Mímir - 01.06.1967, Blaðsíða 35

Mímir - 01.06.1967, Blaðsíða 35
orð í öðrum málum egs. scyfel, scyfle (= höfuð- skraut konu). Skupla kemur aðeins einu sinni fyrir í fornum ritum, það er í Stjórn: „Þat man þet og þinum augum uera til minniligrar skuplu ok skammfyllingar vid alla þa menn, sem hia þer eru." Einnig: „Þat man þer ok þinum augum uera minnilig hulning eðr skupla sua sem nockur likferdar áminning eðr fyrirbun- aðr."42 Falk segir, að skupla tákni hér sorgar- blæju. Fritzner segir, að skupla sé höfuðfat, og Guðbrandur Vigfússon segir, að skupla sé klæði, sem konur hylji með höfuð sitt og andlit. Segir hann, að einkum eldri konur beri skuplu. Skupla er hvergi nefnd á bókum frá því, að Stjórn er rituð og fram á 19- öld, er orðið fer að tákna sérstaka gerð falds. I IV. bindi af Blöndu er ritgerð um búnaðar- hætti, klæðnað o. fl. um miðja 19- öld eftir Sím- on Eiríksson í Litladal í Blönduhlíð, samin 1916. Þar er m. a. sagt svo frá höfuðbúnaði kvenna: „Sumar höfðu um höfuðið silkiklúta og krönsuðu þá og kölluðu skuplu, — helzt voru það gamlar konur."43 I Þjóðsögum Jóns Arna- sonar er skupla nefnd í sögu einni: „Sér hann hvar kona gengur... og hafði háfa skuplu á höfði."44 Hér er eflaust átt við þá gerð falds, sem nefndist skupla og tíðkaðist á 19. öld. Orðið skupla er til í færeysku í merkingunni skófla. E. t. v. er eitthvert samband milli þess orðs og ísl. skupla, sem er heiti á spaðalaga faldinum. Yngsta merking í orðinu skupla er klúmr, sem lagður er yfir höfuðið og hnýttur undir hökunni. Til er í fornu máli sögnin að skupla, sem merkir að hafa blæju fyrir andlitinu. Jónas Jónasson frá Hrafnagili segir í Islenzk- um þjóðháttum, að um 1770 hafi verið farið að hafa tilsniðinn pappa innan í faldinum og hann hafi þá myndað 4—6 þuml. breiðan spaða, sem beygðist fram á við. Ekki hefur þó sr. Jónas þekkt skuplu-heitið um þennan fald, því að hann segir einnig: „Annar höfuðbúningur tíðk- aðist og, er nefndist skupla, en eigi er mér ljóst, hvernig hún hefir verið... Hún hvarf miklu fyrri úr tízku en faldurinn, sem var algengur hér um land, þangað til hinn nýi faldbúningur Sigurðar málara Guðmundssonar fór að breiðast út um og eftir 1860—70."45 Sveigur Þetta orð er til bæði í norskri og sænskri mál- lýzku, n. sveig, s. sveg. Þessi orð tákna þó ekki höfuðbúnað. Sveigur er af sama stofni og lo. sveigur (= sveigjanlegur); s. máll. sveg; mlþ. sweg (= e-ð vott. Sú merking er orðin til úr merk. sveigjanlegur, mjúkur); d. svaj. Þetta danska orð, svaj, kemur aðeins fyrir í samsetta orðinu svajrygget (= söðulbakaður). Sveigur kemur stundum fyrir í skáldamáli sem hluti kvenkenninga, t. d. sveigs þaull46 og sveigar Sága,47 Fritzner segir, að sveigur sé höfuðfat eða faldur kvenna, sveigður að lögun. Guðbrandur Vigfússon segir sveig vera höfuðfat eða hárband, eða klút, sem bundinn er um höfuðið. Sveigur hefur verið heiti á einni gerð höfuð- búnaðar. Líklega hefur það verið einhvers kon- ar faldur. Sveigur er nefndur í Laxdælu, þar sem lýst er búningi Guðrúnar Osvífursdótmr: „Guð- rún var í námkyrtli, ok við vefjarupphlutr þrpngr, en sveigr mikill á hpfði."4S Annað dæmi um sveig í fornum ritum er í Rígsþulu (16. v.): Sat þar kona, sveigði rokk, breiddi faðm, bjó til váðar; sveigr vas á höfði... Sigurður Guðmundsson segir, að sveigur (öðru nafni krókfaldur) hafi tíðkazt í fornöld jafnhliða beina faldinum. Um 1400 virðist beygði faldurinn hverfa, og eftir myndum að dæma hefur hann ekki verið notaður á 15. og 16. öld og fram eftir 17. öld. Um eða eftir þá öld miðja virðist hann koma aftur. En þegar sveigði faldurinn fór að tíðkast að nýju, var þetta heiti ekki notað, heldur var hann þá nefndur 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.