Mímir - 01.06.1967, Qupperneq 45
an eða skýringin, sem upphaflega fylgdi, sé
glötuð. Er ekki einmitt líklegt, að málsháttum
eins og Mörgum þótti ég málug, sagði kerling1,
hafi upphaflega fylgt stuttorð skýring, sem fljót-
lega hafi þótt óþarft að láta fylgja, af því að allir
þekktu söguna, sem að baki var? Síðan hafi
sagan smám saman fallið í gleymsku hjá öllum
þorra fólks, en málshátturinn — eða öllu heldur
hluti hans — varðveitzt áfram. Ivar Aasen virð-
ist hafa verið líkrar skoðunar, þegar hann talar
um „Talemaader, som synes at være Levninger
af forglemte Fortællinger, saasom: Eg vaagar,
sa’ Kraaka. — Eg med sa’ Hunden.''4 Vafalaust
er þó engin einhlít regla, sem hægt er að nota,
þegar ákveða skal, hvort málsháttur af þessu
tæi er aukinn eða styttur, og má reikna með, að
rannsaka verði hvert tilvik sérstaklega.
Sumir telja þessa málshætti, sem lagðir eru
e-m í munn án nánari skýringa, til þeirrar teg-
undar, sem hér er nefnd sögumálsháttur/’
A íslenzku hefur hingað til ekki verið notað
neitt sérstakt orð um sögumálshætti til aðgrein-
ingar frá öðrum málshátmm, og svo virðist sem
enskir hafi einnig átt í erfiðleikum með nafn á
þá, því að þeir eru á enskunni kenndir við
Weller-feðga, sem eru skáldsagnapersónur í sög-
unni The Pickwick Papers'* eftir Dickens, og
kallaðir Wellerism. Margt skemmtilegt leggur
Dickens þessum persónum í munn til að auð-
kenna þær, eins og t. d,:This is rayther a change
for the worse... as the gen’l’m’n said, wen he got
tivo doubtful shillin’s and sixpenn’'orth o’ pocket
pieces for a good half-crown.7 og „In with you
at once, sir,” said Sam, as he helped his master
outP Þetta sérstaka stílbragð, sem Dickens beitir
þarna, er einkennandi dæmi um það málshátta-
form, sem hér er til umræðu. A norsku hef ég
séð sögumálshætti kallaða hermestev, á sænsku
ordstáv og á dönsku skcemtesprog, en það orð
virðist þó víðtækari merkingar, því að þar er
formið ekki alltaf látið ráða úrslitum um flokk-
un, heldur efnið; fabelordsprog er annað danskt
orð um það sama. Þjóðverjar hafa kallað fyrir-
brigðið Sagwort, Beispielsprichwort eða apolo-
gisches Sprichwort. — Alþjóðlega heitið nú
mun vera Wéllerism.
Þrátt fyrir svo ung nöfn sem Wellerism, sem er
ekki aldar gamalt, er fyrirbrigðið sjálft miklu
eldra, reyndar mjög gamalt, svo sem sjá má af
eftirfylgjandi klausu: „Eine besondere Klasse
von Sprichwörtern bilden die sog. a p o 1 o g -
i s c h e n , welche scherzhaft an einen einzelnen
Vorfall ankniipfen, und welche die Römer
schon bei den Griechen fanden.''9 Síðan nefnir
A. Otto nokkra slíka málshætti, m. a. þessa:
Non nostrnm, inquit, onus, bos clitellas;'" Modo
sic, modo sic, inquit rusticus, varium porcum
perdideratEkki er mér kunnugt um, hvenær
sögumálshátta verður fyrst vart í norrænum
bókum, en geta má þess, að þeir koma fyrir í
Morkinskinnu og Heimskringlu — sjá hér á
eftir dæmi þaðan — og þar virðast þeir notaðir
sem áður kunn orð eða málshættir, en ekki
samdir af höfundum þessara bóka. Þetta efni
þarf þó allt nánari rannsókna við, ef hægt á að
vera að fullyrða nokkuð, því að saga sögumáls-
hátta sem tegundar er mjög myrk og bláþráðótt.
Um útbreiðslu þeirra má nokkuð fræðast af
bók A. Taylors: The Proverb. Taylor segir þá
mjög algenga á Norðurlöndum og í Þýzkalandi.
Flokkun málshátta hlýtur alltaf að vera nokkr-
um vandkvæðum bundin. Á t. d. að telja máls-
hætti eins og Ekki er það mér gott þó öðrum
féni, sagði eigingjarn og Oll á ég börnin mín,
sagði karlcegi karlinn til sögumálshátta? Það
verður ekki gert hér, af því að formið er annað.
En iíta ber á það, að munurinn á þessum máls-
háttum og þeim, sem hér eru taldir tii sögumáls-
hátta, er raunar aðeins formlegur, ekki eðlisleg-
ur. Það gæfi alveg sömu merkingu að segja:
Oll á ég börnin mín, sagði karlinn, var karlœg-
ur. Og þannig byggður myndi málshátturinn
uppfylla öll skilyrði sögumálshátta. Mörkin eru
því umdeilanleg.
Eins og kunnugt er, er greint á milli máls-
hátta og orðtaka (eða talshátta).12 Sumum kann
að virðast sem sögumálshættir séu alls engir
45