Mímir - 01.06.1967, Qupperneq 38
GUNNAR STEFÁNSSON:
,.OG GJÖF HIMINSINS ER LANDIД
Landslag: nafnið felur í sér tvennskonar merk-
ingu, sköpulag landsins og hljóm landsins. A
þessari tvíhverfu byggir Þorgeir Sveinbjarnar-
son Ijóðaflokk sinn. En sagan er þarfyrir ekki
nema hálfsögð; Landslag er miklu margræðari
og dýpri skáldskapur en virðast mætti við fljót-
lega skoðun. Form og mál er að vísu ofurein-
falt; lesandi gæti látið sér til hugar koma, að
hér sé einungis um skáldlega' náttúrulýsingu
að ræða. Þegar ljóðin eru lesin niður í kjölinn,
verður hinsvegar ljóst, að þau opna margar
víddir; það eru margir fletir á túlkun skáldsins.
Þeim verða vitaskuld ekki gerð full skil í þessu
spjalli, enda sízt að því stefnt; í skáldskap er
einmitt höfuðkostur, að hver lesandi geti notið
hans eftir eigin leiðum, lagt sína persónubundnu
skynjun í orð skáldsins. Eg hef hér á eftir hugs-
að mér að greina stuttlega frá mínum viðhorf-
um til Landslags. Þess skal getið, að ég átti eink-
ar fróðlega og skemmtilega viðræðu við Þorgeir
Sveinbjarnarson um þennan ljóðaflokk, eftir að
ég hóf samningu greinarinnar. Yarð mér margt
ljósara við þær samræður, þótt ekki breyttist
skoðun mín á Landslagi í neinum grundvallar-
atriðum. Eg hef að sjálfsögðu notfært mér ýms-
ar upplýsingar skáldsins, en vitanlega er hér að-
eins um mitt eigið mat að ræða. Að mínu viti
er hér svo athyglisverður skáldskapur á ferð-
* Þorgeir Sveinbjamarson: Vísur um drauminn,
Rvík, 1965.
ATHUGASEMDIR UM
LJÓÐ AFLOKKINN LANDSLAG
EFTIR ÞORGEIR SVEINBJARNARSON*
inni, að fullkomin ástæða er til að gaumgæfa
nokkuð, hversu hann er saman setmr.
Landslag er í tólf köflum; flokkurinn er
því of langur til að unnt sé að birta hann hér í
heild, og verða nokkur sýnishorn að nægja. Eg
mun fjalla nokkrum orðum urn hvern kafla
fyrir sig, en að lokum ræða fáein almenn atriði,
sem verða mætm til glöggvunar á sérstöðu þess-
arar ljóðagerðar.
Fyrsta ljóðið er á þessa leið:
Hafið er órótt,
úfið í bárufari.
Ognandi í látbragði
og fasi,
en laust í rásinni.
Aldrei að vita
hvert það muni halda.
Hvergi er hlé,
þar sem hvílzt gæti veikgerð alda.
Þótt gengið sé við geislastaf
mjóan en stæltan
markar hann ekki djúpið.
Og marga stund
studdist það við skugga
og skalf
þegar veður börðust
í brjósti þess
þung og hörð.
38