Mímir - 01.06.1967, Side 32
í ritum frá síðari öldum er gaddans getið á
einum stað, en það er í málsháttasafni Jóns Rúg-
manns: „Vm hennar gaddans hofud klædi."16
Björn Halldórsson þyðir gaddan með lat.
reticulum, sem þýðir lítið net. Reticulum er
skýrt svo í orðabókum, að það sé ýmist net, sem
notað er við fiskveiðar, netpoki til þess að geyma
í hluti, eða hárnet.
Kaprún
Orð af sömu rót og kaprún eru mlþ. kapperon,
mhþ. schaprún. Oll þessi orð eru komin af ff.
chaperon, sem var hetta á kápu. Kápan var
nefnd cbape, og chaperon var myndað af því
orði. Kaprún mun hafa verið einhvers konar
hetta og var ýmist áfast yfirhöfn eða ekki. Þeg-
ar kaprún var borið eitt sér, var það eins konar
kragi eða sjal með hettu, sem hékk niður á
bakið, ef hún var ekki sett yfir höfuðið. Þess
konar kaprún hefur það verið, sem getið er um
í Sturlungu: „hafði dregit kaprún blátt fyrir
andlit sér, er hann hafði um hálsinn undir stál-
húfunni."17
Kaprún eru víða nefnd í gömlum, norskum
bréfum og lögum, t. d. í sambandi við verðlagn-
ingu. Þar má sjá, að kaprún hafa verið fóðruð
með vönduðu efni, silki eða skinnum: „Kaprún
af marbri samdregit meðr rautt silki;" „kotharði
ok kaprún fóðrat með rautt sæin;" „fyrir kap-
rúnsfóðr af hinum beztu skinnum IX aura." Lit-
ur kaprúna gat verið með ýmsu móti. I skipan
Arna erkibiskups Einarssonar í Niðarósi um
messuhald o. fl. segir svo: „allir sculu þa upp
standa oc taka ofan siin caprun oc standa swa
barhofðe medhan lestin verdhir lesin." Þetta
telur Falk benda til þess, að kaprún hafi verið
sérstakur sunnudagsklæðnaður.18
Bæði konur og karlar báru hið franska chape-
ron, en á Norðurlöndum munu aðeins karlar
hafa borið kaprún. Karlar báru chaperon ýmist
undir hatti eða eitt sér, en hin norrænu kaprún
hafa varla verið borin innan undir öðru höfuð-
fati. Þó mátti bera það undir stálhúfu, sbr. fyrr-
nefnt dæmi úr Sturlungu.
í ritum frá síðari öldum kemur kaprún ekki
fyrir, nema þar sem lýst er fornum tíma og at-
burðum, og er það þá notað til þess að gefa frá-
sögninni fornlegri blæ. T. d. segir Grímur
Thomsen um búnað dvergisins Stúfs:
Og kaprún hafði’ á höfði stóru
hreysikattar dregið bjórum.19
Kofri
Orðið kofri er komið úr frönsku. Það er stytting
úr ff. covrechef (f. couvrechef, e. kerchief). Orð-
ið couvrechef merkir höfuðfat (það, sem hylur
höfuðið), sbr. f. so. couvrir og e. cover, sem báð-
ar merkja að hylja eða þekja. Síðari hluti orðs-
ins, -chef (-chief), táknar höfuð, sbr. lat. caput.
Kofri mun hafa verið eins konar kollótt húfa,
sem ekki var áföst við kyrtil eða aðra flík. I
orðabók Guðbrands Vigfússonar segir, að kofri
sé húfa úr loðskinni, og Sigfús Blöndal segir, að
kofri sé skinnhúfa.
I fornum íslenzkum ritum er kofra getið á
nokkrum stöðum. Tvisvar er það lambskinns-
kofri, sem talað er um, og hefur Guðbrandur
sjálfsagt miðað skýringu sína við það. I Eiríks
sögu rauða er getið lambskinnskofra, þegar lýst
er búnaði Þorbjargar lítilvölvu: „hon hafði á
hálsi sér glertplur, lambskinnskofra svartan á
hpfði ok við innan kattskinn hvít.20 I Smrlungu
er á einum stað nefndur lambskinnskofri: „Sat
Sighvatr í rúmi sínu ok hafði tuglaskinnfeld á
herðum ok lambskinnskofra á höfði sér svart-
an.“21
Kofri kemur fyrir sem viðurnefni í samsetn-
ingunni Olkofri. Maður, er Þórhallur hét og bjó
á Þórhallsstöðum í Bláskógum, hafði það fyrir
sið að gera öl og selja á þingum sér til fjár.
Hann hafði oft kofra á höfði og fékk þar af
heitið Ölkofri. Svo segir í Ölkofra þætti: „Opt-
liga var þat siðr hans at hafa kofra á hpfði ok
jafnan á þingum, en af því at hann var maðr
ekki nafnfrægur, þá gáfu þingmenn honum þat
nafn, er við hann festisk, at þeir kplluðu hann
Ölkofra."22
I Víglundarsögu segir frá því, hvernig Kjöl-
32