Mímir - 01.06.1967, Síða 25

Mímir - 01.06.1967, Síða 25
Like valour’s minion carv’d out his passage Tili he fac’d the slave; Which ne’er shook hands, nor bade farewell to him, Till he unseam’d him from the nave to the chaps, And fix’d his head upon our battlements.7 Matthías þýðir þetta þannig: og eins og sannur sonur hugprýðinnar hjó kappinn beina braut unz hittir þrælinn, bauð hvorki hönd né hirti um langar kveðjur, en ristir sundur kvið hans upp í kok, og festir hausinn hæst á virkisvegginn.8 Þýðing Matthíasar er e. t. v. ekki alnákvæm, en a. m. k. kjarnyrt og hljómmikil. I barnaút- gáfunni verður textinn svona: hjó beina braut unz hittir þrælinn og festir hausinn á virkisvegginn.0 Eftir þessa meðferð gæti skilningur textans farið að vefjast fyrir ýmsum, auk þess sem hrynjandin er nú öll skökk og haltrandi. Síðar í leikritinu er Macbeth að tala um ofsjónir sín- ar. Þar segir í þýðingu Matthíasar óskemmdri: Nú gjörast augun allra vita fífl, að öðrum kosti betri’ en hin til samans. — Eg sé þig enn, og blóð á blaði og skafti, blóðdropa, sem ég sá ei fyrr en nú. —10 I bamaútgáfunni þannig: Nú gerast augun allra vita fífl, að öðrum kosti betri en hin til samans. — Og blóð á blaði og skapti, blóðdropa, sem ég sá ei fyr en nú. —11 Hér fer alveg á sömu leið og í fyrsta dæminu. Fellt er úr, en ekkert skeytt um að hagræða til samræmis, því sem á eftir kemur. Afleiðingin verður auðvitað torskilinn óskapnaður. Síðar í leikritinu: Macbeth og kona hans hafa myrt Duncan konung. Þau þvo blóðið af hönd- um sér, og að því loknu segir lafði Macbeth skv. þýðingu Matthíasar: Sjá, nú er mín hönd orðin eins og þín, en skammast mundi’ eg mín að vera' um hjartað eins hvít og þú ert.12 Með þessum orðum vill lafði Macbeth deila á hugleysi og magnleysi bónda síns — e. t. v. nokkuð óljósum orðum fyrir börn, en ekki tek- ur betra við í barnaútgáfunni: Sjá, nú er mín hönd orðin eins og þín, en skammast mundi ég mín að vera um hjartað.13 Slík speki hlýtur að bögglast fyrir brjóstinu á hálærðum bókmenntafræðingum, hvað þá börnum! Ekki tekst útgefendum þessum betur, er þeir skjóta inn í athugasemdum um söguþráðinn með eigin orðalagi. Ein þeirra hljóðar svo: Macbeth sat að Dunsinan og treysti á, að spádómar völvanna bjargaði sér,14 Það er hollt ungum börnum að bergja af þeim uppsprettulindum tungunnar, sem seytla kliðmjúkar undan tungurótum slíkra manna! Loks skulu sýnd örfá dæmi um orðaskýringar útgefenda Sígildra sagna: fararbroddur = leiðarvísir ijúfmeti = heiisulind snauður maður = maður af lágum ættum hangir = er þung15 Skylt er að geta þess, að sumar þessara Sígildu sagna eru allskemmtilegar aflestrar og gefa alls ekki slæma hugmynd um þau bókmenntaverk, sem þær eru útdrættir úr. Hins vegar er öllum heftunum sameiginlegur hroðvirknislegur frá- gangur og hrakleg réttritun. Er það mjög slæmt, því að með vandvirkni og nákvæmni hefði verið hægt að gera þetta hin ákjósanleg- ustu rit fyrir börn, — rit, sem hefðu getað vakið hjá bömunum löngun til að kynna sér betur og lesa þessi frægu bókmenntaverk í heild sinni. 25

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.