Mímir - 01.03.1968, Blaðsíða 3
M í M I R
BLAÐ FÉLAGS STÚDENTA í ÍSLENZKUM FRÆÐUM
12 7. árg. — 1. tbl. — Reykjavík — marz — 1968. Ritnefnd: Eiríkur Þormóðsson (ábm.) Guðjón Friðriksson Jón Hilmar Jónsson
Prentsmiðja Jóns Helgasonar
UM BLAÐIÐ
Aðalgrein þessa 12. tölublaðs Mímis er íyrirlestur Tryggva Gíslasonar, er hann
flutti til meistaraprófs í íslenzkum fræðum 3. febrúar s. 1. Þetta er í fyrsta skipti,
sem slíkur fyrirlesmr birtist í Mími, enda næsta fátítt, að menn Ijúki meistaraprófi
í íslenzkum fræðum. Af öðru efni má nefna viðtal við Þór Magnússon, sem fjall-
ar að mestu um þjóðhætti, en sá þáttur fræðanna hefur mjög verið vanræktur við
Háskóla Islands Gefst lesendum þar kostur á að kynnast, hvaða starf hefur verið
unnið við Þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins. Gæti svo farið, að það vekti áhuga
einhvers stúdents að velja sér ritgerðarverkefni á sviði þjóðhátta.
Nokkur töf hefur orðið á útgáfu Mímis að þessu sinni, og veldur því einkum verk-
fall, sem skall á í byrjun marz.
Jónas Franklín safnaði auglýsingum í blaðið, og þakkar ritnefnd honum vasklega
framgöngu.
3