Mímir - 01.06.1967, Qupperneq 41
í hverju er bergmálsstuðlun Ijóðsins fólgin?
Það leitar andsvars, vekur bergmál í brjósti
þjóðarinnar. Skáldið eggjar þjóð sína að gleyma
ekki landinu, leggja nýja þjóðvísu á varir þess,
gæða það fersku lífi.
I áttunda ljóði er sigur mannsins orðinn alger.
Myndir skáldsins eru hér einkar fagrar og
hljómmikiar; hvert orð valið af sjaldgæfri
smekkvísi:
Gígjufoss kveður,
kliður fer um dynskóg,
dunhagi minnist við hlein
og þaraflös.
Mildur þeyrinn laðar fram bergmál
í leirinn
og rímar saman
blómvang berangur
blíðlund og kaldrana.
Jafnvel leirinn hlýtur bergmál og leggur
sinn tón í söng landsins. Nú virðist takmarkinu
náð, hinu æðsta valdi mannsins:
Og verk þíns anda leikur
í vinnu þinna handa,
stillir
órólegan undirleik sinn
við landið —
fiðlu himinsins —■
og málmgjöll tímans.
Hér virðist mér skáldinu bregðast bogalistin:
„fiðla himinsins" er að vísu einkar falleg mynd-
líking, en á ekki við hér um landið. Höfundur
notar mjög hverskyns hljóðfæraheiti í táknmáli
sínu, en ég sleppi að ræða um það atriði, enda
yrði slíkt mikilsti langt mál. En áttunda kafla
lýkur á þessum orðum: „Máttug ert þú hönd /
sem lyftir tónsprotanum". Það er semsé maður-
inn, sem hefur tekið stjórnina í sínar hendur.
Níunda Ijóð: En eitthvað bregzt, manninum
mistekst að stjórna hljómkviðu jarðar: „Vind-
ur, / aldrei varstu söngur". Hér er tómahljóð,
það skortir fyllingu, inntak:
Vötnin á hálendinu
og hagmæltu lækirnir í dalnum
hafa ekki frá neinu að segja,
haldin geig frá þeirri tíð
er þau eiga í vök
að verjast...
Enn notar höfundur alþekkt orðtak í þess
upprunalegu merkingu og gerir okkur þannig
mynd sína furðu nákomna. — Nú er horft til
baka til gamalla þrengingatíma; haust fer að
og dimman færist yfir landið, það er hneppt í
viðjar og þjáist:
Kvíðbogi er borinn að strengjunum,
strokinn liturinn
af enginu.
Omurleikastemningin magnast með hverri
nýrri mynd: dauði og þögn ríkja á sviðinu. Og
tvíræðni túlkunarinnar nær hámarki í lok kafl-
ans:
Land
í mútum
raular húsgang
sem það lærði
fyrir löngu.
Mútur, húsgangur: þessi orð eru bæði tvíræð
í íslenzku máli. Bezt fer á því að eftirláta les-
endum að draga frekari ályktanir af orðum
skáldsins; en skyldu þessi einföldu orð ekki
geyma býsna mikinn sannleika?
Tíunda Ijóð: Nú lítur skáldið til fortíðarinn-
ar og bregður upp þessari raunsæju vetrarmynd:
Litið autt rúm
undir skarsúð.
Lágróma baðstofa
undir fjallshlíð
grafin í snjó
með grátstaf í kverkunum.
Hver orðaleikurinn rekur annan; valdi
höfundar á ferskri myndsköpun virðast lítil
takmörk sett. Hann talar í þessu Ijóði um rödd
vetrarkvíðans í flóanum. Vetrarkvíði er nafn á
blómi, en það getur líka merkt slæðu, sem
41