Mímir - 01.06.1967, Qupperneq 27

Mímir - 01.06.1967, Qupperneq 27
Ég held, að hér hafi útgefendur enn gert textahöfundi Ijótan grikk, og 4. vo. í þessari mynd sé „síðari tíma innskot" og síðari hluti vísunnar hafi frá höfundarins hendi verið eitt- hvað á þessa leið: og ekkjan með sjarmi brá svuntu að hvarmi — menn sáu, að hryggðin var stór :,: Eflaust kannast flestir við þann alræmda dægurlagatexta sem endar svona: og húka við bar eins og staðfastur staur og stara á tómt glasið og eiga ekki attr,20 I öðrum danslagatexta stendur e-ð á þessa leið: Bara’ að ég gæti boðið henni á ballið næst, en ég get það bara ekki, ef enginn aurinn fcest. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að flestir tala nú orðið um aur, þegar þeir eiga við eyri, og var þó ólíku saman að jafna fyrir nokkr- um árum, þótt gengisfelling síðustu ára hafi að mestu þurrkað út þann mismun. Mér þykir raunar líklegt, að þessi málþróun hafi verið komin svo langt, þegar byrjað var að syngja þessa texta, að henni hefði trauðla mátt snúa við, þótt átak hefði verið gert til þess. En hitt er líka alveg víst, að þegar unglingarnir eru búnir að tönnlast á slíkri málvillu vikum og mánuðum saman í vinsælum dægurlagatexta, verður margfalt erfiðara að uppræta hana. Eins næðist áreiðanlega undraverður árangur, ef í dægurlagatextunum væru réttar beygingamynd- ir, rétt og fagurt mál og góður skáldskapur. Þetta myndi við sífellda klifan unglinganna sí- ast inn í málvitund þeirra og verða þeim tamt. Niðurstaða mín af þessum hugleiðingum og athugunum er sú, að nauðsynlegt sé að hafa einhvers konar eftirlit með bóka- og blaðaút- gáfu og einnig plötuútgáfu. Einhverjum kann að virðast slíkt eftirlit skerðing á prentfrelsi, en mér er þá spurn •— hvað er prentfrelsi? Felur hugtakið prentfrelsi í sér leyfi til að misþyrma móðurmálinu á prenti? Felur það í sér leyfi til að prenta hvers konar siðspillandi óþverra, sem börn og unglingar geta síðan velt sér upp úr? I fyrrnefndri grein Guðmundar G. Hagalíns er skýrt frá því, að Bretar muni hafa samþykkt bann við útgáfu rita, sem virðast ekki eiga sér annan tilgang en tala til lægstu hvata mannsins og spilla almennu siðferði. Hví skyldu Islending- ar ekki eins geta samþykkt slíkt bann? Meira að segja borgir og ríki í Bandaríkjunum munu hafa efnt til almennra samtaka gegn sorprita- spillingunni. Það væri óskandi, að okkar ást- kæru verndarar gætu haft einhver áhrif á okk- ur í þá átt. Er það ekki hlægilegt ósamræmi, að íslenzka ríkið skuli árlega verja allháum upp- hæðum til móðurmálskennslu og annarra mennta- og menningarmála, en láta jafnframt ymis öfl leika lausum hala, sem vinna kapp- samlega að því að rífa niður allt það, sem byggt er upp á þennan hátt? Væri ekki hugsanlegt, að einhvers konar eftirlitsnefnd starfaði t. d. í sam- vinnu við Landsbókasafn, úr því að allt prentað mál fer þangað á annað borð? Þessi nefnd gæti síðan gefið bóka- og blaðaútgefendum áminn- ingar, ef þeir, að beztu manna yfirsýn, gerðust sekir um misþyrmingu móðurmálsins opinber- lega. Ef mikil brögð væru að slíkri misþyrmingu hjá ákveðnu blaði eða bókaútgáfu, gæti hið op- inbera gripið í taumana, eftir tilvísun nefndar- innar, með sektum eða stöðvun útgáfunnar. Ennfremur ætti að vera skylda að geta um þýð- endur allra bóka og blaðagreina, en á því vill oft verða misbrestur og þarf ekki sorprit til. Mönnum á ekki að líðast að vega þannig að tungunni úr launsátri. Svipað eftirlit þyrfti að hafa með plötuútgef- endum. Mér er tjáð, að Svavar Gests gefi aldrei út plöm nema með íslenzkum textum, og er það góðra gjalda vert. Nóg er nú samt af enskum dægurlagatextum og áhrif enskunnar yfirþyrm- andi í skemmtanalífinu. Má því til sönnunar taka hér tilvitnun úr nýlegri blaðagrein. Þar segir frá kvöldskemmtun ungs fólks í Austur- bæjarbíói, m. a. á þessa leið: „En ástkæra, ylhýra 27

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.