Mímir - 01.06.1967, Page 33
vör seiðkona notar kofra sinn við að gera veður
að mönnum: „Allt vissi Kjölvör þetta ok fór
upp á hús ok veifði kofra sínum í austrætt ok
þykknaði skjótt veðrit.23
Ennfremur kemur samsetningin dulkofri fyrir
í Fljótsdæla sögu: „Ekki hirði ek nú um dul-
kofra þinn, því at ek mun nær geta, hvar hann
er, ef ek vilda eptir leita."24 Dulkofri gæti tákn-
að hetm eða annað, sem sett er upp til að dylj-
ast, en hér virðist það nánast merkja uppgerð.
Kofri kemur ennfremur fyrir sem heiti fjalls-
tinds: „Kofri (masc.) heiter uppmiött stritu-
vaxed fell, upp undan Sudavik. refer ad hofud-
fat."2° Trúlegt er, að lögun fjalls þessa minni á
kofra og þar af sé nafnið dregið.
I ritum frá síðari öldum er kofri mjög sjald-
an nefndur. I bálki þeim, er Eggert Olafsson
setti saman og nefndi „Ofsjónir við jarðarför
Lóvísu Drottníngar 1752" lýsir hann anda
nokkrum í manns líki. Eggert segir hann vera
„einn af þeim fornaldar álfum eðr fjallvætmm,
sem fyrir stórtíðindum, manns lámm, eðr öðru,
sýndist í loptinu..." Um búning andans segir
Eggert m. a.: „Hann ... hefir kofra á höfði svart-
an .. ,"26 í Rímum af Búa Andríðssyni og Fríði
Dofradóttir eftir Grím Thomsen er getið dverga,
sem höfðu kofra á höfðum:
Búa þar allir dvergar Dofra
dusilmenn með rauða kofra.27
Hjalmar Falk segir, að höfuðfat það, er nefnt
var couvrechef, hafi verið úr líni eða silki og
gjarnan fóðrað með skinni. Hinn íslenzki kofri
hefur, eins og áður segir, verið úr skinni, senni-
lega oftast úr lambskinni. Kofri var bæði höfuð-
fat karla og kvenna.
Kveif
Orðið kveif mun vera komið úr frönsku, ff.
coif(fe), f. coiffe. Síðan kemur orðið fyrir í
mlat. cuffia, cuphia, cofea; ít. cuffia, sp. cofia,
fe. (egs.) cuffie (e. coif). Falk telur öll þessi orð
komin af fhþ. kupha, kuppa (= höfuðfat, mít-
ur).
Kveif virðist tákna tvenns konar höfuðföt
í fornu máli. Stundum er orðið haft um biskups-
húfu eða mítur. I sögu Sverris konungs er sagt
um Nikulás biskup: „Eptir þat fleygði hann
(sér) or lyptingunni ok fram eptir skipinu;
fauk þá kveifin af höfði honum ok utanborðs."28
I sögu Guðmundar Hólabiskups segir svo: „En
erkibiskupinn skrifaði aptr, at hann þóttist skyld-
ugr at vígja biskupa í Niðaróss kirkju provincia,
en eigi at gefa þeim gull ok kveif."29 Hér er
greinilegt, að kveif táknar biskupseinkenni, e. t.
v. mítur. I Tómas sögu erkibiskups er nefnd
kveif, og er þar greinilega átt við biskupshúfu:
„Riddarinn ... stingr ... með suerdinu kueifina
brott af honum [þ. e. erkibiskupi]."30
Annars staðar, þar sem kveif kemur fyrir í
fornum ritum, er átt við annað en mítur. I
Konungsskuggsjá fræðir faðir son um, hvernig
búinn hann skuli ganga á fund konungs. Hann
segir: „Hvárki skaltu hafa hött né húfu né
kveif á höfði." Á öðrum stað í Konungsskugg-
sjá er nefnd kveif: „Svá ok at kunna góða skiln-
ing á því, nær hann má skikkju sína í frelsi bera
eða hött eða kveif, ef hann hefir."31 Kveif er
nefnd í Parcevals sögu: „Þá kom Kæi ræðis-
maðr gangandi í höllina í einum ágætum silki-
kyrtli ok eina kveif á höfði."32 Hér er ekkert
hægt að sjá, hvers konar höfuðfat um er að
ræða. Fritzner segir, að kveif sé stundum eins
konar hetta eða höfuðfat, sem notað var með
brynju, og er trúlegt, að hér muni um slíkt að
ræða.
Otto Blom hefur skrifað grein, er nefnist
„Bemærkninger om Kongespejlets affattelses-
tid". Er þar reynt að tímasetja Konungsskugg-
sjá eftir lýsinu þeirri, sem þar er gefin á herklæð-
um. O. Blom segir, að á miðöldum hafi verið
höfð „en udstoppet Pandserhue" undir bryn-
hettunni, og telur Blom hugsanlegt, að það sé
þessi húfa, sem nefnd er kveif í Konungsskugg-
sjá. Blom segir, að f. coif, sem kveif er runnin
frá, hafi bæði verið notað um brynhettuna sjálfa
og húfuna, sem höfð var undir henni.33
í ritgerð eftir Poul N0rlund, „Klædedragt i
oldtid og middelalder", segir hann, að á 13. og
33