Mímir - 01.06.1967, Page 40
nýrrar stundar”, lifir öld stórstígari framfara en
nokkru sinni; hann sér hilla undir glæstari
framtíð en nokkur önnur kynslóð hefur átt í
vændum: land hans er vissulega „fagurt og
morgunglatt":
Rís í dag
í hæðum ásum og hjöllum,
horfir til þín í fjöllum,
ber við draum þinn í bjargtign.
Bezti hljómgrunnur ljóssins
í heiminum.
Draumurinn er megintákn í ljóðum Þorgeirs
Sveinbjarnarsonar, eins og nafn bókar hans ber
með sér. Þessi draumur er ekki þess eðlis „að
mynda sjálfstætt líf, sem ógnar þér", eins og
Steinn Steinarr kvað. Hjá Þorgeiri táknar
draumurinn hina æðstu hugsjón, takmarkið, sem
er svo óralangt í burtu, að engin von er til, að
unnt sé að höndla það. — Gaman er að sjá í
niðurlagi þessa kafla, sem tilfært var, hversu
Þorgeir lætur formið þjóna sér. Við gætum bú-
izt við að finna endarím í síðustu Ijóðlínunni: í
heiminum öllum. Hinsvegar er augljóst, að
slíkt myndi slappa túlkunina mjög; þessvegna
er hið sjálfsagða rímorð fellt niður. Höfundur
Landslags kann semsé þá alltof fágætu list að
beygja formið undir túlkun sína.
I sjötta ljóði er sagt frá fjallgöngu mannsins,
sókn hans til frelsis og framfara. Hikandi göng-
unni er lýst af næmleik, tvísýnunni og ógn
bergsins. En aftur verður ekki snúið; leiðin er
brött, en fjallið skal sigrað:
Þú seilist í bergsnös
og skyggnist heim
um haga og tún.
Torfær var leiðin,
og langt er enn
upp á brún.
Og undrið gerist: Þú „styður/orði á klettinn.
/ — Sjá, hann opnast/rödd þinni". Hér hefur
maðurinn náð hinu æðsta valdi yfir heimi sínum;
hið ógerlega er orðið gerlegt. Er það ekki ein-
mitt þetta, sem hefur verið að gerast síðustu
áratugi: vald mannsandans hefur aukizt svo
mjög, að engin fyrri kynslóð hefði látið sig
dreyma um slíkt.
Sjöundi kafli: Skáldið ávarpar þjóð sína,
borg og dal. Ekki ófyrirsynju er borgin sett á
undan; hún hefur á örskömmum tíma tekið við
algeru forystuhlutverki. En hún má ekki slitna
úr tengslum við landið, verður að skynja það á
sinn hátt: semja sitt eigið landslag.
Græðir tónum teig og rinda,
titrar í vötnunum þungu,
þræðir móinn,
malarsveiga og hoitalinda,
letrar á tónbilin
ljósan hvamm og hraunin
skuggamynda,
málar í strengi
stolta litahöll og hreysið blinda.
Ekkert er svo smátt, að ekki skuli því gefinn
gaumur; hinar mestu andstæður, stolt litahöll og
hreysið blinda, þeim þarf að veita líf. Þessar
líkingar eru að vísu nokkuð snúnar, því að jafn-
hliða er talað um lit og hljóm: hvorttveggja séð
í einu, svo að ekki verður aðskilið. En hér sést
mætavel, af hve mörgum þráðum Landslag er
slungið; þessháttar skáldskap þarf að lesa vand-
lega til að geta notið hans.
Og bóndinn skynjar einnig land sitt á nýjan
hátt. Höfundur notfærir sér einkar haglega þá
tvíhverfu íslenzkrar tungu að nota sama orðið
um ræktun lands og huga; hver líkingin býður
annarri heim:
Þótt bóndinn yrki mýrina
undir öðrum hætti en áður
og hlusti eftir ásiætti öldunnar,
tengir hann bjartri kveðandi
kliðmjúka lind við hrjúfan hamrastuðul.
Hátturinn þröngi er tími.
En landið flytur ljóðið
bergmálsstuðlað,
nýtt viðlag,
nýja þjóðvísu,
nýjan gróður.
40