Mímir - 01.06.1967, Blaðsíða 38

Mímir - 01.06.1967, Blaðsíða 38
GUNNAR STEFÁNSSON: ,.OG GJÖF HIMINSINS ER LANDIД Landslag: nafnið felur í sér tvennskonar merk- ingu, sköpulag landsins og hljóm landsins. A þessari tvíhverfu byggir Þorgeir Sveinbjarnar- son Ijóðaflokk sinn. En sagan er þarfyrir ekki nema hálfsögð; Landslag er miklu margræðari og dýpri skáldskapur en virðast mætti við fljót- lega skoðun. Form og mál er að vísu ofurein- falt; lesandi gæti látið sér til hugar koma, að hér sé einungis um skáldlega' náttúrulýsingu að ræða. Þegar ljóðin eru lesin niður í kjölinn, verður hinsvegar ljóst, að þau opna margar víddir; það eru margir fletir á túlkun skáldsins. Þeim verða vitaskuld ekki gerð full skil í þessu spjalli, enda sízt að því stefnt; í skáldskap er einmitt höfuðkostur, að hver lesandi geti notið hans eftir eigin leiðum, lagt sína persónubundnu skynjun í orð skáldsins. Eg hef hér á eftir hugs- að mér að greina stuttlega frá mínum viðhorf- um til Landslags. Þess skal getið, að ég átti eink- ar fróðlega og skemmtilega viðræðu við Þorgeir Sveinbjarnarson um þennan ljóðaflokk, eftir að ég hóf samningu greinarinnar. Yarð mér margt ljósara við þær samræður, þótt ekki breyttist skoðun mín á Landslagi í neinum grundvallar- atriðum. Eg hef að sjálfsögðu notfært mér ýms- ar upplýsingar skáldsins, en vitanlega er hér að- eins um mitt eigið mat að ræða. Að mínu viti er hér svo athyglisverður skáldskapur á ferð- * Þorgeir Sveinbjamarson: Vísur um drauminn, Rvík, 1965. ATHUGASEMDIR UM LJÓÐ AFLOKKINN LANDSLAG EFTIR ÞORGEIR SVEINBJARNARSON* inni, að fullkomin ástæða er til að gaumgæfa nokkuð, hversu hann er saman setmr. Landslag er í tólf köflum; flokkurinn er því of langur til að unnt sé að birta hann hér í heild, og verða nokkur sýnishorn að nægja. Eg mun fjalla nokkrum orðum urn hvern kafla fyrir sig, en að lokum ræða fáein almenn atriði, sem verða mætm til glöggvunar á sérstöðu þess- arar ljóðagerðar. Fyrsta ljóðið er á þessa leið: Hafið er órótt, úfið í bárufari. Ognandi í látbragði og fasi, en laust í rásinni. Aldrei að vita hvert það muni halda. Hvergi er hlé, þar sem hvílzt gæti veikgerð alda. Þótt gengið sé við geislastaf mjóan en stæltan markar hann ekki djúpið. Og marga stund studdist það við skugga og skalf þegar veður börðust í brjósti þess þung og hörð. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.