Mímir - 01.06.1967, Page 57

Mímir - 01.06.1967, Page 57
STARFSANNÁLL MÍMIS Aðalfundur Mímis var haldinn 25. október árið 1966. Fráfarandi formaður Mímis, Heimir Páls- son, flutti skýrslu stjórriar um framkvæmdir á liðnu starfsári. Því næst las gjaldkeri félagsins, Guðrún Kvaran, reikninga og útskýrði eftir þörfum, og voru þeir samþykktir. Þá var kjörin stjórn Mímis fyrir næsta starfsár. Kosningu hlum: Ólafur Oddsson, formaður, Björn Teits- son, ritari og Jón Sigurðsson, gjaldkeri. Næst var kosning í ritnefnd, en í ritnefnd haustmisseris sátu Bjarni Ólafsson, Einar Pétursson og Hösk- uldur Þráinsson. A fundinum var rætt um ýmis mikilvæg félags- og hagsmunamál, en einkum var þó rætt um væntanlegt afmæli félagsins, er yrði tvítugt 11. desember 1966. Kom fram mik- ill áhugi félagsmanna um það, að þessara tíma- móta yrði að minnast á tilhlýðilegan hátt. Margir félagsfundir voru haldnir að vanda. I byrjun nóvember flutti Einar Sigurðsson bóka- vont og hvað komi í bága við reglur og venjur. Hættulegast er það, sem brýtur niður beyginga- kerfið, eins og þágufallssýki. Koma verður í veg fyrir rugling og brenglun orða og orðtaka. I málhreinsun ber ekki að forðast allt, sem er af útlendum toga, heldur aðeins það, sem fer illa í málinu og lýtur ekki lögmálum þess eða öllu heldur venjum og er órökrétt eða ljótt og lágkúrulegt. Helgi Þorláksson vörður erindi um samningu ritgerða og notkun bókfræðirita. Að erindi loknu urðu nokkrar um- ræður og fyrirspurnir, en því næst fór fram námskynning fyrir yngri stúdenta, og önnuðust hana þeir Helgi Þorláksson og Vésteinn Ólason. Þótti fundur þessi takast allvel. Nokkru síðar flutti Ólafur Halldórsson, sér- fræðingur Handritastofnunarinnar, fróðiegt er- indi um framtíðarverkefni við handritarannsókn- ir hérlendis og ræddi síðan við félagsmenn um þessi mál. Snemma í febrúar var haldinn félagsfundur um ýmis hagsmunamál Mímis. Þá höfðu ný- lega þau merku tíðindi spurzt, að endanlega væri staðfest, að nemendur í íslenzkum fræðum skv. eldri reglugerð gætu þreytt lokapróf í á- föngum. Um þetta mál hefur áður verið ritað í Mími (10. tbl.), og skal það ekki endurtekið. Ymis önnur mál voru rædd á þessum fundi, m. a. var kosið í ritnefnd vormisseris, en í henni eiga sæti þeir Brynjúlfur Sæmundsson, Guðjón Friðriksson og Höskuldur Þráinsson. I byrjun marz flutti Sverrir Kristjánsson sagn- fræðingur erindi um Jón Sigurðsson, einkum sagnfræðirannsóknir hans og söguskoðun. Var gerður góður rómur að erindi Sverris og margar fyrirspurnir gerðar. I apríl flutti próf. Þórhallur Vilmundarson erindi um söfnun og rannsókn íslenzkra örnefna. Að erindi loknu urðu töluverðar umræður um þessi mál. Fundurinn var óvenju fjölmennur, 57

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.