Mímir - 01.06.1967, Qupperneq 56
Sum eru torskýrð, eins og vera í essinu sínu og
hrista fram úr erminni, og er rétt að forðast þau
í vönduðu máli. En ekki er rétt að bannfæra fal-
leg orðtök eins og fara úr öskunni í eldinn, hafa
mörg járn í eldinum, sjá í gegnum fingur við
e-n, taka í sama streng, af því að þau séu úr
dönsku. Ymis orðatiltæki eru ekkert annað en
orðréttar þýðingar, ef grannt er skoðað, eins og
t. d. frá blautu barnsbeini. A þýzku heitir þetta
von Kindesbeinen, sem þýðir: frá barnsfótum.
A dönsku er það fra (bl0de) barnsben af og
þýtt á íslenzku frá blautu barnsbeini. Blautur
merkir þarna linur og bein fótur (sbr. skjálfa á
beinunum). Menn skilja að þetta lýtur að því,
að barnsbein eru lin. Þetta er fallegt orðatil-
tæki og fer vel í málinu og er öllum tamt, þótt
orðrétt þýðing sé. Orðið ringulreið er sennilega
sama og ringulrei, og er rei upprunalega úr
frönsku og merkti dans á miðöldum. En orðið
hefur tekið breytingum í íslenzku, sem lúta vel
að merkingu þess, og engum myndi detta í hug
að telja það rangt og ónothæft. En viðhorf mál-
hreinsunarmanna til dönskunnar er allt annað.
Finni þeir danskan þef af orði, eru þeir misk-
unnarlausir og vilja útrýma því. Þetta eru leifar
frá sjálfstæðisbaráttunni og slík stefna eflaust
nauðsynlegur þáttur í henni, en algjörlega fá-
nýt og tilgangslaus rúmum tuttugu árum eftir
sambandsslitin. Sem dæmi um öfgafulla mál-
hreinsunarstefnu, er á eflaust rætur að rekja til
sjáifstæðisbaráttunnar, er baráttan gegn orða-
tiltækjunum að vera til friðs og vera við lýði.
Málhreinsunarmenn hafa illan bifur á þeim og
reyna strax að finna þeim samsvaranir í dönsku,
og er það tekst eftir krókaleiðum, eru þessi orða-
tiltæki dæmd dauð og ómerk. Kenning þeirra
er, að orðatiltækið vera til friðs sé rangt, þar
sem friður sé í eignarfalli friðar (sbr. friðarráð-
stefna). Síðan er leitað í dönsku og þar fundið
orðið tilfreds, sem sé auðvitað sama orðið. Þar
með er það útkljáð. Við þetta er það að athuga,
að talsverður merkingarmunur er á tilfreds og
vera til friðs. Ennfremur er alkunna, að mörg
orð hafa tvímyndir í eignarfalli (vísa til vegar
— til vegs og virðingar). Orðið friður hefur
sennilega orðið fyrir áhrifum frá orðum eins og
niður, kliður og siður, sem hafa eignarfallsmynd-
irnar niðar eða niðs, kliðs og siðar eða siðs. Má
sjá, hversu líklegt er, að þetta sé íslenzk áhrifs-
breyting, en ekki dönsk málleysa, ef borin eru
saman orðatiltækin að vera til friðs og vera til
siðs. Ekki er mér kunnugt um, að málhreinsun-
armenn hafi ráðizt á orðasambandið e-ð er e-m
til efs, þótt það sé torskýrðara, og er það líklega
af því að ekkert er, sem líkist því í dönsku. Hitt
dæmið er: e-ð er við lýði. Þetta telja málhreins-
unarmenn, að sé sama og vedlige í dönsku (sbr.
holde n-t vedlige = halda við) og því ófært í
íslenzku. Þetta er hæpið. Orðasambandið merk-
ir að halda velli, vera til. Virðist vel mega skyra
það svo, að lýði sé þolfall fleirtölu af lýður.
Vera við lýði merkir þá vera með mönnum,
meðal manna, þ. e. vera til, halda velli. Sé þetta
borið saman við orðið ringulreið, má telja víst,
að notkun þess væri harðlega fordæmd, væri
það komið úr dönsku. Margt er ennþá harðlega
fordæmt af málhreinsunarmönnum, oft að á-
stæðulausu. Má nefna orðasambandið hvað mér
við kemur, sem er talið danska. En við segjum:
þetta eða hitt kemur mér ekki við og þykir
sæmilegasta mál. Nafnorðið viðkomandi þykir
óalandi og óferjandi og vilja menn fremur
dragnast með hið bágborna orð hlutaðeigandi,
af því að það á ekki samsvörun í dönsku. Ekki
má segja eins og sakir standa, heldur eins og á
stendur. Eftir þessu yrði orðasambönd sem:
fara vægt í sakirnar, vera viss í sinni sök og það
væri sök sér málleysur einar. Þykir mér óþarfi
að amast við orðinu sakir í merkingunni mál-
efni í þessum samböndum a. m. k. Ekki má segja
að draga í efa, af því að sagt er á dönsku at
drage n-t í tvivl. Þó segjum við t. d. að draga
á tálar, draga á langinn, draga ályktun af.
Fleiri dæmi mætti nefna, sem sýna gamaldags
stífni og smámunasemi frá dögum sjálfstæðis-
baráttunnar og enn er haldið í dauðahaldi. Oll
stífni og ósveigjanleiki í málvöndun er ófrjó
og ber að forðast. Eklcert í málvernd er í raun-
inni rangt eða rétt, heldur verða málsmetandi
menn að koma sér saman um, hvað sé gott eða