglisverða setning: „Stöku sinnum þaut hrað- bátur á sjóskíðum framhjá og kallaði kveðju- orð."1 Ekki er nóg með það, að persónur þess- ara rita séu á ýmsan hátt ofurmannlegar, heldur fjalla þau líka um fjölhæfa hraðbáta, sem geta leikið sér á sjóskíðum og brugðið fyrir sig mannamáli, ef þeim sýnist svo. — I einu ritinu blasti þessi setning við á fyrstu síðu: „Hafi mér tekizt að lýsa henni svo, að lesandanum langi mest til að éta hana .. ."2 Nú skal ekki ausið meiru úr þessum nægta- 23

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.