Mímir - 01.06.1967, Page 31

Mímir - 01.06.1967, Page 31
földum. Hið sama sést á ýmsum fleiri myndum frá þessum tíma, sem til eru í Þjóðminjasafni. Snemma á 18. öld verður enn breyting á fald- inum. Þá verður hann geysihár, en er áfram mjór ofan til og beygist fram. Til er mynd af Leirárbæ frá 18. öld. Umhverfis bæinn sést fólk, þar á meðal konur, sem allar bera geysiháa hvíta falda. Sigurður Guðmundsson telur, að mynd þessi muni vera gerð á árunum 1766—69-8 Faldurinn var hæstur um miðbik 18. aldar og gat þá orðið allt að alin á hæð. Svo segir í Hof- róðulýsingu séra Þorsteins Jónssonar á Dverga- steinid’ Fram þær teygja faldinn hvíta frekrar verður álnar hár. Eftir miðja 18. öld verður enn breyting á. Þá var tekin upp skupla, sem svo var nefnd. Hún var allólík faldinum, sem áður tíðkaðist. Skupla var eins konar vængur úr pappa, breiðastur efst, og var saumað hvítt léreft utan um. Þessi væng- ur stóð upp af höfðinu og beygðist fram á við. Um höfuðið var svo vafinn mislitur klútur, sem huldi allt hárið. Þegar farið var að nota þessa gerð falds, voru hattarnir úr sögunni, því að ekki var hægt að setja þá yfir vænginn.10 Yngsta gerð faldsins er sú, sem Sigurður Guð- mundsson gerði uppdrátt að og lét búa til eftir sinni fyrirsögn. Daniel Bruun lýsir honum þann- ig: „Há, hjálmlaga húfa (faldur) úr hvítu lér- efti, sett yfir pappamót, sem fyllt er með baðm- ull. Aftan á húfuna er sett hvít silkislaufa. Yfir húfuna er lögð hvít, gagnsæ blæja, sem er út- saumuð á jöðrunum eða með knipplingum. Blæjan er fest við neðri brún húfunnar og lögð upp yfir topp hennar, svo að hún fellur niður með hnakkanum og niður á bakið. A neðri brún húfunnar er ennisdjásn, annaðhvort úr málmi eða úr hvítu silki með silfurlitum eða gylltum rósum."11 Uppruni faldsins Sigurður Guðmundsson telur, að faldurinn sé austurlenzkur að uppruna og hann hafi borizt til Norðurlanda með þjóðflokki þeim, sem fyrst- ur settist þar að. Til merkis um það hefur Sig- urður, að falds er getið í hinum elztu kvæðum, sem varðveitt eru á norræna tungu. Faldur sá, sem borinn var á Islandi á síðari öldum á svo að hafa þróazt af þessum faldi.12 Daniel Bruun er ekki viss um, að rétt sé að rekja uppruna falds þess, sem síðastur var bor- inn á Islandi, til hins háa línfalds sögualdarinn- ar. Daniel Bruun hefur það frá dr. Sophus Larsen, að á miðöldum hafi verið notaður á Norðurlöndum höfuðbúnaður, sem nefndist hviv (eða stryke). Höfuðbúnaður þessi var dúk- ur, sem bundinn var um höfuðið, huldi enni og vanga og var festur í hnakkanum. Hefur hann að líkindum ekki verið mjög hár. Telja menn, að hans sé ekki getið fyrr en í þjóðkvæðum (folkeviser) á 15. öld. D. Bruun getur þess, að faldur þessi muni ef til vill vera líkur faldi þeim, sem nefndur er í Laxdælu. A konumynd frá miðri 17. öld sést hár, hvítur faldur, sem er beinn og er breiður ofan til. D. Bruun telur hugsanlegt, að þessi gerð falds hafi verið runn- in frá háa, uppmjóa Búrgundar-faldinum (Hennin). Sá faldur tíðkaðist á Frakklandi og Hollandi eftir miðja 16. öld. Hann komst þó aldrei á í Noregi og Danmörku og hlýtur því að hafa borizt til íslands eftir öðrum leiðum, lík- lega með enskum og þýzkum skipum, sem oft komu til Islands á 16. öld.13 Gaddan Um höfuðbúnað þann, sem nefndist gaddan, eru engar heimildir frá Islandi, og hefur það því líklega ekki þekkzt hér. Eina dæmið, sem forn- bókmenntir hafa um gaddan, er úr Orkn- eyinga sögu: „Hon... hafði gaddan rautt á hgfði, ggrt af hrossahári."14 Fritzner og Guð- brandur Vigfússon segja, að gaddan sé eins kon- ar höfuðbúnaður, en útskýra ekki nánar, hvernig það hafi verið. Alexander Jóhannesson og Falk segja, að gaddan sé höfuðband, sem notað var í Orkneyjum. Orðið sé komið af sk. gadan, sem leitt er með smækkunarendingu af gad (múll, tágaband, brjóstgjörð), sbr. fír. gat.15 31

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.