Mímir - 01.06.1967, Blaðsíða 41

Mímir - 01.06.1967, Blaðsíða 41
í hverju er bergmálsstuðlun Ijóðsins fólgin? Það leitar andsvars, vekur bergmál í brjósti þjóðarinnar. Skáldið eggjar þjóð sína að gleyma ekki landinu, leggja nýja þjóðvísu á varir þess, gæða það fersku lífi. I áttunda ljóði er sigur mannsins orðinn alger. Myndir skáldsins eru hér einkar fagrar og hljómmikiar; hvert orð valið af sjaldgæfri smekkvísi: Gígjufoss kveður, kliður fer um dynskóg, dunhagi minnist við hlein og þaraflös. Mildur þeyrinn laðar fram bergmál í leirinn og rímar saman blómvang berangur blíðlund og kaldrana. Jafnvel leirinn hlýtur bergmál og leggur sinn tón í söng landsins. Nú virðist takmarkinu náð, hinu æðsta valdi mannsins: Og verk þíns anda leikur í vinnu þinna handa, stillir órólegan undirleik sinn við landið — fiðlu himinsins —■ og málmgjöll tímans. Hér virðist mér skáldinu bregðast bogalistin: „fiðla himinsins" er að vísu einkar falleg mynd- líking, en á ekki við hér um landið. Höfundur notar mjög hverskyns hljóðfæraheiti í táknmáli sínu, en ég sleppi að ræða um það atriði, enda yrði slíkt mikilsti langt mál. En áttunda kafla lýkur á þessum orðum: „Máttug ert þú hönd / sem lyftir tónsprotanum". Það er semsé maður- inn, sem hefur tekið stjórnina í sínar hendur. Níunda Ijóð: En eitthvað bregzt, manninum mistekst að stjórna hljómkviðu jarðar: „Vind- ur, / aldrei varstu söngur". Hér er tómahljóð, það skortir fyllingu, inntak: Vötnin á hálendinu og hagmæltu lækirnir í dalnum hafa ekki frá neinu að segja, haldin geig frá þeirri tíð er þau eiga í vök að verjast... Enn notar höfundur alþekkt orðtak í þess upprunalegu merkingu og gerir okkur þannig mynd sína furðu nákomna. — Nú er horft til baka til gamalla þrengingatíma; haust fer að og dimman færist yfir landið, það er hneppt í viðjar og þjáist: Kvíðbogi er borinn að strengjunum, strokinn liturinn af enginu. Omurleikastemningin magnast með hverri nýrri mynd: dauði og þögn ríkja á sviðinu. Og tvíræðni túlkunarinnar nær hámarki í lok kafl- ans: Land í mútum raular húsgang sem það lærði fyrir löngu. Mútur, húsgangur: þessi orð eru bæði tvíræð í íslenzku máli. Bezt fer á því að eftirláta les- endum að draga frekari ályktanir af orðum skáldsins; en skyldu þessi einföldu orð ekki geyma býsna mikinn sannleika? Tíunda Ijóð: Nú lítur skáldið til fortíðarinn- ar og bregður upp þessari raunsæju vetrarmynd: Litið autt rúm undir skarsúð. Lágróma baðstofa undir fjallshlíð grafin í snjó með grátstaf í kverkunum. Hver orðaleikurinn rekur annan; valdi höfundar á ferskri myndsköpun virðast lítil takmörk sett. Hann talar í þessu Ijóði um rödd vetrarkvíðans í flóanum. Vetrarkvíði er nafn á blómi, en það getur líka merkt slæðu, sem 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.