Mímir - 01.06.1967, Blaðsíða 30
ritum tii lýsing á faldi, eða hvernig frá honum
hefur verið gengið á höfðinu. A myndum sést,
að hann hefur risið hátt upp af höfðinu, og hef-
ur þá þurft eitthvað til að halda honum uppi.
Sennilega hefur verið höfð einhver undirstaða,
sem líninu var svo vafið um. Falk segir, að und-
irstaða þessi hafi verið nefnd stattur og nefnir
sem dæmi kenninguna faldstalls Freyja í vísu
eftir Rögnvald kala. (Finnur Jónsson skýrir
faldstall svo, að það sé höfuð. Hann sleppir orð-
inu Freyja úr kenningunni og hefur konur í
staðinn/) En hvernig undirstaða þessi hefur
verið gerð, er aiveg ókunnugt. Faldur hefur ver-
ið svo alkunnur og hversdagslegur hlutur, að
engum söguritara hefur þótt taka því að lýsa
honum. I Þrymskviðu (19. v.) er lýsing á því,
er Æsir bjuggu Þór brúðarklæðum, og segir þar
svo m. a.:
Ok hagliga
um höfuð typðu.
Með þessu er átt við, að þeir hafi hagrætt hin-
um háa faldi á höfði honum. Má af þessu dæmi
og fleirum ráða, að faldurinn hefur verið hár.
Höfuðdúkar og lín, sem stundum er talað
um, hafa sennilega verið borin yfir faldinum.
Þannig hefur t. d. brúðarlín verið borið. Höfuð-
dúkur og faldur hefur því ekki verið hið sama.
Höfuðdúkurinn hefur e. t. v. verið húsfreyju-
tákn, þannig að konur hafi ekki borið hann, fyrr
en þær giftust. Motur hefur sennilega verið
þess konar höfuðbúnaður. Sigurður Guðmunds-
son málari telur, að stúlkur hafi farið að bera
fald, þegar þær voru orðnar gjafvaxta, en dag-
inn, sem þær giftust, hafi þær borið höfuðdúk
eða lín (brúðarlín) og hulið með því andlit sitt.4
Ungar stúlkur munu ekki hafa borið fald,
heldur aðeins haft band (hlað) um enni og haft
hárið laust. I Kjalnesinga sögu segir um Fríði,
dóttur Dofra jötuns: „Hon hafði slegit hár, sem
meyja siðr er.”5
Faldurinn sjálfur mun ætíð hafa verið hvítur,
en sennilega hafa konur borið svartan dúk fyrir
andliti, er þær syrgðu menn sína, sbr. vísu Þor-
bjarnar Brúnasonar (Skjaldedigtning B I, 198);
Eigi mun, sús eigum,
auð-Vör at mik dauðan.
(Fold vill mens í moldu
minn aldr) bláu falda.
Falk telur, að til forna hafi verið til tvær
mismunandi gerðir falds, krókfaldur eða sveig-
ur, sem beygður var fram á við, og annar beinn.
Dæmi um krókfald er í Laxdælu: „Uti þóttumk
ek vera stpdd... ok hafða ek krókfald á hpfði
..Víðar mun krókfalds ekki getið í fornum
ritum, en sveigur er oft nefndur, og má því ætla,
að það heiti hafi verið algengara. Sigurður Guð-
mundsson er sömu skoðunar og Falk, að til hafi
verið tvenns konar faldur, beinn og beygður.
Sigurður telur, að þessar tvær gerðir hafi báðar
verið tíðkaðar allt fram til 1400, en þá fari
krókfaldurinn að víkja fyrir hinum. Dregur
hann þá ályktun af myndum, sem til eru frá
15. og 16. öld. Á fyrri hluta 17. aldar hafa
faldarnir verið beinir, en á síðari hluta aldar-
innar fara þeir aftur að sjást beygðir. Venjuleg-
ast hefur verið, að faldurinn væri jafnbreiður
efst og neðst, en dæmi eru þess, að hann hafi
verið breiðastur efst. Til er mynd af Ara sýslu-
manni Magnússyni í Ögri og konu hans, Krist-
ínu Guðbrandsdóttur, sem dáin er 1652. Hún
hefur á höfði háan, hvítan fald, sem er breiðast-
ur efst. Á minningartöflu með mynd og graf-
skrift Katrínar Erlendsdóttur á Stórólfshvoli
(1612—1693) er hún með nokkuð háan, hvítan
fald, sem er jafnbreiður efst og neðst.
Á síðari hluta 17. aldar fer að verða breyting
á. Faldurinn verður þá mjóstur efst og beygist
fram á við. Á mynd af Þórði biskupi Þorláks-
syni og konu hans, Guðríði Gísladóttur, er hún
með hvítan fald, nokkuð háan, sem er mjór efst
og beygist fram. Þórður biskup dó 1697, svo
að líklegt er, að myndin sé frá því seint á 17.
öld. Það tíðkaðist mjög um nokkurt skeið, að
konur bæru barðastóra, skrautlega hatta yfir
faldinum. Sigurður Guðmundsson segir það hafa
verið frá því um 1650 og fram að 1720/ Á
mynd, sem til er af Gísla Þorlákssyni Hólabisk-
upi (1631—1684) og þremur konum hans, eru
þær allar sýndar með stóra hatta yfir hvítum
30